Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.7.2018 15:34:41 |

Ný stuttmynd um Óshlíðina eftir Söruh Thomas og Jon Randall frumsýnd. 

 

Viðtöl, fróðleikur, söngur og fagrar myndir. Kvikmyndin er með ensku og íslensku tali og enskum skjátexta og sýningartími er 30 mínútur. 

 

Sýningar

  • Sunnudaginn 22. júlí kl. 20 á Óseyrarhlíðinni í fyrsta vegskálanum Ísafjarðar megin
  • Mánudaginn 23. júlí kl. 20 í Edinborgarsal Edinborgarhúsins á Ísafirði

 

Vegna sýningar í vegskála þá eru gestir beðnir um að leggja bílum í Hnífsdal eða á Skarfaskeri eða í versta falli í Seljadal og gangið eða hjólið síðasta spölinn að vegskálanum.

 

Miðaverð er 1.000 kr. í reiðufé.

 

DVD er til sölu. 

 


Fréttir | 18.7.2018 11:21:24 |

Aðsókn að markaðshelginni í Bolungarvík var með mesta móti í ár. 

 

Yfir tuttugu söluaðilar voru á markaðstoginu á laugardeginum og hafa ekki verið fleiri í langan tíma. Allur matur seldist upp og mikið af alls kyns varningi. 

 

Heimboð var í listaskála Kampa á fimmtudeginum þar sem hægt var að skoða þá aðstöðu sem listamenn geta fengið aðgang að til að vinna að list sinni í Bolungarvík en aðalrýmið hentar einkar vel fyrir gerð stærri listaverka. Unnið er að standsetningu íbúðar sem fylgja mun rýminu. Um kvöldið voru tónleikar KK Bands í boði í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

 

Á föstudeginum var Kjörbúðin með grillveislu og markaðsdagsmótið í golfi fór fram á Syðridalsvelli. Leikfyrirkomulag var Texas Scramble, eða tveir í liði, og má sjá yfirlit yfir úrslitin ...


Fréttir | 4.7.2018 15:58:24 |

Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkur stendur fyrir keppni um best skreyttu húsin um markaðshelgina.

 

Sérleg dómnefnd á vegum ráðsins mun skoða húsin og velja úr. 

 

Síðast var haft á orði að bláa-hverfið hefði almennt ekki verið eins vel skreytt og rauða-hverfið. Nú býðst bláum tækifæri á að gera betur. 

 

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. 

 

Úrslitin verða kynnt á brekkusöngnum á föstudagskvöldið þar sem fjörið logar. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 4.7.2018 15:17:42
Fréttir | 2.7.2018 12:17:15
Fréttir | 11.6.2018 13:52:27
Fréttir | 6.6.2018 14:37:20
Fréttir | 4.6.2018 16:17:22
Fréttir | 4.6.2018 16:07:13
Fréttir | 31.5.2018 08:35:16
Fréttir | 29.5.2018 10:22:49
Fréttir | 29.5.2018 10:09:59
Fréttir | 29.5.2018 10:06:54
Fréttir | 28.5.2018 11:31:19
Fréttir | 22.5.2018 14:01:38
Fréttir | 15.5.2018 10:37:03
Fréttir | 14.5.2018 14:04:31
Fréttir | 14.5.2018 13:59:38
Fréttir | 9.5.2018 16:24:52
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.