Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.5.2020 13:59:08 |
Helga 103 ára

Helga Guðmundsdóttir í Bolungarvík varð 103 ára þann 17. maí 2020. Hún er elsti íbúi Vestfjarða og enginn Bolvíkingur hefur náð jafn háum aldri og Helga.

 

Helga var eins og hálfs árs þegar fullveldislögin öðluðust gildi og hún hefur tekið þátt í öllum forsetakosningum sem farið hafa fram á Íslandi.

 

Helga hefur upplifað spænsku veikina, náð sér af berklum, upplifað tvær heimsstyrjaldir og náð sér af Covid-19.

 

Í tilefni dagsins fékk Helga blómvönd frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.