Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 9.11.2017 08:50:25 |

Samstarfshópur um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum býður til opins fundar um áætlunargerðina miðvikudaginn 15. nóvember klukkan 17:00-19:00 í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

 

Markmið fundarins er að upplýsa íbúa, hagsmunaaðila og landeigendur um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hornstrandafriðlandið og kalla eftir skoðunum heimamanna um þau málefni sem fjallað verður um í áætluninni.

 

Stjórnunar- og verndaráætlunin er unnin skv. 81. gr. laga um náttúruvernd 60/2013 en þar segir m.a.

 

Í stjórnunar- og verndaráætlun skal m.a. fjallað um landnýtingu, landvörslu, vöktun, uppbyggingu, fræðslu og miðlun upplýsinga, verndaraðgerðir og aðgengi ferðamanna, þar á meðal aðgengi fatlaðs fólks. Ef ekki hafa verið settar sérstakar reglur um umferð manna og ...


Fréttir | 1.11.2017 08:53:44 |

Söngleikurinn Matilda verður sýndur í Félagsheimili Bolungarvíkur í lok nóvember. 

 
Það er Halldóra Jónasdóttir sem stendur að sýningunni en hún bæði leikstýrir verkinu og hefur þýtt leiktextann og alla söngtextana. 
 

Halldóra er Bolvíkingum að góðu kunn en hún er dóttir Sólrúnar Geirsdóttur, kennara við menntaskólann, og Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns. 
 

Halldóra stundar nám við kennaradeild Háskóla Íslands og er sýningin hluti af útskriftarverkefni hennar úr grunnnáminu næsta vor.
 

Sýningin er stútfull af gleði, drama, tónlist og sprelli en hún fjallar um lítinn snilling að nafni Matilda, hún er ekki metin að verðleikum heima hjá sér og í skólanum þarf hún að horfa upp á mikið óréttlæti. Matilda reynir að berjast gegn öllu ...


Fréttir | 31.10.2017 09:16:17 |

Félagar í Björgunarsveitinni Erni munu ganga í hús 2.-4. nóvember og selja neyðarkall björgunarsveitanna. 

 

Neyðarkallin í ár er vélsleðakall. 

 

Neyðarkall björgunarsveitanna er fjáröflun björgunarsveita landsins. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.

 

Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast til leigu.

Hjón óska eftir íbúð eða húsi til leigu í Bolungavík. Uppl.í síma 8614249 eða á asgeirfj@gmail.com

Eldra efni
Fréttir | 27.10.2017 09:36:35
Fréttir | 19.10.2017 10:23:22
Fréttir | 13.10.2017 14:35:10
Fréttir | 11.9.2017 11:08:37
Fréttir | 11.9.2017 11:05:20
Fréttir | 5.9.2017 09:33:56
Fréttir | 5.9.2017 08:46:24
Fréttir | 31.8.2017 08:50:55
Fréttir | 24.8.2017 15:32:29
Fréttir | 23.8.2017 13:16:23
Fréttir | 23.8.2017 11:15:08
Fréttir | 18.8.2017 10:41:43
Fréttir | 16.8.2017 09:39:55
Fréttir | 14.8.2017 11:10:08
Fréttir | 18.7.2017 10:13:21
Fréttir | 18.7.2017 10:00:26
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.