Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 4.2.2016 14:26:44 |

Kómedíuleikhúsið ætlar að sýna þrjá einleiki sama kvöldið og er sami leikari í þeim öllum.

 

Verkin þrjú sem sýnd verða eru verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson, hinn ómótstæðilegi Grettir og loks sjálfur Fjalla-Eyvindur. Einleikirnir eiga það sameiginlegt að fjalla um útlaga; þrjá þekktustu útlaga Íslandssögunnar.

 

Leikari í öllum þremur verkunum er hinn margslungni Elfar Logi Hannesson.

 

Sýningarstaðurinn er Félagsheimilið í Bolungarvík og sýnt verður föstudaginn 4. mars.

 

Stutt hlé verður gert á milli leikja og víst er að þetta verður varla endurtekið. Rétt er að hvetja áhugasama áhorfendur til að tryggja sér miða strax á þrennu Kómedíuleikhússins í Bolungarvík. Miðasala er þegar hafin í síma 690 2303.

 

Nú ...


Fréttir | 4.2.2016 12:24:32 |

Tónlistarskóli Bolungarvíkur er fyrsti tónlistarskóli landsins til að taka tónlistarforritið Meludia til notkunar við kennslu í tónfræði. 

 

Meludia er tölvuleikur sem miðar að því að auka færni notenda forritsins í tónlist og tónlistarfræðum. Forritið hentar öllum, allt frá byrjendum til atvinnutónlistarfólks en byggir fyrst og fremst á hlustun og greiningu og eflir tónlæsi notendanna. 

 

Forritið er samið af Vincent Chaintrier, sem er franskt tónskáld, sjórnandi, píanóleikari og kennari og Bastien Sannac, sem er tónskáld, píanóleikari og tölvufræðingur. 

 

Tónlistarskólastjóri, Selvadore Rähni, hefur lengi leitað að tölvuleik fyrir tónfræði og fékk óvænt skilaboð frá Bastien Sannac sem kynnti hann fyrir Meludia og óskaði eftir áliti hans á ...


Fréttir | 27.1.2016 09:19:33 |

Sirrý ÍS 36 kom til heimahafnar um tíu leytið í gær. 

 

Sirrý ÍS 36 er togari smíðaður árið 1998 og mælst 698 tonn, er 44,95 metrar á lengd og 10,2 metrar á breidd og um borð er 2.445 hestafla aðalvél sem er búinn að vera í togarnum frá upphafi.  

 

Koma skipsins til Bolungarvíkur er eitt af mörgu góðu sem hefur verið að gerast hér í Víkinni fögru undanfarin misseri og ekki annað hægt en að fyllast bjartsýni við svo góð tíðindi, segir á Facebook og Víkari tekur undir það. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Fréttir | 26.1.2016 14:35:08
Tilkynningar | 25.1.2016 16:52:16
Fréttir | 25.1.2016 13:45:01
Tilkynningar | 24.1.2016 14:48:02
Íþróttir | 19.1.2016 23:02:25
Menning og mannlíf | 12.1.2016 22:40:03
Tilkynningar | 11.1.2016 22:47:19
Fréttir | 11.1.2016 16:09:44
Tilkynningar | 10.1.2016 22:37:51
Nýfæddir Víkarar | 7.1.2016 08:55:12
Fréttir | 31.12.2015 13:05:38
Fréttir | 30.12.2015 20:27:21
Tilkynningar | 30.12.2015 17:13:41
Fréttir | 24.12.2015 13:47:49
Fréttir | 23.12.2015 09:00:27
Menning og mannlíf | 22.12.2015 13:30:41
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Endurskoðandi á villigötum
26.1.2016 22:38:05

Jón Þorgeir Einarsson, endurskoðandi í Bolungavík er með  nokkar ásakanir í minn garð í grein á bb.is í gær. Þeim er nauðsynlegt að svara. Fyrst er til að taka að endurskoðandinn ...

Smelltu til að skoða Rangfærslur Kristins H. Gunnarssonar leiðréttar
25.1.2016 16:40:55

Frá því að Kristinn H. Gunnarsson tók við ritstjórn blaðsins Vestfirðir hefur margt neikvætt verið skrifað um þá sem standa að atvinnurekstri í Bolungarvík. Aðallega þó um aðila ...

Myndbandið
Nýleg virkni