Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 29.6.2015 12:46:00 |

Fjölmargt verður í boði á markaðshelginni þetta árið. 

 

Björn Thoroddsen kemur fram ásamt fjölmörgu vestfirsku tónlistarfólki, Vestfjarðarvíkingurinn lítur við, Barnasafnið (https://www.facebook.com/barnasafnid) kemur í heimsókn og María Ólafs Evrovisionfari skemmtir á fjölskyldudansleik.

 

Fjölmargt verður í boði í sölubásunum og meira að segja eru veðurhorfur bara nokkuð góðar. 


Fréttir | 25.6.2015 16:40:00 |

Nú um komandi helgi eru 35 ár liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands 29. júní 1980 en hún var jafnframt fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti.

 

Í tengslum við þessi merku tímamót munu skógræktarfélög, ásamt sveitarfélögum um land allt, standa saman að gróðursetningu trjáa laugardaginn 27. júní. 

 

Fyrirhugað er að gróðursetja þrjár trjáplöntur á hverjum stað líkt og Vigdís gerði með táknrænum hætti í forsetatíð sinni víða um land ásamt börnum frá viðkomandi stað. Gróðursett var gjarnan eitt tré fyrir stúlkur, eitt fyrir pilta og eitt fyrir framtíðina. 

 

Skógræktarfélag Bolungarvíkur tekur þátt í heiðrun Vigdísar ásamt Bolungarvíkurkaupstað, ...


Fréttir | 25.6.2015 09:00:00 |

Laugardaginn 4. júlí er hægt að vera með sölubása á markaðshelginni í Bolungarvík. 
 
Bæði kaupendur og seljendur hafa snúið heim með bros á vör frá markaðstorginu sem vel á annað þúsund manns hafa sótt ár hvert.
 
Hver bás er um einn meter og er leigður á 2.000 kr. Hægt er að leigja fleiri en einn bás. Básarnir verða tilbúnir kl. 10 á laugardaginn 4. júlí en miðað er við að sala hefjist kl. 13:00 og verði lokið kl. 17:00. 
 
Pantaðu bás gegnum pöntunarform á www.facebook.com/markadshelgin
 
Markaðshelgin er fjölskylduhátíð fyrstu helgina í júlí með markaðstorgi, tónlistaratriðum og leiktækjum fyrir krakka á öllum aldri. 
 
Nánari upplýsingar vidburdir@bolungarvik.is.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Fréttir | 23.6.2015 16:00:00
Fréttir | 19.6.2015 08:00:00
Tilkynningar | 18.6.2015 23:14:06
Íþróttir | 18.6.2015 11:18:43
Fréttir | 15.6.2015 15:33:00
Menning og mannlíf | 13.6.2015 19:30:23
Menning og mannlíf | 12.6.2015 14:09:35
Menning og mannlíf | 10.6.2015 20:25:08
Fréttir | 9.6.2015 23:30:57
Menning og mannlíf | 9.6.2015 23:03:59
Fréttir | 5.6.2015 12:00:00
Fréttir | 5.6.2015 09:07:57
Fréttir | 4.6.2015 13:40:31
Menning og mannlíf | 3.6.2015 11:33:30
Tilkynningar | 2.6.2015 14:28:24
Menning og mannlíf | 2.6.2015 08:48:00
Næstu viðburðir
laugardagur, 4. júlí 2015
Kvöldverður með dinnertónlist í Einarshúsi

Bjarni Kristinn og Bryndís Elsa Guðjónsbörn leika undir borðhaldi.

Matseðill:

Forréttur:  Sjávarréttasúpa með blönduðu sávarfangi borin fram með  heimabökuðu brauði

Aðalréttur: Lambaprime með steiktu grænmeti , bakaðri kartöflu og rauðvínsgljáa.

Eftirréttur: Örnu skyr með hvítu súkkulaði og önfirskum bláberjum.

Borðapantanir í síma. 456-7901. Kvöldverður hefst kl. 20:00.

Verð: 5200,- 

laugardagur, 25. júlí 2015
Kvöldverður með dinnertónlist í Einarshúsi

 Anna Þuríður og Aron Guðmundsson leika undir borðhaldi.

Þriggja rétta matseðill, nánar auglýst síðar. 

 

 

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni