Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 14.8.2019 09:33:24 |
Náttúrustofa auglýsir starf forstöðumanns

Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir þessa dagana starf forstöðumanns laust til umsóknar.

 

Umsóknarfrestur til 26. ágúst 2019.

 

Forstöðumaður leiðir alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum, með aðsetur í Bolungarvík og starfsstöðvar á Hólmavík og Patreksfirði. Verkefni Náttúrustofunnar varða fyrst og fremst öflun upplýsinga um náttúru og umhverfi Vestfjarða og úrvinnslu á þeim. Starfsmenn Náttúrustofu sinna fjölbreyttum verkefnum á sínu starfsssviði fyrir sveitarfélög, stofnanir eða einkaaðila. Auk þess sér Náttúrustofan um rekstur safna fyrir Bolungarvíkurkaupstað.

 

Sjá nánar um starfið á vef Náttúrustofu Vestfjarða. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.