Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.3.2017 20:42:14 |

Íbúar í Bolungarvík voru 908 við upphaf þessa árs samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands og hafði íbúum bæjarfélagsins fjölgað um 4 frá ársbyrjun 2016.  Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram að mun fleiri karlar en konur búa í Bolungarvík en karlarnir eru 477 en konurnar eru aðeins 431 talsins. Þá má ætla út frá upplýsingum um aldurskiptingu að meðalaldur íbúa bæjarins sé um 38 ár.

 

Ef aldursskipting íbúanna er skoðuð nánar má sjá eftirfarandi stærðir:

Undir 6 ára aldri eru 75 íbúar
Á aldrinum 5-15 ára eru 132 íbúar
Á aldrinum 16-25 ára eru 107 íbúar
Á aldrinum 26-35 ára eru 125 íbúar
Á aldrinum 36-45 ára er 121 íbúi
Á aldrinum 46-55 ára er 101 íbúi
Á aldrinum 56-65 ára er 141 íbúi ...


Fréttir | 19.3.2017 15:11:28 |

Skuttogarinn Sirrý ÍS-36 var aflashæsta skipið sem landaði í Bolungarvíkurhöfn á síðasta ári. Afli skipsins var rúmlega 3.700 tonn en skipið hóf þó ekki veiðar fyrr en í lok febrúar þannig að þessi afli náðist á aðeins 10 mánuðum.

 

Dragnótarbáturinn Ásdís ÍS-2 kom næstur með rúmlega 1.900 tonn en þar á eftir komu línubátarnir Fríða Dagmar ÍS-103 með 1.743 tonn og Jónína Brynja ÍS-55 með 1.731 tonn. Þá var dragnótarbáturinn Finnbjörn ÍS-68 með 1.512 tonna afla á síðasta ári.

 

Aðrir bátar sem náðu yfir 1.000 tonna afla árið 2016 voru línubátarnir Einar Hálfdáns ÍS-11 með 1.156 tonn, Otur II ÍS-173 með 1.079 tonn og Guðmundur Einarsson ÍS-155 með 1.027.

 

Samtals voru þessi 8 skip með tæplega 14.000 tonna afla eða ...


Fréttir | 18.3.2017 09:59:13 |

Í gær opnaði Kjörbúð Samkaupa í Bolungarvík og er óhætt að segja að viðtökur heimamanna hafa verið mjög góðar því stanslaus straumur viðskiptavina var í búðina fram á kvöld. Kjörbúðin er nýtt nafn á verslunum Samkaupa-Úrvals en áður var slík verslun í húsnæðinu. Kjörbúðinni er ætlað að þjónusta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur á hverjum stað. All þessa helgi verður boðið upp á fjölda hagstæðra opnunartilboða í Kjörbúðinni og því kjörið tækifæri fyrir Bolvíkinga og nágranna að kíkja í glæsilega verslun og gera góð innkaup fyrir heimilið í leiðinni.

 

Með Kjörbúðinni eykst þjónusta við Bolvíkinga með lengri opnunartíma en Kjörbúðin verður ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 15.3.2017 12:00:43
Fréttir | 14.3.2017 11:01:57
Fréttir | 12.3.2017 20:47:29
Fréttir | 6.3.2017 13:33:30
Fréttir | 3.3.2017 21:51:32
Fréttir | 3.3.2017 10:30:10
Fréttir | 17.2.2017 10:48:12
Fréttir | 6.2.2017 10:55:50
Fréttir | 23.1.2017 15:36:44
Fréttir | 19.1.2017 14:49:17
Fréttir | 19.1.2017 11:25:29
Fréttir | 6.1.2017 10:36:26
Fréttir | 4.1.2017 08:30:02
Fréttir | 29.12.2016 16:18:29
Fréttir | 28.12.2016 14:36:09
Fréttir | 21.12.2016 08:42:22
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.