Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 2.6.2008 | Ragna
Súrsætur pottréttur

Uppskriftarbókin sívinsæla sem kvennadeildin gaf út á árum áður og ber heitið Vinsælast í Víkinni hefur að geyma fjölmargar gómsætar og girnilegar uppskriftir dýrindis rétta. Nú birtum við Súrsætan pottrétt sem bráðnar í hvers manns munni.500-700 gr. svínagúllas

2-3 msk. olía

2 blaðlaukur

salt, pipar, engiferduft, papríkuduft

3 dl. kjötsoð

2 msk. tómatmauk

1-2 msk. vínedik

1-2 msk kínversk soja

1 msk. sykur

sósujafnariKjötið skorið í strimla og brúnað í olíu. Blaðlaukurinn skorinn í sneiðar og bætt út í ásamt kryddi og kjötsoði. Látið krauma í 1 klst. Sósan braðgbætt með sykri og kryddi og jöfnuð með sósujafnara. Berið fram með hrísgrjónum og salati.Kristín Halldórsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.