Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 25.2.2008 | Ragna
Þorskur í rjómasósu

Nú telst tilvalið að birta uppskrift úr uppáhalds uppskriftabókinni sem ber heitið Vinsælast í Víkinni. Þar má sjá kynstrin öll af gómsætum uppskriftum sem upplagt er að nota við öll tækifæri. Þorskur í rjómasósu verður birtur í dag en þorskurinn er herramannsmatur og þessi réttur kitlar bragðlaukanna svo um munar. Þessi uppskrift er ætluð fyrir fjóra.

 

Þorskur í rjómasósu

800 gr. þorskflök

salt og sítrónusafi

6 heil piparkorn

 

Setjið fiskinn í sjóðandi vatn, saltið, setjið piparkornin og sítrónusafann út í.

Sósan:
11/2 msk. smjör
1 msk. hveiti
2 dl. rjómi
soð af fiskinum og múskatduft

Bakið upp sósuna með smjörbollunni, þynnt með rjómanum og soðinu. Sósan soðin og bragðbætt með salti, hvítum pipar og múskati. Fiskurinn látinn á fat, skreytt með tómötum, steinselju og hluta af sósunni hellt yfir. Borið fram með soðnum kartöflum og sósunni.

 

Guðlaug Sveinbjörnsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.