Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 10.5.2019 08:33:52 |

Kvikmyndin Eden verður frumsýnd í kvöld en leikstjóri og höfundur myndarinnar er Bolvíkingurinn Snævar Sölvi Sölvason. Eden er önnur mynd Snævars Sölva sem ratar í kvikmyndahúsin en fyrri myndin var gamanmyndin Albatross sem kom út árið 2015. Albatross fjallaði um líf og störf golfvallarstarfsmanna í Bolungarvík og var að öllu leyti tekin upp í Víkinni fögru.

 

Eden verður sýnd í ísafjarðarbíó nú um helgina og er fyrsta sýningin í kvöld 10. maí kl 20:00 en einnig eru sýningar á sunnudagskvöld kl. 20:00 og mánudagskvöld kl 20:00. Það er 16 ára aldurstakmark inn á myndina og eru Vestfirðingar yfir þeim aldri hvattir til að mæta í bíó um helgina og sjá þessu fersku vestfirsku bíómynd.

 

Hér má sjá trailer úr myndinnni en hann er nú þegar kominn með yfir 100 þúsund áhorf:


Fréttir | 7.5.2019 11:56:19 |

Vinna við endurskoðun sóknaráætlunar Vestfjarða fer fram 29. maí 2019 frá kl 11:30-16:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur á vegum Vestfjarðarstofu. 

 

Fundurinn er öllum opin. 

 

Dagskrá

 

Skráning og hádegismatur
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu
Héðinn Unnsteinsson Capacent Sóknaráætlun Vestfjarða – tækifæri til framtíðar
Sævar Kristinsson KPMG sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum árið 2035
Ragnheiður H. Magnúsdóttir formaður Tækninefndar Vísinda- og Tækniráðs Fjórða iðnbyltingin - Tækifæri í dreifðum byggðum
Þórey Vilhjálmsdóttir Capacent Framtíðarstraumar og stefnur
Vinnustofur um framtíðarsýn fyrir Vestfirði

 


Nýfæddir Víkarar | 26.4.2019 13:31:39 |

Föstudaginn 12. apríl fæddist nýr Bolvíkingur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þar var um að ræða stúlku, Lilju Magnúsdóttur, sem var 50 cm á lengd og 3760 grömm að þyngd við fæðingu. Foreldrar stúlkunnar eru þau Annika Behnsen og Magnús Ingi Jónsson. Ljósmóðirin sem tók á móti stúlkunni var Björg Sigurðardóttir. Frá þessu er greint á nýburasíðu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.


Veistu um nýfædda Víkara sem ættu heima á þessum vef? Ef svo er, máttu senda mynd og tilheyrandi upplýsingar á vikari@vikari.is


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 24.4.2019 22:53:41
Fréttir | 24.4.2019 08:40:09
Fréttir | 19.4.2019 13:58:35
Fréttir | 15.4.2019 15:37:15
Fréttir | 5.4.2019 13:55:31
Fréttir | 5.4.2019 13:50:23
Fréttir | 29.3.2019 08:21:00
Fréttir | 28.3.2019 15:47:18
Fréttir | 27.3.2019 13:59:47
Fréttir | 27.3.2019 13:26:36
Fréttir | 20.3.2019 13:40:57
Fréttir | 20.3.2019 10:30:33
Fréttir | 20.3.2019 07:15:52
Menning og mannlíf | 27.2.2019 10:44:52
Menning og mannlíf | 26.2.2019 23:45:10
Fréttir | 25.2.2019 13:43:47
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.