Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Víkari vikunnar | 20.11.2012 14:45:08 |
Víkari vikunnar - Hávarður Olgeirsson

Fréttaritari Víkari fylgdist spenntur með víkara vikunnar að þessu sinni rölta upp  með skíðalyftu okkar Bolvíkinga í gær, mánudaginn 19. Nóvember, og renna sér fagmannlega niður brekkuna á Traðarhyrnunni á skíðum. Víkari vikunnar að þessu sinni er Hávarður Olgeirsson, sonur hjónanna Stefaníu Birgisdóttur og Olgeirs Hávarðarsonar.

Þessa dagana er Hávarður í vetrarpásu frá þyrluflugi í Svíþjóð. Hann kom hingað heim og er á sjó á Þorláki: „Ég er í fríi af sjónum fram á fimmutdag og er því búinn að nota tækifærið eftir þetta óveður og labba upp á fjallaskíðum bæði í gær og í dag (sunnudag 18. nóv. og mánudag 19. nóv.) upp hjá skíðalyftunni í Traðarhyrnu í ágætis veðri.“ segir Hávarður þegar hann er spurður hvað hann nýtur frítímann í. Færið segir Hávarður hafa verið gott, þó nokkuð hafi skafið í fjallinu og snjórinn því orðinn vindskafinn og stífur sem gerir gott skíðafæri. En hvernig er að labba upp Traðarhyrnuna á skíðum?: „Þetta er auðvitað töluverð fyrirhöfn við að komast upp, en fín samblanda af fjallgöngu og skíðamennsku.“ segir Hávarður, hann sameinar því tvö af sínum áhugamálum í þessarri dægrastyttingu sinni, fjallgöngu og skíði.

Auk þess að svara nokkrum spurningum eins og hefð er að Víkari vikunnar geri deilir Hávarður nokkrum myndum með okkur sem hann tók á göngu sinni.

Nafn: Hávarður Olgeirsson
Aldur: 31
Maki: 0
Börn: 0
Draumabíllinn: Nýr Hilux frá Arctic Trucks
Draumahúsið: Eitthvað í samanburði við Miðdal hjá Bigga og Kæju. Fallegur sveitabær á fallegum stað.
Draumastarfið: Þyrluflugmaður og Sjómaður
Fallegasti staðurinn: Ísafjarðardjúpið
Færir þú í teygjustökk: óójá
Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks: Viðmót fólks
Lífsmottó: Að lifa fjölbreyttu og skemmtilegu lífi


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.