Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 7.3.2012 11:04:45 |
Sælkerinn - Helga Jónsdóttir

Helga Jónsdóttir er sælkeri Víkara að þessu sinni. Hún deilir hér með okkur tveimur uppskriftum. Uppskriftina af fiskbúðingnum fékk Helga í uppskriftarklúbbi sem hún var meðlimur í og er hann vinsæll á hennar heimili. Búðingurinn er ekki verri kaldur á hlaðborði t.d.

Rúgbrauðið hefur Helga bakað reglulega og er alltaf jafn gott.

Helga skorar á Halldóru Dagný Sveinbjörnsdóttur, samstarfskonu sína í Grunnskóla Bolungarvíkur, til þess að vera næsta sælkera Víkara.

 

Gullinn fiskibúðingur

500 gr ný ýsa, maukið í matvinnluvél.
1/2 msk salt  
50 gr hveiti
pipar   
2 egg
1 tsk dill   
3 dl matreiðslurjómi
1 tsk estragon 
1 dl mjólk
2 msk brætt smjör

Allt þetta sett út í matvinnluvélina og maukað þar.  Rækjur (má sleppa) settar í lokin og þeim er hrært varlega saman við með sleif.
Eldfastmót smurt og þakið með raspi. Fiskinum hellt þar í og raspur settur yfir.
Bakað í ofni. Gott að baka í vatnsbaði, þá er sett vatn í ofnskúffuna og formið þar í. Vatnið í ofnskúffunni nær upp á tæplega hálft formið.  Bakað við 200° í 40 - 45 mín.

Meðlæti; kartöflur, gott grænmetissalat og hollandersósa.

Rúgbrauð

2 bollar hveiti
2 bollar heilhveiti
2 bollar rúgmjöl
2 tsk salt
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1 ds sýróp (þetta  með ljóninu, lítil dós)
1 liter súrmjólk

Öllu hrært saman. Sett í  box klætt bökunarpappír, boxinu lokað. 
Bakað  við 170° í  4 klst.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.