Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 23.6.2020 16:04:17 |
Söngnámskeið hjá Regínu Ósk

Í tengslum við markaðshelgina í Bolungarvík er haldið söngnámskeið í Félagsheimili Bolungarvíkur.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Regína Ósk, söngkona, en meðleikari er Tuuli Rähni, píanókennari.

 

Námskeiðið er föstudaginn 3. júlí 2020 og hefst kl. 13:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

 

Skráningargjald á námskeiðið er 5.500 kr. og skráning fer fram gegnum netfangið selva@bolungarvik.is og síma 863 5286.

 

Námskeiðið er ætlað 9 ára og eldri. Nemendum býðst að syngja á söngtónleikum markaðshelgarinnar á laugardeginum. 

 

Tónlistarskóli Bolungarvíkur stendur fyrir námskeiðinu um markaðshelgina 2020. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.