Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 27.11.2015 09:51:18 |

Tónleikar voru haldnir í Hallgrímskirkju sunnnudaginn 22. nóvember 2015 til styrktar orgelsjóði Hólskirkju í Bolungarvík. 

 

Boðið var uppá veglega dagskrá með glæsilegu tónlistarfólki sem allt gaf vinnu sína. 

 

Um 1000 manns mættu á tónleikana og fylltu kirkjuna. Mikil stemmning myndaðist sem náði hámarki þegar Sigrún Pálmadóttir og blandaður kór sem samanstóð af Kirkjukór Bolungarvíkur, karlakórnum Esju og sönghópnum Veirunum söng lagið þekkta, Ó, helga nótt

 

Undir lokin sameinuðust kirkjugestir og sungu Í Bolungarvíkinni er björgulegt lífið við undirleik Ólafs Kristjánssonar. 

 

Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir Bolvíkingar komið saman undir sama þaki og reyndar var fjöldi kirkjugesta álíka og búa í Víkinni fögru. 


Fréttir | 25.11.2015 15:56:46 |

Laugardaginn 28. nóvember kl. 14  verða ljósin á jólatrénu við félagsheimilið tendruð.

 

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, flytur hugvekju, kirkjukór Bolungarvíkur syngur og 6. bekkur grunnskólans býður upp á jólasmákökur og súkkulaði.

 

Dansað verður kringum jólatréð og vonandi koma jólasveinar til okkar ef Grýla man eftir að vekja þá.


Fréttir | 19.11.2015 14:38:04 |

Tryggjum líf, heilsu, öryggi og eignir fjölskyldna okkar. 

 

Nú þegar styttast fer í aðventu viljum við hjá slökkviliðinu gera hvað við getum til að aðstoða íbúa Bolungarvíkur til þess að tryggja öryggi heimila og vinnustaða sem best.

 

Núna á laugardaginn, 21. nóvember, kemur löggilt skoðunarstofa sem skoðar, yfirfer og fyllir á handslökkvitæki og verður staðsett hjá okkur á slökkvistöðinni.

 

Opið verður frá kl. 10 – 16.

 

Yfirfara á handslökkitæki helst á hverju ári, alls ekki minna en á 2ja ára fresti, til að tryggja að þau séu í lagi. Fyirtækjum ber lögum samkvæmt að láta skoða tækin árlega. Allir geta komið með þau handslökkvitæki sem komin er tími til að yfirfara á slökkvistöðina milli kl. 10 og 16.

 

Einnig geta eldri ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Fréttir | 17.11.2015 16:12:23
Fréttir | 17.11.2015 15:35:07
Fréttir | 12.11.2015 17:10:29
Fréttir | 12.11.2015 14:33:55
Fréttir | 30.10.2015 09:00:00
Fréttir | 29.10.2015 23:57:26
Fréttir | 28.10.2015 10:28:41
Fréttir | 27.10.2015 09:00:00
Fréttir | 26.10.2015 23:44:10
Fréttir | 26.10.2015 14:38:57
Fréttir | 23.10.2015 23:10:55
Fréttir | 22.10.2015 22:00:00
Fréttir | 20.10.2015 10:51:01
Fréttir | 16.10.2015 15:08:14
Fréttir | 16.10.2015 13:18:28
Fréttir | 15.10.2015 13:00:00
Næstu viðburðir
sunnudagur, 6. desember 2015
Sunnudagaskóli í Hólskirkju

Sunnudagaskóli í Hólskirkju 6. desember kl. 11:00.

Sögur, kirkjubrúður og mikill söngur.

Allir velkomnir

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni