

Þvílíkur heiður!
Ég er hvorki meira né minna en sælkerinn á Víkari.is þetta skiptið. Sem leiðrétt fyrir höfðatölu er eins og að vera Pure-Ebba á mbl.is, svona fyrir utan augljósan áherslumun hjá okkur kollegunum (meira hveiti og minna spelt).
Það er ekki hægt að segja að fjölskyldan hafi samfagnað með mér við þessu merku tímamót. ,,Ég veit ekki betur en ég eldi alltaf þegar við hittumst” voru til dæmis fyrstu og einu viðbrögð Sigrúnar systur þegar ég sagði henni frá þessu. En ég get bara víst eldað og er meira að segja ágætis kokkur.
Við ætlum samt ekki að hafa þetta flókið í þetta skiptið. Eftir að hafa farið fádóma illa með tækifæri mitt til að vera Víkari vikunnar á sínum tíma ákvað ég að setja alla mína krafta í þetta og leggja ofuráherslu á framsetninguna. ...


Að þessu sinni er sælkeri Víkara Kristín Guðný Sigurðardóttir. Kristín býður okkur uppá uppskrift að franskri súkkulaðiköku með möndlum.
Frönsk súkkulaðikaka með möndlum
2 egg
2 dl sykur
2/3 dl hveiti
50 gr hakkaðar möndlur
140 gr suðusúkkulaði
140 gr smjör
Egg og sykur er þeytt vel saman. Hveiti og möndlunum er bætt útí. Suðusúkkulaði og smjör er brætt saman í potti við vægan hita og látið kólna aðeins áður en því er bætt saman við.
Bakað í hringformi með skerara í botninum
Bakað við 170°C í 45-50 mín
Krem
40 gr smjör
80 gr suðusúkkulaði
1 msk síróp
Brætt í potti við vægan hita
Kremið er sett strax á kökuna og inn í kæli og borin fram ...


Guðbjörg setti mig í vanda þegar hún bað mig um henda í sig uppskriftum. Á stútfullu heimili er ekki mikið um flókna matargerð. En já flestir dagar byrja á "þeyting" og þeir eru allskonar á litinn grænir, rauðir, bleikir, brúnir og fjólubláir. Fyrstu þeytingarnir voru gerðir með því markmiði að koma þeim niður og því bragðið nr1. Núna er þetta bara orðið svona hmm bara hvaða næringarefni ég er að leita eftir og hvað er til ... því eru þetta orðnir hálfgerðir ógeðisdrykkir hérna af og til en hérna er 1 grænn sem er svona ágætur fyrir byrjendur:
1 bolli frosið mangó
1 dverg avacado eða 1/2 venjulegt
1 bolli spínat
einhver safi eða vatn, jafnvel kókosvatn.
1 fallega rauður
1/2 bolli rabbarbari frosinn
1 bolli kókosvatn
1/2 bolli frosin jarðarber

Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Íbúð óskast.
Óska eftir stúdíó eða 2 herb íbúð frá 1 maí til 1 sept. Gott væri ef einhver húsgögn fylgdu með. Uppl í síma 8658093 eða lbrynjarsson@gmail.com

