Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Víkari vikunnar | 9.9.2013 15:07:02 |
Víkari vikunnar - Svala Sif Sigurgeirsdóttir

Í þessari viku fer vetrarstarf Ungmennafélags Bolungarvíkur af stað.

Starf sunddeildarinnar fór vel fram síðasliðinn vetur og var starfsemi deildarinnar mjög öflugt. Vegna mikillar aðsóknar var ákveðið að skrá þyrfti börn á sundæfingar. Skráningin gekk vonum framar þar sem allir fjórir sundhóparnir eru fullir og nokkur börn skráð á biðlista. Líkt og á síðasta ári verður Svala Sif Sigurgeirsdóttir þjálfari sundeildarinnar og var hún fengin til þess að vera Víkari vikunnar að þessu sinni.Nafn
Svala Sif Sigurgeirsdóttir

Aldur
25 ára 

Maki
Samúel Sigurjón Samúelsson, kannski betur þekktur sem Sammi í Súðvík eða Sammi Sam.

Draumabíllinn
Draumabíllinn minn var lengi lengi VW Bjalla, helst bleik !  Ég held ég eigi mér engan draumabíl í dag en væri alveg til í að eiga Audi jeppa, finnst þeir svo fallegir.

Draumahúsið
Ég kann mjög vel við húsið sem ég á núna, það vantar bara sundlaugina í garðinn og þá er þetta komið.  ƒº

Draumastarfið
Ég er ekki alveg búin að ákveða mig ennþá.   Sálfræði hefur alltaf heillað mig mjög mikið og það kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi enda í sálfræðinámi og síðan við vinnu sem klínískur sálfræðingur. 
Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki.  Í dag er ég sundþjálfari ásamt ýmsu öðru en ég elska að þjálfa sund og vinna með börnum og unglingum, það er svo mikil gleði sem fylgir þeim og þessu starfi.

Fallegasti staðurinn
Mér finnst Bolungarvíkin alltaf vera falleg.  Þykir líka svo vænt um hana.

Færir þú í teygjustökk
Það stórefa ég ! Kannski... ef mér liggi lífi við já eða ef ég væri búin með heila flösku af tequila.

Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks?
Ég horfi mest á það hvernig fólk ber sig og líkamstjáningu þess.  Mér finnst síðan jákvætt fólk alveg einstaklega heillandi og að sama skapi á ég erfitt með mig í kringum neikvætt fólk eða þá sem eru uppteknir að því að vorkenna sjálfum sér.

Lífsmottó
Frá því að ég var ung stelpa hef ég fylgt mottóinu:  „Þú uppskerð eins og þú sáir“  Mér finnst þetta eiga við um svo ótrúlega margt. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.