Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 28.11.2017 08:40:40 |
Tendrun ljósanna

Jólaljósin á jólatrénu við félagsheimilið verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu 3. desember kl. 14:00.

 

Flutt verður hugvekja, Kirkjukór Bolungarvíkur syngur og 6. bekkur grunnskólans reiðir fram jólasmákökur og súkkulaði.

 

Kvenfélagið Brautin verður með jólaköku-basar í anddyrinu.

 

Dansað verður kringum jólatréð og jólasveinar koma til okkar ef Grýla man eftir því að vekja þá.

 

Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkur býður alla hjartanlega velkomna.


Myndbandið
Næstu viðburðir
laugardagur, 24. mars 2018
Almennur íbúafundur

Almennur íbúafundur í Bolungarvík verður haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

 

 

Nýjustu myndirnar