Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 3.2.2012 16:26:04 |
Sælkerinn - Guðlaug Rós

Sælkeri víkara að þessu sinni er hárgreiðslukonan og eigandi Hárstofunnar í Bolungarvík, Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir. Guðlaug ætlar að deila með okkur góðri uppskrift af Pestó kjúlla.

Er ekki kjörið að prófa uppskriftina yfir helgina?! Það held ég nú.

 

Pestó kjúlli

3-4 kjúklingabringur
grænt pestó
fetaostur
tómatar
olía
salt og pipar

kjúklingabringurnar skornar langsum

pestói, olíu (nota olíuna af fetaostinum), salt og pipar blandað saman í eldfast mót. Kjúklingnum velt uppúr og raðað tómötum ofaná, fetaostur muldur yfir.

Inní ofn í 40-45 mín á 200°C
Tagliatelle soðið
Brauð og gufusoðið grænmeti með

Alveg ótrúlega einfalt og gott :)

Ég skora á Jóhönnu Bjarnþórs að töfra fram næsta rétt


Þar sem ég á enga mynd af mér í eldhúsinu þá læt ég þessa  mynd af réttinum fylgja. 
Verði ykkur að góðu.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.