Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 22.5.2015 16:06:18 |

Ætlunin er að bæjarbúar taki höndum saman og fari yfir bæjarlandið á milli kl. 18-20 í dag föstudag. Íbúar ofan Völusteinsstrætis hittast á mótum Holtabrúnar og Þjóðólfsvegar og skipti sér á tvö svæði. Íbúar neðan Völusteinsstrætis hittast við sundlaugina og skipta sér á tvö svæði.

 

Tómir ruslapokar verða afhentir við upphaf átaksins við sundlaug og skógrækt. Síðan verður tekið við þeim (fullum) á planinu við sundlaugina.

 

Að átaki loknu verður góðgæti á grillinu við félagsheimilið kl. 20:00.

 

Sumir tóku daginn snemma og hreinsuðu til í kringum sinn vinnustað eins og sést á meðfylgjandi mynd.


Fréttir | 10.5.2015 13:06:33 |

Jakob Guðmundur Rúnarsson hefur varið doktorsritgerð í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist Einhyggja, þróun og framfarir. Heimspeki Ágústs H. Bjarnasonar. Vörnin fór fram 20. apríl síðastliðinn í Hátíðarsal HÍ. Jakob Guðmundur er fæddur 15. febrúar 1982 og ólst upp á Þverfelli í Lundarreykjadal en foreldrar hans eru Rúnar Hálfdánarson frá Bolungarvík (Uppsalaætt) og Inga Helga Björnsdóttir. Jakob Guðmundur lauk tvöfaldri B.A. gráðu í heimspeki og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og meistaragráðu í Intellectual History frá háskólanum í Sussex í Englandi árið 2008.

 

Andmælendur voru dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson og dr. Jörgen Pind. Dr. Gunnar Harðarson, prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild, var ...


Fréttir | 7.5.2015 20:07:34 |

Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Bolungarvíkur hafa síðastliðin ár unnið að hinum ýmsu samstarfsverkefnum við kennara og nemendur víðsvegar um heiminn í gegnum eTwinning. Kennarar sem og nemendur skólans hafa getið sér góðs orðs innan eTwinning fyrir gott samstarf og má með sanni segja að verkefnin sem skólinn hefur tekið þátt í séu mörg, fjölbreytt og skemmtileg.

 

Í dag, 7. maí, í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning voru Evrópuverðlaun eTwinning afhent í Brussel við hátíðlega athöfn. Zofia Marciniak kennari við Grunnskóla Bolungarvíkur var á verðlaunahátíðinni þar sem hún tók við verðlaunum fyrir verkefni sitt "Art connects us" ásamt félögum sínum úr verkefninu frá Póllandi, Slóveníu, Tyrklandi, Spáni og Frakklandi. Tinna Róbertsdóttir nemandi 7. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur fékk þann ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 16.4.2015 15:22:30
Fréttir | 16.4.2015 11:53:09
Fréttir | 16.4.2015 10:57:18
Fréttir | 12.4.2015 16:10:22
Fréttir | 29.3.2015 09:29:09
Fréttir | 27.3.2015 16:01:43
Fréttir | 26.3.2015 15:00:00
Fréttir | 26.3.2015 13:00:00
Fréttir | 25.3.2015 22:52:44
Fréttir | 25.3.2015 22:27:59
Fréttir | 20.3.2015 17:01:33
Fréttir | 18.3.2015 22:26:50
Fréttir | 18.3.2015 17:16:45
Fréttir | 11.2.2015 12:21:30
Fréttir | 20.1.2015 13:11:35 | bolungarvik.is
Fréttir | 8.1.2015 12:31:10 | bb.is
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni