Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 21.5.2014 15:59:14 |
Sjálfsbjörg gaf veglegar gjafir til góðra mála

Sjálfbjörg í Bolungarvík afhenti tvær veglegar gjafir í gær en þess má geta andvirði gjafanna er um ein milljóna króna.

 

Annars vegar var um að ræða gjöf til hjúkrunardeildarinnar á Sjúkraskýlinu en þar er um að rafknúna loftdýnu sem nýtast mun vel langlegusjúklingum á Sjúkraskýlinu. Loftdýnur eru þannig gerða að þær skipta lofti á milli hólfa og minnka þannig þrýsting og líkur á legusárum og fá sjúklingar þannig aukna vellíðan og hvíld.

 

Hins vegar var um að ræða gjöf til Sjúkraþjálfunarinnar í Bolungarvík en þar er um að ræða Cymna Combi 400 samsett rafmagnstæki sem býður upp á raförvun, hljóðbylgjur og laser en tækið nýtist vel við að græða sár og við meðhöndlun vöðvaeymsla.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Sjálfsbjörg í Bolungarvík afhenti gjafirnar í gær.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.