Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Víkari vikunnar | 17.9.2012 15:44:28 |
Víkari vikunnar - Kristín Greta Bjarnadóttir

Víkari vikunnar að þessu sinni er hin óbrjótanlega – hún hefur aldrei brotið bein - Kristín Greta Bjarnadóttir, tvítugur víkari, dóttir Bjarna Péturssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem búa í Bolungarvík. Kristín er búsett á Ísafirði með Jogga sínum eins og hún kallar sambýlismann sinn en hann heitir réttu nafni Jón Guðni Pálmason. Þau skötuhjú eiga saman dótturina Hólmfríði: „Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að ég gæti hjúpað glerkúlu yfir Hólmfríði svo að það kæmi aldrei neitt fyrir hana“ segir Kristín.

Fjölskylda og vinir skipa stórann sess í lífi Kristínar: „Ég á stóra og æðislega fjölskyldu sem mér þykir agalega vænt um. Við systkinin erum 3 og þar af er ég elst. Mér þykir rosalega vænt um bestu vini mína en það sem er að plaga mig núna er hvað mín elsku besta Viktoria er langt frá mér.“ Kristín segir að amma sín Stína, Kristín Karvels., sé stoðstyttan í sinni fjölskyldu og lítur Kristín Greta mjög upp til ömmu sinnar.

Kristín tók menntaskólann á þremur árum og varð stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði á síðasta ári. Eitthvað hafa áætlanir hennar breyst frá hennar yngri árum en þá ætlaði hún sér að verða flugmaður – í dag hræðist hún það mest í lífinu að þurfa að sitja í flugvél. Ekki þarf Kristín að glíma við flughræðsluna í því námi sem hún hóf í haust en í dag nemur Kristín Hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri, í fjarnámi, og stefnir í kandítatsnám í ljósmóðurfræðum.

Kristín hefur vakið eftirtekt þeirra sem lesa „mömmubloggin“ á heimasíðu Foreldrahandbókarinnar þar sem hún hefur skrifað nokkra pistla.Nafn: Kristín Greta Bjarnadóttir
Aldur: tvítug
Maki: Jón Guðni Pálmason
Börn: Hólmfríður 10.mánaða
Draumabíllinn: range rover
Draumahúsið: Stínubær
Draumastarfið: ljósmóðir
Fallegasti staðurinn: Skálavík, trostansfjörður
Færir þú í teygjustökk: Nei ég er svo hryllilega lofthrædd
Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks: brosið
Lífsmottó: Maður lifir bara einu sinni og þess vegna á maður að fylgja hjartanu;)


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.