Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 26.11.2007 | RJM
Lambagúllas

Nú verður borinn á borð eðalbragðgóður gúllasréttur úr matreiðslubókinni sem svo vinsælt er að grípa í við góð tækifæri. Hann ber með sér sérstak bragð gæða krydda og rennur afar ljúflega niður.

1-11/2 kg. lambakjöt
1 laukur
25 gr. smjör
1/4 ltr. kjötsoð eða vatn
1 tsk. paprika
1 tsk. karrý
2 tsk. salt
1 msk. tómatsósa
1/2 tsk. kúmen
1/2 tsk. rósmarin
1 msk. magno chutney
30 gr. hveiti
1 dl. vatn
1 dl rjómi

Skerið kjötið i teninga u.þ.b. 2 sm. á kant. Saxið laukinn og brúnið i smjörinu, kryddið með papriku, karrý og salti. Hellið kjötsoðinu yfir og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 40 mín. Jafnið sósuna og kryddið með kúmeni, rósmarín og mangó chutney. Bætið rjómanum í að lokum. Berið fram með hrísgrjónum.

Kristín Halldórsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.