Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 22.5.2015 22:03:19 |

Gulu miðarnir sem hafa glatt hjörtu Bolvíkinga undanfarna daga eru sumarkveðja frá vinum Bolungarvíkur. Þó vinirnir séu ekki nafngreindir eru skilaboð þeirra til bæjarbúa jákvætt innlegg í bæjarbraginn. Vinir Bolungarvíkur vilja koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis...

 

Nú trúi ég og treyst'á
að takist einsog stefnt var að:
Við fáum hugi samein-að
á nýjum stað.
Ég trúi því að nú sé lag,
það komi tíð með bættum hag,
og dagur eftir þennan dag
á nýjum stað...


Fréttir | 22.5.2015 16:06:18 |

Ætlunin er að bæjarbúar taki höndum saman og fari yfir bæjarlandið á milli kl. 18-20 í dag föstudag. Íbúar ofan Völusteinsstrætis hittast á mótum Holtabrúnar og Þjóðólfsvegar og skipti sér á tvö svæði. Íbúar neðan Völusteinsstrætis hittast við sundlaugina og skipta sér á tvö svæði.

 

Tómir ruslapokar verða afhentir við upphaf átaksins við sundlaug og skógrækt. Síðan verður tekið við þeim (fullum) á planinu við sundlaugina.

 

Að átaki loknu verður góðgæti á grillinu við félagsheimilið kl. 20:00.

 

Sumir tóku daginn snemma og hreinsuðu til í kringum sinn vinnustað eins og sést á meðfylgjandi mynd.


Menning og mannlíf | 21.5.2015 23:36:37 |

Þegar bolvíkingar fóru á stjá í morgunsárið blasti við þeim gulir miðar sem búið var að hengja upp á stofnanir og fyrirtæki í bænum. Miðarnir voru með textabrotum úr þekktum íslenskum lögum sem pössu vel við hvern stað. Hvert svo sem tilefnið var eða hverjir voru þarna að verki er enn óljóst en bæjarbúar kunnu vel að meta þetta uppátæki og gerði daginn enn betri.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Menning og mannlíf | 21.5.2015 17:01:13
Fréttir | 10.5.2015 13:06:33
Tilkynningar | 10.5.2015 12:50:01
Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09
Fréttir | 7.5.2015 20:07:34
Menning og mannlíf | 4.5.2015 19:57:26
Menning og mannlíf | 20.4.2015 22:56:10
Tilkynningar | 20.4.2015 21:00:00
Nýfæddir Víkarar | 20.4.2015 18:25:45
Fréttir | 16.4.2015 15:22:30
Fréttir | 16.4.2015 11:53:09
Fréttir | 16.4.2015 10:57:18
Menning og mannlíf | 13.4.2015 21:34:36 | Morgunblaðið
Fréttir | 12.4.2015 16:10:22
Menning og mannlíf | 9.4.2015 12:18:46
Menning og mannlíf | 29.3.2015 09:58:30
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni