Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 11.2.2015 12:21:30 |

Á dögnum var starf minjavarðar Vestfjarða auglýst laust til umsóknar en minjavörður Vestfjarða hefur haft aðsetur og starfsstöð í Bolungarvík. Alls bárust 14 umsóknir um starfið en umsóknarfrestur var til og með 3. febrúar. Á heimasíðu Minjastofnunar Íslands kemur fram að nú sé verið að vinna úr umsóknum.

 

Umsækjendur um starf minjavarðar Vestfjarða eru þessir:

Albína Hulda Pálsdóttir

Einar Ísaksson

Eiríkur Valdimarsson

Eva Dögg Einarsdóttir

Dýri Guðmundsson

Inga Hlín Valdimarsdóttir

Kristín Birna Kristjánsdóttir

Jóna Símonía Bjarnadóttir

Jónas Þór Guðmundsson

Lóa Júlía Antonsdóttir

Margrét Björk Magnúsdóttir

Óskar Leifur Arnarsson

Râna Campbell

Sæbjörg Freyja Gísladóttir


Fréttir | 20.1.2015 13:11:35 | bolungarvik.is

Laun almennra bæjarfulltrúa og forseta bæjarstjórnar hækka um tæpar 12 þúsund krónur á mánuði skv. nýrri samþykkt bæjarstjórnar um kjör bæjarfulltrúa.  Laun bæjarfulltrúa sem sitja jafnframt í bæjarráði hækka um kr. 32 þúsund á mánuði en laun formanns bæjarráðs hækka um kr. 56 þúsund á mánuði.  Ný launasamþykkt miðar að því að greiða laun í samræmi við þá vinnu sem bæjarfulltrúar leggja fram í starfi sínu fyrir bæjarfélagið.  Bæjarráð hittist vikulega á fundum, en bæjarstjórn hittist u.þ.b. tólf sinnum á ári á formlegum fundum.  Auk þess þurfa bæjarfulltrúar að mæta á ýmsa aðra fundi vegna starfa sinna ásamt því að sinna undirbúningi og fleiri verkefnum. Launahækkun allra 7 bæjarfulltrúanna til samans nemur kr. 167.323 ...


Fréttir | 8.1.2015 12:31:10 | bb.is

Vestfirðingur ársins 2014 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is er Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur frá Bolungarvík. Magna Björk hefur undanfarin ár unnið sem sendifulltrúi á vegum Rauða krossins og hefur þar af leiðandi verði einn af fulltrúum Íslendinga á hamfarasvæðum víðs vegar um heiminn. Hún hefur í fjöldamörg ár verið starfandi í læknum án landamæra og hefur þar með fórnað sér fyrir göfugt málefni. Magna Björk hefur einnig lagt af höndum fórnfúst starf gegn útbreiðslu á ebólu veirunni og er einn fimm Íslendinga sem eru á lista Time tímaritsins sem menn ársins, vegna starfa sinna gegn þessum vágesti. „Hún hefur unnið óeigingjarnt starf sem stofnar henni sjálfri í hættu,“ eins og einn þátttakandi í kjörinu orðaði það.

Magna Björk fékk 30% greiddra atkvæða í valinu ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 8.1.2015 11:59:29
Fréttir | 31.12.2014 12:40:19
Fréttir | 30.12.2014 00:14:44
Fréttir | 28.12.2014 22:39:55
Fréttir | 10.12.2014 14:04:29
Fréttir | 7.12.2014 18:42:01
Fréttir | 6.12.2014 02:05:10
Fréttir | 6.12.2014 01:57:42
Fréttir | 3.12.2014 23:01:48
Fréttir | 26.11.2014 17:13:13
Fréttir | 24.11.2014 23:21:05
Fréttir | 7.11.2014 00:03:27
Fréttir | 31.10.2014 23:12:05
Fréttir | 30.10.2014 23:18:04 | bolungarvik.is
Fréttir | 22.10.2014 12:46:25
Fréttir | 16.10.2014 18:30:20
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni