Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 19.3.2012 09:40:11 |
Sælkerinn - Halldóra Dagný

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir er sælkeri víkara að þessu sinni. Hún deilir með okkur uppskriftum af uppáhalds bökunum sínum, önnur þeirra kemur frá Betur móðursystur ehnnar og hin er úr gamalli Húsfreyju.

 

Brokkolíbakan hennar Betu
1 pakk smjördeig
400 g brokkolí
100 g skinka

Sósa
2 msk smjör
½ msk hveiti
1 dl soð
2 dl rjómi
1 kjúklingateningur
3 msk rifinn ostur


Aðferð

1. Smjördegið hnoðað saman, flatt út og sett í smurt eldfast mót.
2. Brokkolí soðið ( soðið geymt í sósu)
3. Brokkolí og skinka sett í formið.
4. Smjörið er brætt, hveiti bætt út í og þynnt aftur með soði og svo rjóma. Kjúklingatening bætt út í og að lokum ostinum.

Bakað við 175 °c í 25 mín.

Grænmetisbaka

Botn:
1 dl haframjöl
2 dl hveiti
100 gr smjörlíki
100 gr skyr
2 msk kalt vatn

Grænmeti:
250 gr spergilkál
250 gr blómkál
1 lítil græn paprika
1 lítil rauð paprika
olía til steikingar

Sósa:
2 stk egg
2 ½ dl rjómi
4 dl rifinn ostur

 

Aðferð

1. Blandið saman haframjöli og hveiti, brytjið smjörlíkið út í, hrærið sykri saman við og vætið í með vatni.
2. Sjóðið spergilkál og blómkál í léttsöltu vatni í 10 mín.
3. skerið paprikurnar í bita og léttsteikið í olíu.
4. Fletjið deigið út og setjið í eldfast mót, sem er um 25-28 cm í þvermál
5. Raðið grænmetinu ofan á deigskelina.
6. Þeytið saman egg og rjóma, blandið rifna ostinum saman við, hellið blöndunni yfir grænmetið.

 

Bakið við 180-200°C í 30 mín og berið fram.

Borið fram með góðu salati, ég geri spari dressinguna mína stundum með grænmetisbökunni en hún er svona: 2 dl rjómi  ½ msk Olífuolía ¼ msk Hvítvínsedik , salt og pipar.

 

Ég ætla að skora á samstarfskonu mína Zofíu Marciniak , gaman að fá að kynnast pólskri matargerð. Njótið vel.

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.