Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Fréttir | 23.7.2014 10:35:34 | Morgunblaðið

Morgunblaðið greinir frá því í dag að skipunarbréf til þeirra níu sem fá sýslumannsembætti, samkvæmt nýjum lögum um sýslumannsembætti, sem taka gildi þann 1. janúar nk., verði send til viðkomandi úr innanríkisráðuneytinu í vikunni. Sýslumannsembættum á landinu verður fækkað úr 24 í 9 og sömuleiðis verður lögregluumdæmum og þar með embættum lögreglustjóra fækkað úr 15 í 9.


Anna Birna Þráinsdóttur, sem verið hefur sýslumaður í Vík í Mýrdal undanfarin ár, verður sýslumaður á Suðurlandi og verða aðalstöðvar sýslumanns á Selfossi.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, verður samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lögreglustjóri á Suðurlandi og verða aðalstöðvar lögreglunnar á Suðurlandi á Hvolsvelli. Samkvæmt þessu fær ...


Fréttir | 23.7.2014 06:42:37 |

Bolvíkingar eru orðnir langþreyttir á því hve frjálslega bílum er lagt á hafnarsvæði bæjarins. Í flestum tilvikum er þar um að ræða bíla ferðamanna sem halda frá Bolungarvík í nokkura daga langar ferðir í friðlandinu á Hornströndum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er bílum bæði lagt á göngustíg þeim er liggur um hafnarsvæðið en einnig hefur bílum verið lagt þvert yfir aðra akrein götunnar Búðarkants sem er að sumarlagi ein umferðarþyngsta gatan í Bolungarvík. Þar á meðal er mikil umferð lyftara og flutningabíla en um þessa götu fer allur landaður afli í Bolungarvík. Það liggur því í augum uppi að þeir sem leggja bílum með slíkum hætti eru að skapa hættu fyrir aðra vegfarendur, bæði akandi og gangandi, auk þess að viðkomandi ökumenn eru að brjóta gegn 27. gr. ...


Menning og mannlíf | 22.7.2014 23:25:30 |

Nú líður að lokum ævintýra- og íþróttanámskeiði Benna Sig og Heilsubæjarins Bolungarvík. Að venju verður námskeiðinu lokað með hinni sívinsælu tjaldútilegu á lóð grunnskólans. Tjaldútilegan verður á fimmtudaginn kl 17:00 bakvið grunnskólann líkt og verða allir krakkar verða að gista með foreldri/forráðamanni. Námskeiðinu lýkur svo með grillveislu kl 12:00 á föstudaginn en að þessu sinni er grillveislan í boði Golfklúbbs Bolungarvíkur sem einnig hefur hjálpað mikið til við námskeiðið í sumar. Segja má að yfirfullt hafi verið á námskeiðið í sumar en Salóme Halldórsdóttir hefur haft veg og vanda af námskeiðinu í ár og einnig hefur Sif Huld Albertsdóttir verið henni innan handar auk krakka úr vinnuskóla Bolungarvíkurkaupstaðar.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

x64 tölvuþjónusta

Tölvuþjónustan x64 hefur opnað þjónustu sína á efstu hæð frystihússins í Bolungarvík. facebook.com/tolvurogtaekni

Sumarbústaður í Tunguskógi

Til sölu er ca.45 fm. sumarbústaður í Tunguskógi. Upplýsingar í síma 8976795 Palli

Eldra efni
Tilkynningar | 22.7.2014 23:17:04 | bolungarvik.is
Menning og mannlíf | 22.7.2014 22:21:43
Íþróttir | 22.7.2014 11:04:40
Tilkynningar | 17.7.2014 10:06:37
Fréttir | 15.7.2014 00:32:09 | mbl.is
Tilkynningar | 14.7.2014 09:24:33
Fréttir | 14.7.2014 00:00:20
Tilkynningar | 11.7.2014 22:32:28
Tilkynningar | 11.7.2014 22:29:29
Menning og mannlíf | 11.7.2014 19:17:48 | Ragna
Tilkynningar | 7.7.2014 15:25:43
Fréttir | 5.7.2014 00:14:47
Fréttir | 4.7.2014 17:23:21
Tilkynningar | 4.7.2014 12:16:35
Menning og mannlíf | 4.7.2014 00:51:55
Fréttir | 4.7.2014 00:23:23
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vorfagnaður vinkvenna
Fimmtudaginn 15. maí héldu félagskonur í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Bolungarvík Vorfagnað vinkvenna. .

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni