Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 16.4.2015 15:22:30 |

Einstaklingsframtak getur oftar en ekki leitt margt skemmtilegt af sér. Ragnheiður I. Ragnarsdóttir og Guðmunda Hreinsdóttir eða Systa eins og hún er oftast kölluð, kennari 1. bekkjar í Grunnskóla Bolungarvíkur, fóru í samstarf gegn einelti. Ragnheiður fékk hugmynd af verkefninu frá Noregi þar sem hún las frétt um konu sem hafði prjónað fjölda húfa með yfirskriftinni „Mot mobbing“ (Gegn einelti) að ósk skólastjórans í bænum.
„Ég ákvað að prjóna eina húfu til prufu og yngsti sonur minn sem er í 1. bekk var svo hrifinn og ánægður með húfuna – því ákvað ég að prjóna fleiri“ segir Ragnheiður um verkefnið. Ragnheiður fór á fund Systu og bar upp þá hugmynd að þær færu í samstarf gegn einelti og að Ragnheiður myndi gefa öllum nemendum 1. bekkjar prjónaðar húfur: „Ég útskýrði hugmynd mína um húfurnar, ...


Fréttir | 16.4.2015 11:53:09 |

Tveir bolvískir línubátar komu með fullfermi að landi í Bolungarvík í gær en báðir bátarnir voru að veiðum í Víkurál. Þetta voru bátarnir Einar Hálfdáns ÍS sem var með 20,1 tonn og Hálfdán Einarsson ÍS sem var með 31,7 tonn en steinbítur var uppistaðan í afla bátanna.

 

Aflinn hjá Hálfdáni Einarssyni ÍS, sem er 30 brúttótonn krókaaflamarksbátur, í þessum róðri fer væntanlega í sögubækurnar en aldrei áður hefur bátur af þessari stærð komið með yfir 30 tonn að landi úr sömu veiðiferðinni. Stuttu fyrir páska hafði Hálfdán Einarsson ÍS sett annað aflamet en þá kom báturinn með 27,4 tonn af steinbít að landi en þá fékkst aflinn út af Horni. Hálfdán Einarsson ÍS er gerður út af Völusteini ehf í Bolungarvík og skipstjóri á bátnum er ...


Fréttir | 16.4.2015 10:57:18 |

Ævintýranámskeið Benna Sig og Heilsubæjarins verður í boði fyrir bolvísk börn í sumar líkt og svo oft áður. Námskeiðið mun hefjast mánudaginn 6. júlí og lýkur föstudaginn 24. júlí með stærra og veglegra lokahófi en fyrri ár. Bolvískar barnafjölskyldur geta því tekið þennan tíma frá í dagskrá sumarsins fyrir ævintýranámskeiðið. Vinsældir ævintýranámskeiðsins hafa verið miklar undanfarin ár og verður sérstaklega mikil vinna lögð í námskeiðið í ár en Benni Sig mun sjáfur hafa umsjón með námskeiðinu í sumar.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 12.4.2015 16:10:22
Fréttir | 29.3.2015 09:29:09
Fréttir | 27.3.2015 16:01:43
Fréttir | 26.3.2015 15:00:00
Fréttir | 26.3.2015 13:00:00
Fréttir | 25.3.2015 22:52:44
Fréttir | 25.3.2015 22:27:59
Fréttir | 20.3.2015 17:01:33
Fréttir | 18.3.2015 22:26:50
Fréttir | 18.3.2015 17:16:45
Fréttir | 11.2.2015 12:21:30
Fréttir | 20.1.2015 13:11:35 | bolungarvik.is
Fréttir | 8.1.2015 12:31:10 | bb.is
Fréttir | 8.1.2015 11:59:29
Fréttir | 31.12.2014 12:40:19
Fréttir | 30.12.2014 00:14:44
Næstu viðburðir
föstudagur, 1. maí 2015
Spilavist í Einarshúsi

Lokakvöld í þriggja kvölda keppni hefst kl. 21:00

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni