Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 9.10.2015 17:43:37 |

Ungmennafélag Bolungarvíkur og Íslandsbanki skrifuðu í morgun undir samstarfssamning til tveggja ára. Í áraraðir hefur Sparisjóður Bolungarvíkur verið helsti styrktaraðili UMFB en núna mun Íslandsbanki taka við keflinu og styðja við íþrótta- og ungmennastarf í Bolungarvík. Um leið og UMFB þakkar Íslandsbanka fyrir að taka vel á móti félaginu er vonast eftir að samstarfið eigi eftir að vera langt og farsælt.


Fréttir | 5.10.2015 16:19:13 |

Stjórn Skátafélagsins Gagnherja í Bolungarvík kom færandi hendi á fund bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í liðinni viku.

 

Erindið var að færa Félagsheimili Bolungarvíkur gjafabréf að fjárhæð kr. 2.128.502,- til lokafrágangs í sal félagsheimilisins og til kaupa á búnaði í eldhús.

 

Bolungarvíkurkaupstaður færði félaginu miklar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.


Fréttir | 30.9.2015 17:00:00 |

Aðfaranótt mánudagsins 28. september 2015 var tunglmyrkvi.  Myrkvinn hófst klukkan 00:12, náði hámarki klukkan 02:45 og lauk klukkan 05:22.

Í Bolungarvík var gott skyggni og tunglið skartaði sínu fegursta aðfaranótt mánudagsins. Hafþór Gunnarsson pípulagningameistari og áhugaljósmyndari vakti eftir tunglmyrkvanum, sem varð almyrkvi, og sendi Víkara þær myndir sem fylgja þessari frétt.

Tunglmyrkvinn þann 28. september er annar tunglmyrkvi ársins 2015 en fyrsti almyrkvinn sem sást að öllu leyti frá Íslandi síðan 21. desember 2010 (heimild stjornufraedi.is)


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Fréttir | 26.9.2015 17:12:27
Fréttir | 25.9.2015 11:39:35
Fréttir | 25.9.2015 07:00:00
Fréttir | 24.9.2015 14:35:07
Fréttir | 24.9.2015 09:07:32
Fréttir | 21.9.2015 23:07:32
Fréttir | 21.9.2015 09:37:08
Fréttir | 18.9.2015 18:20:06
Fréttir | 18.9.2015 15:51:47
Fréttir | 18.9.2015 10:52:42
Fréttir | 18.9.2015 07:00:00
Fréttir | 16.9.2015 16:07:22
Fréttir | 16.9.2015 13:00:00
Fréttir | 16.9.2015 08:22:12
Fréttir | 14.9.2015 15:18:42
Fréttir | 11.9.2015 15:59:21
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni