Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 24.4.2019 22:53:41 |
Dýradekur: Sumrinu fagnað með góðu sumartilboði

Dýradekur Vestfjarða er verslun með gæludýravörur sem staðsett er að Vitastíg 1 í Bolungarvík. Þar er boðið upp á fjölbreytt vöruúrval af bæði fóðri og öðrum vörum fyrir litlu dýrin og er verðlagningu stillt í hóf.  Í tilefni af því að sumarið er formlega að koma verður 15% afsláttur af öllum vörum í búðinni á sumardaginn fyrsta. Það er góð hugmynd að byrja sumarið á að kíkja í Dýradekur og gera góð kaup á gæðavörum fyrir gæludýrin, búðin er stútfull af nýjum vörum og er sjón sögu ríkari.

 

Þess má geta að í júlí í fyrra hóf Sigrún Dröfn Guðmundsdóttir rekstur dýrabúðarinnar að Vitastíg 1 í Bolungarvík, versluninni hefur verið vel tekið af Bolvíkingum og nágrönnum og býður Sigrún einnig upp á hundasnyrtingar og dýrapössun. Dýradekur Vestfjarða býður upp á fría heimkeyrslu á vörum og er hægt að panta vörur í gegnum Facebook síðu verslunarinnar eða í síma 618 0690.

 

Frekari upplýsingar um Dýradekur Vestfjarða má nálgast á Facebook:

Dýradekur Vestfjarða - verslun

Dýradekur Vestfjarða - dýrapössun og hundasnyrting

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.