Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.7.2018 15:34:41 |

Ný stuttmynd um Óshlíðina eftir Söruh Thomas og Jon Randall frumsýnd. 

 

Viðtöl, fróðleikur, söngur og fagrar myndir. Kvikmyndin er með ensku og íslensku tali og enskum skjátexta og sýningartími er 30 mínútur. 

 

Sýningar

  • Sunnudaginn 22. júlí kl. 20 á Óseyrarhlíðinni í fyrsta vegskálanum Ísafjarðar megin
  • Mánudaginn 23. júlí kl. 20 í Edinborgarsal Edinborgarhúsins á Ísafirði

 

Vegna sýningar í vegskála þá eru gestir beðnir um að leggja bílum í Hnífsdal eða á Skarfaskeri eða í versta falli í Seljadal og gangið eða hjólið síðasta spölinn að vegskálanum.

 

Miðaverð er 1.000 kr. í reiðufé.

 

DVD er til sölu. 

 


Tilkynningar | 20.7.2018 15:06:11 |

Laus er til umsóknar 90% staða við leikskólann Glaðheima. 

Um er að ræða 50% stöðu í eldhúsi og 40% stöðu á deild. 

 

Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli með um 50 börn.

Í leikskólanum er unnið með lífsleikni í leikskóla sem byggist á dygðakennslu. Mikil áhersla er einnig lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu og er verið að innleiða verkefnið Heilsueflandi leikskóli. 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og VSB. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Reynsla og áhugi á hollum matarvenjum og matseld æskileg
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
Stundvísi
Hreint ...


Fréttir | 18.7.2018 11:21:24 |

Aðsókn að markaðshelginni í Bolungarvík var með mesta móti í ár. 

 

Yfir tuttugu söluaðilar voru á markaðstoginu á laugardeginum og hafa ekki verið fleiri í langan tíma. Allur matur seldist upp og mikið af alls kyns varningi. 

 

Heimboð var í listaskála Kampa á fimmtudeginum þar sem hægt var að skoða þá aðstöðu sem listamenn geta fengið aðgang að til að vinna að list sinni í Bolungarvík en aðalrýmið hentar einkar vel fyrir gerð stærri listaverka. Unnið er að standsetningu íbúðar sem fylgja mun rýminu. Um kvöldið voru tónleikar KK Bands í boði í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

 

Á föstudeginum var Kjörbúðin með grillveislu og markaðsdagsmótið í golfi fór fram á Syðridalsvelli. Leikfyrirkomulag var Texas Scramble, eða tveir í liði, og má sjá yfirlit yfir úrslitin ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 4.7.2018 15:58:24
Fréttir | 4.7.2018 15:17:42
Fréttir | 2.7.2018 12:17:15
Fréttir | 11.6.2018 13:52:27
Fréttir | 6.6.2018 14:37:20
Fréttir | 4.6.2018 16:17:22
Fréttir | 4.6.2018 16:07:13
Fréttir | 31.5.2018 08:35:16
Fréttir | 29.5.2018 10:22:49
Fréttir | 29.5.2018 10:09:59
Fréttir | 29.5.2018 10:06:54
Fréttir | 28.5.2018 11:31:19
Fréttir | 22.5.2018 14:01:38
Fréttir | 15.5.2018 10:37:03
Fréttir | 14.5.2018 14:04:31
Fréttir | 14.5.2018 13:59:38
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.