Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 25.3.2012 16:38:56 |
Sælkerinn - Zofia

Sælkeri Víkara að þessu sinni er Zofia Marciniak kennari við Grunnskóla Bolungarvíkur og deilir hún með okkur tveimur uppskriftum. Zofia skorar á samstarfskonu sína Ósk Jósepsdóttur til þess að vera næsta sælkera Víkara.

 

Kjúklingur með bönunum

2 stórar kjúklingabringur
3 bananar
1 laukur
3 dl kjúklingasoð
1 msk. tómatpuré
1 msk. karrí
sætt paprikukrydd
sterkt paprikukrydd
salt, pipar
2-3 msk. olía til steikingar

Aðferð:

1. Kjúklingabringur skornar í teninga, kryddaðar með salti, pipar og sætri papriku, steiktar á pönnu.
2. Kjúklingabringur settar í pott, bætið við soðinu og sjóðið við lágan hita í 10 mínútur.
3. Laukur  saxaður fínt og steiktur á pönnu, hann settur í pottinn.
4. Bananar skornir í teninga og steiktir við lágan hita á hreinni pönnu með örlítlu vatni, hrært stöðugt. Þegar bananarnir eru orðnir mjúkir bætið við karrí, sterkri papriku og tómatpuré. Sjóðið pínulítið lengur.
5. Bananarnir settir saman við kjúklinginn og látið malla í lokuðum potti í 15 mínútur.
6. Berið fram með hrísgrjónum.  

Súkkulaði Pavlova:

6 stk. eggjahvítur
300 g sykur
1-2 tsk. vínedik
2 msk. kakó
0,5l rjómi
50 g saxað súkkulaði
ávextir (best jarðarber)

Aðferð:
1. Þeytið eggjahvítur og blandið sykri rólega saman við.
2. Sigtið kakó, bætið vínedik við og hrærið varlega allt saman.
3. Setjið botn á plötu með bökunarpappír.
4. Setjið botninn í 180° heitann ofn en lækkið strax í 150° og bakið í 1.klst. og 15 mín.
5. Þeytið rjómann, setjið yfir kökuna og skreytið  með ávöxtum og  söxuðu súkkulaði.

  Verði ykkur að góðu


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.