Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 14.2.2012 21:15:30 |
Sælkerinn - Jóhanna Bjarnþórs.

Jóhanna Bjarnþórsdóttir er búin að hrista fram úr erminni dýrindis rétti sem hún ætlar að deila með okkur hér á víkaravefnum.

 

Kjúklinga Lasanja
- Fyrir 4

400 gr kjúklinga lundir /bringur
1 pk tortillakökur
1pk fajita spice krydd
1 krukka salsa sósa
1 dl rjómi
2 msk smjör eða olía
1 paprika niðurskorin
1 laukur niðurskorin
5 dl rifin ostur
1 msk hveiti
1 dl vatn

Brúnið kjúklinginn, laukinn og paprikuna í smjöri eða olíu. Stráið yfir hveitinu og fajita kryddinu. Bætið við vatni , rjóma og salsasósu hrærið. Látið malla í 5 – 10 mín Setið tortillurnar í eldfast form , setjið fyllingu og tortillu til skiptis og endið á tortillu.

Stráið rifna ostinum yfir efstu kökuna og bakið í ofni við 200°c í ca. 20 mín. Berið fram með salati .Gott að hafa sýrðan rjóma og cuccamale með réttinum.

Humarpizza a la Jóhanna

Botn: Volgt vatn,ger, matarolía salt,spelthveiti og heilhveiti til helminga.

Blandið vatni og geri og olíu  saman setið síðan restina af hráefinu út í skálina og hrærið ,nú er bara að láta tilfinninguna ráða með magnið ;) látið hefast. Hnoðið þetta síðan saman með hveiti fletið út .

Ofaná botninn er pizzuusósa, hráskinka síðan ostur.Bakist við 200¨á meðan pizzan bakast græjum við humarinn.
Takið hann úr skelinni og þerrið snöggsteikið hann á vel heitri pönnu uppúr hvítlaukssmjöri (nóg af hvítlauk).
Setið humarinn ofaná pizzuna þegar hún er tilbúin og bakið í ca 3 mín í viðbót.

Pizzan er borinn fram með hvítlauksolíu og klettasaladi. Ekki skemmir að hafa vel kælt rósavín með.

Verði ykkur að góðu.

Ég skora á mágkonu mína Helgu Jóns sem er listakokkur að koma með næstu uppskrift.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.