Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 26.5.2017 11:26:28 |

Dagana 29. maí-4. júní er hreyfivika Heilsubæjarins Bolungarvíkur.

 

Heilsubærinn hvetur alla til þess að taka þátt í fjörinu með okkur. Allt er frítt og hentar fyrir alla aldurshópa. Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Dagskráin byrjar með sundkeppni allra sveitarfélaga út alla hreyfivikuna.

  • Mánudagur 29. maí: Bjöllur hjá Karítas kl. 17:15-18:15.
  • Þriðjudagur 30. maí: Golfkennsla fyrir börn kl. 16-17 og golfkennsla fyrir fullorðna kl. 20-21. Kennarar eru Janusz og Chatchai.
  • Miðvikudagur 31. maí:  Sundkennsla hjá Herdísi sundþjálfara kl. 17:00-18:00.
  • Fimmtudagur 1. júní: Golfkennsla fyrir börn kl. 16-17. Kennarar eru Janusz og Chatchai.
  • Föstudagur 2. júní: Föstudagsfjör í sundlauginni, tónlist og gleði og úti-fimleikar hjá Laddawan kl. 14:00-15:00 bak við skólann.
  • Laugardagur 3. júní: Samflot í ...

Fréttir | 26.5.2017 10:52:50 |

Nýr vefur tónlistarskólans var tekinn í notkun í vikunni.

 

Á vef skólans, ts.bolungarvik.is, geta vefnotendur m.a. kynnt sér sögu skólans og þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. 

 

Notendur geta einnig sótt um skólavist með rafrænum hætti.


Fréttir | 17.5.2017 09:11:42 |

Bolvíkingurinn Helga Guðmundsdóttir er 100 ára í dag.

 

Helga er fædd 17. maí 1917 á Blesastöðum á Skeiðum. Þar ólst hún upp, ein 14 systkina sem náðu fullorðinsaldri en tvö systkini hennar létust í æsku.

 

Helga giftist Bolvíkingnum Gunnari Halldórssyni og flutti til Bolungarvíkur árið 1952. Þau eignuðust þrjú börn. 

 

Eftir því sem best er vitað er Helga fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri.

 

Víkari óskar Helgu og ástvinum hennar til hamingju með daginn. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 9.5.2017 10:21:09
Fréttir | 5.5.2017 14:04:23
Salt
Fréttir | 4.5.2017 15:54:03
Fréttir | 4.5.2017 10:13:37
Fréttir | 30.4.2017 08:27:07
Fréttir | 26.4.2017 16:11:04
Fréttir | 26.4.2017 15:11:00
Fréttir | 7.4.2017 00:09:34
Fréttir | 5.4.2017 20:36:03
Fréttir | 3.4.2017 22:52:41
Fréttir | 2.4.2017 22:36:42
Fréttir | 30.3.2017 20:07:48
Fréttir | 27.3.2017 15:10:59
Fréttir | 27.3.2017 12:44:25
Fréttir | 20.3.2017 20:42:14
Fréttir | 19.3.2017 15:11:28
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.