Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 14.3.2018 23:07:32 | bb.is

Árið 2017 var eitt allra besta árið í Bolungarvíkurhöfn þegar kemur að lönduðum bolfiskafla. Alls komu rúmlega 18 þúsund tonn á land en það var þó um 1.200 tonn en árið áður sem var metár hjá höfninni. Þetta þýðir að í hverjum mánuði fóru að jafnaði um 1.500 tonn af fiski um höfnina.

 

Mestur afli kom af dragnótarbátum eða um 5.800 tonn, línubátar komu næstir með 5.500 tonn og afli úr botntrolli var 5.400. Afli handfærabáta var tæp 800 tonn en heldur minna fékkst í önnur veiðarfæri.

 

Aflahæst skipa var skuttogarinn Sirrý ÍS með 5.355 tonn en næst kom dragnótarbáturinn Ásdís ÍS með 1.570 tonn en eldra skip með sama nafni var með 269 tonn sem þýðir að áhöfnin á Ásdísi landaði samtals 1.839 tonnum árið 2017. Dragnótarbátarnir Þorlákur ÍS og ...


Menning og mannlíf | 14.3.2018 15:21:24 | bb.is

Björgunarsveitin Ernir stendur fyrir hangikjétsveislu í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 17. mars næstkomandi. Veislan er nú haldin í annað sinn og er til fjáröflunar fyrir björgunarsveitina og er því kjörið tækifæri fyrir velunnara björgunarsveitarinnar að mæta á viðburðinn og njóta ljúffengra veitinga og eiga góða kvöldstund saman. Veislustjóri verður Ómar Örn Sigmundsson og boðið verður upp á hangikjét, grænar baunir, rauðkál og jafning, ís, ávexti og rjóma og kaffi í eftirrétt. Auk þess verða skemmtiatriði og happdrætti með glæsilegum vinningum úr heimabyggð. Þá mun Hjörtur Traustason mæta með gítarinns og spila fyrir gesti fram eftir nóttu og má því búast við hörkufjöri sem enginn má láta fram hjá sér fara.
 

Athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi kemst í hangikjétsveisluna ...


Menning og mannlíf | 13.3.2018 17:14:11 |

Á dögunum var opnuð ný heimasíða, www.bolvikingar.is, þar sem safnað er saman gömlum myndum frá Bolungarvík. Vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu af áhugafólki um varðveislu á gömlu myndefni og sögum um liðinn tíma í Bolungarvík. Upphafsmaðurinn að verkefninu er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, en ýmsir aðilar hafa skráð sig til að setja efni inn á vefinn. Bolvíkingar.is er ætlað að vera vitnisburður um liðna tíma í Bolungarvík og má þar sjá myndir í nokkrum flokkum þar sem athyglinni er m.a. beint að fólkinu, húsunum og skipunum í Bolungarvík.


Nú þegar er fjölda mynda kominn inn á vefinn og koma þær úr ýmsum áttum. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Bolvíkingar.is vex og dafnar eftir því sem meira efni safnast inn á síðuna. Þeir ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 13.3.2018 10:33:53
Fréttir | 6.3.2018 14:38:41
Fréttir | 2.3.2018 11:41:10
Fréttir | 1.3.2018 11:56:05
Fréttir | 28.2.2018 09:09:53
Menning og mannlíf | 21.2.2018 09:27:05
Víkari vikunnar | 16.2.2018 20:03:01
Fréttir | 16.2.2018 11:27:28 | mbl.is
Fréttir | 15.2.2018 13:00:52
Fréttir | 15.2.2018 09:43:41
Fréttir | 12.2.2018 08:06:20
Menning og mannlíf | 9.2.2018 21:05:32
Menning og mannlíf | 9.2.2018 12:37:48
Fréttir | 7.2.2018 14:29:17
Tilkynningar | 7.2.2018 13:42:31
Fréttir | 1.2.2018 14:14:12
Myndbandið
Næstu viðburðir
laugardagur, 24. mars 2018
Almennur íbúafundur

Almennur íbúafundur í Bolungarvík verður haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

 

 

Nýjustu myndirnar