Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 17.2.2017 10:48:12 |

Kvenfélagið Brautin afhenti á dögunum Hjúkrunarheimilinu Bergi lyfjadælu að gjöf. Þessi dæla er stafræn og eykur öryggi og þægindi í lyfjagjöfum fyrir sjúklinga.

 

Þess má einnig geta að kvenfélagið Brautin hefur í gegnum árin stutt ötullega við bakið á  hjúkrunarheimilinu Bergi, áður Sjúkraskýlinu. Meðal annars hefur félagið gefið loftdýnu sem eykur til muna  þægindi hjá langlegu sjúklingum.

 

Kvenfélaginu Brautinni eru færðar góðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.


Fréttir | 6.2.2017 10:55:50 |

Í dag hefst akstur frístundarútu milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar.

 

 

Ferðirnar eru eingöngu ætlaðar börnum og unglingum frá Bolungarvík og Ísafirði vegna þátttöku þeirra í skipulögðu tómstundastarfi en eru ekki ætlaðar almenningi.

 

Stoppistöðvar eru við Íþróttamiðstöðina Árbæ í Bolungarvík, Íþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði og aðal stoppistöð strætó á Ísafirði í Pollgötu.

 

Fargjald verður ekki innheimt að svo stöddu en frístundarútan er tilraunaverkefni sem mun standa út maí 2017 og verður verkefnið þá endurskoðað fyrir næsta vetur. Uppsetning stundaskráa í frístundastarfi í Bolungarvík og á ...


Fréttir | 23.1.2017 15:36:44 |

Fjörtíu ár eru liðin frá opnun Sundlaugar Bolungarvíkur.

 

Haldið verður upp á fertugsafmælið laugardaginn 28. janúar og eru allir velkomir í afmælisveisluna. 

 

Sundlaugin, Musteri vatns og vellíðunar eins og starfsfólkið kallar hana, opnar kl. 10 á laugardaginn og í boði verður samflot frá kl. 10-11. Um leið sjá fulltrúar Heilsubæjar Bolungarvíkur um heilsufarsmælingu í sundlauginni og mæla blóðþrysting, blóðsykur og fitu frá kl. 10-12. 

 

Afmælisdagskráin sjálf hefst svo kl. 13 með sundmóti UMFB. Þá munu etja kappi ýmsar sundhetjur sunddeildar UMFB.

 

Dagskráin færist síðan inn í íþróttasal kl. 14:30 og þar sem flutt verða ávörp og leikin tónlist.   

 

Fræðslumála- og æskulýðsráð Bolungarvíkur mun síðan útnefna ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 19.1.2017 14:49:17
Fréttir | 19.1.2017 11:25:29
Fréttir | 6.1.2017 10:36:26
Fréttir | 4.1.2017 08:30:02
Fréttir | 29.12.2016 16:18:29
Fréttir | 28.12.2016 14:36:09
Fréttir | 21.12.2016 08:42:22
Fréttir | 20.12.2016 11:52:07
Fréttir | 6.12.2016 13:22:27
Fréttir | 1.12.2016 22:00:15
Fréttir | 30.11.2016 15:09:52
Fréttir | 29.11.2016 09:56:21
Fréttir | 25.11.2016 14:13:48
Fréttir | 23.11.2016 16:29:05
Fréttir | 21.11.2016 16:19:25
Fréttir | 19.11.2016 13:38:44
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Hvað skal kjósa? Opið bréf til frambjóðenda
20.10.2016 17:24:40

Ágæti frambjóðandi

 

Nú styttist óðum í kjördag og kosningaloforðin þeytast fram á völlinn sem aldrei fyrr. Umræðan virðist snúast að stóru leyti um hver geti ...

Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Myndbandið
Nýleg virkni