Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Fréttir | 26.8.2014 22:48:21 |

Bæjarráð Bolungarvíkur skorar á stjórnvöld að tryggja þá grunnþjónustu við Vestfirði að ljósleiðarinn verði hringtengdur um fjórðunginn. Í ályktun bæjarráðs um fjarskiptamál á Vestfjörðum kemur fram að í ljósi þess að í dag lá fjarskiptaþjónusta Símans, þar með talið sími, nettengingar og farsímar, á Vestfjörðum niðri meira og minna í 5 klukkustundir þá vill bæjarráð Bolungarvíkur ítreka þá sjálfsögðu kröfu Vestfirðinga að ljósleiðari verði hringtengdur á Vestfjörðum.  Enginn mannlegur máttur getur komið í veg fyrir að ljósleiðarasamband rofni vegna mannlegra mistaka eða vegna ófyrirsjáanlegra atburða í náttúrunni.  Hringtenging er eina leiðin til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir hafi veruleg áhrif á atvinnulíf og daglegt líf ...


Fréttir | 19.8.2014 14:52:00 |

Fresta þarf skólasetningu og upphafi skólastarfs í Grunnskóla Bolungarvíkur um eina viku vegna þess að ekki hefur tekist að klára endurbætur á húsnæði skólans. Þar er meðal annars um að ræða endurnýjun og breytingar á skólastofum og gangi á efstu hæð eldri skólabyggingar auk þess verið er að skipta um glugga á norðurhlið sömu byggingar. Skólasetning verður því fimmtudaginn 28. ágúst kl. 17:15 og nemendur mæta í skólann föstudaginn 29. ágúst kl. 09:00. Stjórnendur grunnskólans vona að þrátt fyrir þessa töf verði skólanum sýndur skilningur en öllum hlakkar orðið til að hefja skólastarfið í mikið endurbættu húsnæði.


Fréttir | 17.8.2014 23:25:02 | Guðbjörg Stefanía

Þrír háhyrningar sáust að leik rétt fyrir utan Bolungarvík sunnudagskvölið 17. ágúst. Sást fyrst til háhyrninganna rétt utan við Ósvör og færðu þeir sig með tímanum nær Bolungarvík og voru um tíma nálægt því að synda inní Bolungarvíkurhöfn.   

Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir fréttaritari Víkara fylgdist með háhyrningunum um tíma og náði myndbandi af því er tveir háhyrninganna léku sér að æðarkollu um 10 metrum frá landi.

Myndbandið má sjá hér : https://www.youtube.com/watch?v=XcJBE3cJF4M&feature=youtu.be


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

x64 tölvuþjónusta

Tölvuþjónustan x64 hefur opnað þjónustu sína á efstu hæð frystihússins í Bolungarvík. facebook.com/tolvurogtaekni

Sumarbústaður í Tunguskógi

Til sölu er ca.45 fm. sumarbústaður í Tunguskógi. Upplýsingar í síma 8976795 Palli

Eldra efni
Fréttir | 5.8.2014 17:02:12
Fréttir | 25.7.2014 11:07:28
Fréttir | 24.7.2014 10:33:09
Fréttir | 23.7.2014 10:35:34 | Morgunblaðið
Fréttir | 23.7.2014 06:42:37
Fréttir | 15.7.2014 00:32:09 | mbl.is
Fréttir | 14.7.2014 00:00:20
Fréttir | 5.7.2014 00:14:47
Fréttir | 4.7.2014 17:23:21
Fréttir | 4.7.2014 00:23:23
Fréttir | 24.6.2014 23:12:30
Fréttir | 19.6.2014 23:35:14
Fréttir | 11.6.2014 22:51:57
Fréttir | 30.5.2014 00:47:40
Fréttir | 26.5.2014 17:11:04
Fréttir | 24.5.2014 14:48:36
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vorfagnaður vinkvenna
Fimmtudaginn 15. maí héldu félagskonur í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Bolungarvík Vorfagnað vinkvenna. .

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni