Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 29.3.2015 09:29:09 |

Að venju verður góður opnunartími í Sundlaug Bolungarvíkur í Dymbilviku og yfir páskahátíðina. Þannig verður opið frá kl. 7:00 að morgni til kl. 21:00 að kvöldi mánudaginn 30. mars, þriðjudaginn 31. mars og miðvikudaginn 1. apríl en frá skírdegi 2 apríl og fram á annan dag páska 6. apríl verður opið frá kl. 10:00 til kl. 18:00.

 

Sauna er einnig opið þessa daga fyrir gesti í sundlaug, nema laugardaginn fyrir páska þá er sauna opið sérstaklega fyrir konur  frá kl. 13:00 til kl. 15:30 og fyrir karla  frá kl 15:30 til kl. 18:00.

 

Eins og flestir vita er Sundlaug Bolungarvíkur afar vinsæl yfir páskahátíðina enda er sundlaugin búin frábærum sundlaugargarði með heitum pottum, vaðlaug og vatnsrennibraut auk þess sem alltaf er heitt á könnunni hjá starfsmönnum Musteris vatns og vellíðunar í Bolungarvík.


Fréttir | 27.3.2015 16:01:43 |

Bolvíski línubáturinn Hálfdán Einarsson ÍS-128 kom með metafla að landi í Bolungarvík í gærkvöldi en eftir endurvigtun var niðurstaðan 27,4 tonn og var aflinn nær eingöngu steinbítur sem fékkst út af Horni. Líklega er um að ræða Íslandsmet í afla í einni veiðiferð hjá báti af þessari stærð en Hálfdán Einarsson ÍS er 30 brúttótonna krókaaflamarksbátur. Fyrra met átti Bíldsey SH sem kom með 26,3 tonn að landi í ágúst 2013. Hálfdán Einarsson ÍS er gerður út af Völusteini ehf í Bolungarvík og skipstjóri á bátnum er Björn Elías Halldórsson en aðrir í áhöfninni eru Guðbjarni Karlsson og Birgir Loftur Bjarnason.


Fréttir | 26.3.2015 15:00:00 |

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt að þrjú viðhalds- og endurbótaverkefni verði sett í útboð á næstu dögum.

 

Í fyrsta lagi er um að ræða framkvæmdir við nýja starfsmannaaðstöðu í íþróttamiðstöðinni Árbæ og mun nýja aðstaðan verða í því rými sem áður fyrr hýsti m.a. fatahengi og miðasölu. Um verður að ræða mikla breytingu á aðbúnaði fyrir starsfólk en auk þess mun íþróttamiðstöðin fá frískari blæ þar sem starfmannaaðstaðan mun fá nýja glugga, bæði inn í afgreiðslusalinn sem og út á stéttina fyrir framan innganginn í íþróttamiðstöðina.

 

Íþróttahúsið sjálft mun einnig fá upplyftingu þar sem nú verður boðin úr málun á ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 26.3.2015 13:00:00
Fréttir | 25.3.2015 22:52:44
Fréttir | 25.3.2015 22:27:59
Fréttir | 20.3.2015 17:01:33
Fréttir | 18.3.2015 22:26:50
Fréttir | 18.3.2015 17:16:45
Fréttir | 11.2.2015 12:21:30
Fréttir | 20.1.2015 13:11:35 | bolungarvik.is
Fréttir | 8.1.2015 12:31:10 | bb.is
Fréttir | 8.1.2015 11:59:29
Fréttir | 31.12.2014 12:40:19
Fréttir | 30.12.2014 00:14:44
Fréttir | 28.12.2014 22:39:55
Fréttir | 10.12.2014 14:04:29
Fréttir | 7.12.2014 18:42:01
Fréttir | 6.12.2014 02:05:10
Næstu viðburðir
fimmtudagur, 2. apríl 2015
Fermingarmessa á skírdag kl.11:00.

Fermingarmessa á skírdag kl. 11:00. Fermd verða: Karolína Sif Benediktsdóttir, Kristinn Hallur Arnarsson og Kristjana Berglind Finnbogadóttir.

föstudagur, 3. apríl 2015
Spilavist í Einarshúsi

Spilavistin hefst kl. 21:00

föstudagur, 3. apríl 2015
Póker í Einarshúsi

Póker í Kjallaranum kl. 14:00 föstudaginn langa.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni