Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 10.12.2014 14:04:29 |

Óveðrið sem Bolvíkingar hafa fengið að kynnast undanfarinn sólarhring hefur haft talsverð áhrif á daglegt líf bæjarbúa. Ekkert skólahald var í Grunnskóla Bolungarvíkur eða leikskólanum Glaðheimum í dag og kennsla fellur niður í Tónlistarskóla Bolungarvíkur. Einnig er gámastöðin lokuð líkt og afgreiðsla sparisjóðsins lokuð en erindum þó svarað í síma. Ýmsum viðburðum sem vera áttu í dag hefur verið frestað, t.a.m. litlu jólunum á Sjúkraskýlinu sem frestað er til morguns og jólafundi Lionsmanna en ný dagsetning á honum er miðvikudagurinn 17. desember kl. 19. Ekki er útlit fyrir að veðrið sé að ganga niður í bráð en þó er spáð örlítið hægari vindi á morgun.


Fréttir | 7.12.2014 18:42:01 |

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Óshlíð bókin SKJÓTTU Á TUNGLIÐ MAÐUR eftir Sigurvin Guðbjartsson.

Sigurvin Guðbjartsson , höfundur þessarar bókar, er kunnur hagyrðingur á sínum heimaslóðum. Hann hefur ort fyrir mannfagnaði  í Bolungavík og hjá Grunnvíkingum auk annarra tilefna. Þessi bók hefur að geyma nokkuð af þeim kveðskap. Meginefni bókarinnar er hins vegar bernskuminningar hans frá árunum fyrir fermingu þegar hann var að alast upp í Skálavík og Bolungavík. Hann greinir frá veru sinni á fjórum sveitabæjum í nágrenni Bolungavíkur og inni í Djúp þar sem hann tók þátt í sumarstörfum í sveit auk þess að vera mjólkurpóstur. Frásagnir hans eru látlausar og mótaðar af hlýhug og virðingu á samferðamönnunum.

Bókin er til sölu hjá höfundinum s. 456-7214  og útgefanda s. 8440179  ...


Fréttir | 6.12.2014 02:05:10 |

Í dag er langur laugardagur hjá bolvíska handverksfólkinu í Drymlu. Opið verður kl. 11 - 17 og verður heitt á könnunni og sjálfsagt eitthvað bakkelsi með kaffinu. Í Drymlu má fá fjölbreytt úrval af handverki og skarti sem hentar í flesta almennilega jólapakka. Óhætt er að hvetja Bolvíkinga og nágranna til að bregða sér í Drymlu í dag og gera þar góð kaup fyrir jólin.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

Hlíðarstræti 8 til sölu.

Húsið er 120 m2 og áfastur 23 m2 bílskúr sem er í dag herbergi og geymsla. Samtals 4 svefnherbergi. Einnig 6 m2 garðhús. Tilboð óskast. U. 8920854

Eldra efni
Fréttir | 6.12.2014 01:57:42
Fréttir | 3.12.2014 23:01:48
Fréttir | 26.11.2014 17:13:13
Fréttir | 24.11.2014 23:21:05
Fréttir | 7.11.2014 00:03:27
Fréttir | 31.10.2014 23:12:05
Fréttir | 30.10.2014 23:18:04 | bolungarvik.is
Fréttir | 22.10.2014 12:46:25
Fréttir | 16.10.2014 18:30:20
Fréttir | 15.10.2014 18:21:41
Fréttir | 13.10.2014 12:45:10
Fréttir | 7.10.2014 14:08:11
Fréttir | 4.10.2014 18:50:30
Fréttir | 3.10.2014 07:32:48
Fréttir | 2.10.2014 22:25:24 | Fiskifréttir
Fréttir | 2.10.2014 22:11:04 | bb.is
Næstu viðburðir
miðvikudagur, 24. desember 2014
Aftansöngur í Hólskirkju

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18.00.

fimmtudagur, 25. desember 2014
Hátíðarmessa á jóladag

Hátíðarmessa á jóladag kl. 14.00.

sunnudagur, 28. desember 2014
Jólaball Brautarinnar

Jólaball Brautarinnar Sunnudaginn 28. desember kl 14 verður jólaball í Grunnskólanum. Heyrst hefur að jólasveinar muni láta sjá sig! Frítt inn

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni