Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 25.3.2020 14:40:37 |

Áhrif COVID-19 á samfélag eins og Bolungarvík eru mikil og íbúar þurfa að styðja við þjónustu í heimabyggð.

 

Á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að lifa, hefur þessi veira áhrif á alla, fólk og líka fyrirtæki.

 

Í okkar samfélagi hafa fyrirtæki þurft að draga saman eða breyta rekstri eða jafnvel skella í lás til að minnsta kosti til 12. apríl.

 

Þetta eru lítil fyrirtæki eins og Klippikompaní, Snyrtistofan Mánagull, Einarshúsið og Víkurskálinn.

 

Þessi fyrirtæki og fleiri fyrirtæki í Bolungarvík vilja með öllum ráðum koma til móts við íbúa Bolungarvíkur til að halda uppi þjónustu en fara um leið eftir tilmælum Landlæknisembættis og almannavarna.

 

Svona hafa fyrirtæki háttað starfsemi sinni í ljósi ...


Fréttir | 12.3.2020 11:57:19 |

Einarshúsið opnar veitingastaðinn formlega laugardaginn 14. mars 2020 og í tilefni af því verður boðið upp á léttar veitingar frá kl. 12:00 til kl. 14:00 og eru allir velkomnir.

 

Laugardagskvöldið verður hlaðborð með hægelduðum lambaskönkum og meðlæti frá kl. 18:00 til 20:00 á 1.900 kr. manninn. Pantanir í síma 864-1515.

 

Sunnudaginn 15. mars verður svo boðið upp á Brunch-hlaðborð frá kl. 12:00 til kl. 14:00 á 1.900 kr. manninn. Pantanir í síma 864-1515.

 

Til að byrja með verður heimilismatur á hlaðborði í hádeginu miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá kl. 12:00 til kl. 13:30 frá 1.900 kr. á mann.

 

Pizzur að hætti hússins verða á fimmtudagskvöldum frá kl. 18:00 til 21:00 og brunch á sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00 frá 1.900 á mann. Í kjallaranum er boltinn í beinni með léttum veitingum.


Fréttir | 11.3.2020 15:01:46 |

Vestfjarðastofa heldur nokkra fundi um ferðaþjónustu í bæjarkjörnum innan Vestfjarða.

 

Fundurinn í Bolungarvík verður föstudaginn 13. mars 2020 kl. 15:00 í Ráðhússsal Ráðhúss Bolungarvíkur.

 

Fjallað verður um tvö stór verkefni sem framundan eru í vestfirskri ferðaþjónustu, þróun nýrrar ferðamannaleiðar, Vestfjarðaleiðin, annars vegar og hins vegar uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.

 

Ferðaþjónustuaðilar og ferðaþjónar og aðrir áhugasamir um uppbyggingu ferðaþjónustunnar eru hvattir til að mæta.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast.

Óska eftir stúdíó eða 2 herb íbúð frá 1 maí til 1 sept. Gott væri ef einhver húsgögn fylgdu með. Uppl í síma 8658093 eða lbrynjarsson@gmail.com

Eldra efni
Fréttir | 9.3.2020 14:30:00
Fréttir | 2.3.2020 13:39:42
Fréttir | 13.2.2020 10:23:56
Fréttir | 13.2.2020 08:34:33
Fréttir | 12.2.2020 14:22:56
Fréttir | 7.2.2020 11:36:13
Fréttir | 31.1.2020 10:35:20
Fréttir | 29.1.2020 11:48:21
Fréttir | 20.1.2020 13:55:47
Fréttir | 12.12.2019 15:09:22
Fréttir | 9.12.2019 16:36:30
Fréttir | 9.12.2019 09:55:31
Fréttir | 27.11.2019 15:10:14
Fréttir | 27.11.2019 08:52:28
Fréttir | 14.11.2019 16:13:32
Fréttir | 14.11.2019 09:36:03
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.