Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Íþróttir | 25.7.2014 13:29:54 |

Bolvískir kylfingar hafa í nógu að snúast yfir helgina þar sem tvö stærstu golfmót ársins verða haldin á Syðridalsvelli. Um er að ræða opna Jakobs Valgeirs mótið sem haldið er á laugardegi og opna Blakkness mótið sem haldið er á sunnudagi. Bæði mótin eru partur af vestfirsku Sjávarútvegsmótaröðinni sem er einkar vinsæl hjá vestfirskum kylfingum. Búist er við að upp undir 100 kylfingar taki þátt í hvoru móti fyrir sig og má búast við góðu skori og miklum tilþrifum á golfvellinum um helgina.

 

Hægt er að skrá sig í bæði golfmótin á heimasíðu Golfklúbbs Bolungarvíkur.


Fréttir | 25.7.2014 11:07:28 |

Nýtt upplýsingaskilti á Bolafjalli við Bolungarvík verður formlega tekið í notkun í kvöld kl. 20.  Nýja skiltið á Bolafjalli er með kortum, myndum og merkingum á  þeim stöðum sem sjá má frá útsýnissvæðinu sem þar er rétt við radarstöðina á Bolafjalli.

 

Talsvert er um að ferðafólk aki upp á Bolafjall á sumrin þegar vegurinn er opinn og jafnvel gangi þar upp enda mikið og fallegt útsýni af fjallinu, sem á þessum slóðum nær í um 625 m hæð yfir sjávarmáli.  Ekki síst er útsýnið fallegt í átt að  Snæfjallaströnd og Jökulfjörðum, en litlar upplýsingar hefur verið að hafa um þau svæði og aðra staði sem sést til.  Er skiltinu ætlað að bæta úr þessu og gerir heimsókn upp á fjallið vonandi enn fróðlegri og ánægjulegri en ...


Fréttir | 24.7.2014 10:33:09 |

Hagstofa Íslands birti í morgun tölur um mannfjöldi í sveitarfélögum á Íslandi en tölurnar miðast við lok júní síðastliðinn. Samkvæmt þeim tölum búa nú 960 manns í Bolungarvík og hefur íbúum fjölgað um 10 frá upphafi ársins. Ef miðað er við sama tímapunkt í fyrra er fjölgunin 20 manns, ef litið er 2 ár aftur í tímann er fjölgunin 50 manns en ef farið er aftur loka júní árið 2011 er um að ræða fjölgun sem nemur 80 íbúum eða ríflega 9% fólksfjölgun.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

x64 tölvuþjónusta

Tölvuþjónustan x64 hefur opnað þjónustu sína á efstu hæð frystihússins í Bolungarvík. facebook.com/tolvurogtaekni

Sumarbústaður í Tunguskógi

Til sölu er ca.45 fm. sumarbústaður í Tunguskógi. Upplýsingar í síma 8976795 Palli

Eldra efni
Tilkynningar | 23.7.2014 22:46:09 | bolungarvik.is
Fréttir | 23.7.2014 10:35:34 | Morgunblaðið
Fréttir | 23.7.2014 06:42:37
Menning og mannlíf | 22.7.2014 23:25:30
Tilkynningar | 22.7.2014 23:17:04 | bolungarvik.is
Menning og mannlíf | 22.7.2014 22:21:43
Íþróttir | 22.7.2014 11:04:40
Tilkynningar | 17.7.2014 10:06:37
Fréttir | 15.7.2014 00:32:09 | mbl.is
Tilkynningar | 14.7.2014 09:24:33
Fréttir | 14.7.2014 00:00:20
Tilkynningar | 11.7.2014 22:32:28
Tilkynningar | 11.7.2014 22:29:29
Menning og mannlíf | 11.7.2014 19:17:48 | Ragna
Tilkynningar | 7.7.2014 15:25:43
Fréttir | 5.7.2014 00:14:47
Næstu viðburðir
miðvikudagur, 30. júlí 2014
Vest F i Ð R i N G u R í Bolungarvík

Allir Bolvíkingar, ungir sem aldnir, eru boðnir velkomnir á fróðleiks-og skemmtifund í Félagsheimilinu frá klukkan 17-21. Léttur kvöldverður í boði. Skrafað verður um sögu og menningu Bolungarvíkur og nærsveitarinnar (m.a. Skálavíkur). Vestfiðringur er langtímaverkefni en umræddur fundur fyrsti hluti þess sem tengist Bolungarvík. Á síðari stigum verkefnisins verða þróuð átaksverkefni til styrkingar skapandi greinum á svæðinu byggð á vilja og hugmyndum íbúanna. Megin áhersla fundarins er að draga fram sérkenni svæðisins hvort sem er í mannlífi menningu eða náttúrur. Hlökkum til að að sjá ykkur!

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vorfagnaður vinkvenna
Fimmtudaginn 15. maí héldu félagskonur í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Bolungarvík Vorfagnað vinkvenna. .

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni