Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 27.11.2014 01:00:31 |

Það verður mikið um dýrðir við Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 29. nóvember nk. þegar ljósin á jólatré bæjarbúa verða tendruð. Að venju verður um hátíðlega stund að ræða þar sem Kirkjukór Bolungarvíkur mun syngja falleg jólalög og Helga Svandís Helgadóttir mun flytja jólahugleiðingu. Eftir að kveikt hefur verið á ljósum jólatrésins má búast við að jólasveinar láti sjá sig og eiga þeir örugglega eftir að gleðja bolvísku börnin.

 

Athöfnin hefst kl. 14:30 og munu nemendur eldri bekkja Grunnskóla Bolungarvíkur bjóða upp á kakó og smákökur.


Fréttir | 26.11.2014 17:13:13 |

26. nóvember ár hvert er haldinn hátíðlegur Evrópudagur sjúkraliða. Árið 2009 var fyrst haldið uppá daginn hér á landi. Haldið er uppá daginn með það að markmiði að vekja athygli á störfum sjúkraliða og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins.

Sjúkraliðar standa nú vaktina í Samkaup í Bolungarvík til klukkan 18:00 og bjóða uppá blóðþrýstingsmælingu. Auk mælingarinnar fær fólk upplýsingar og ráðleggingar hvað varðar blóðþrýsting.

Fréttaritari Víkara skellti sér í mælingu og tók meðfylgjandi myndir.


Tilkynningar | 25.11.2014 09:53:07 |

Samninganefndir tónlistarkennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir samning í morgun og verkfalli þar með lokið.

 

Tónlistarskóli Bolungarvíkur hefst í dag kl 13:00 með þeirri dagskrá sem var í gildi fyrir verkfall og eru nemendur beðnir að mæta samkvæmt sinni stundaskrá.

 

Sevladore Rähni. skólastjóri


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

Hlíðarstræti 8 til sölu.

Húsið er 120 m2 og áfastur 23 m2 bílskúr sem er í dag herbergi og geymsla. Samtals 4 svefnherbergi. Einnig 6 m2 garðhús. Tilboð óskast. U. 8920854

Eldra efni
Menning og mannlíf | 25.11.2014 00:41:11
Fréttir | 24.11.2014 23:21:05
Menning og mannlíf | 20.11.2014 21:37:13
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:52:22
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:27:54
Menning og mannlíf | 19.11.2014 00:42:17
Pistlar | 13.11.2014 00:51:22 | Jónas Guðmundsson
Menning og mannlíf | 13.11.2014 00:46:16
Tilkynningar | 11.11.2014 01:18:46
Tilkynningar | 9.11.2014 21:52:02
Fréttir | 7.11.2014 00:03:27
Menning og mannlíf | 6.11.2014 23:51:17
Menning og mannlíf | 6.11.2014 22:38:49
Tilkynningar | 4.11.2014 23:52:23
Fréttir | 31.10.2014 23:12:05
Íþróttir | 31.10.2014 18:00:02
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni