Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 31.3.2012 18:48:51 |
Sælkerinn - Ósk

Þessa súpuuppskrift fékk ég árið 1981 úr dagblaðinu Vísi og finnst mér súpan vera bæði bragðgóð og seðjandi með góðu brauði. Ég skora á samstarfskonu mína Jónu Guðmundu Hreinsdóttur að koma með næstu uppskrift.


Kræklinga (muslinga) og rækjusúpa

5 sneiðar bacon (skorið í bita)
2 bollar kartöflur (skera kartöflurnar í teninga)
¼ bolli smátt saxaður laukur
1 súputeningur (kjúklinga)
¼ tsk. Pipar
¼ tsk. Salt
1 msk. Steinselja
1 bolli vatn

Þetta er allt sett á pönnu og soðið við vægan hita í 30 – 40 mínútur. Þá bökum við upp súpuna og notum

75 gr. Smjör
5 msk. Hveiti

Jöfnum hveitibolluna með 2 bollum af mjólk. Þá bætum við öllu af pönnunni út í súpuna og látum suðuna koma upp. Rétt áður en við berum súpuna fram setjum við í pottinn

1 bolla rjóma
1 tsk. Worchestersósu
250 gr. Dós krækling (muslinga)
1 bolli rækjur

Við getum bragðbætt súpuna ennfrekar t.d. með nokkrum sítrónudropum og 2 matskeiðum af sherry. Ef súpan er of þykk má þynna hana með vatni.

Fjallagrasabrauð

9 bollar heilhveiti
3 bollar hveiti
1 bolli hveitiklíð
3 msk. Sykur
12 tsk. lyftiduft
1 tsk. Salt
1 ¼ bolli undanrenna
1 bolli fjallagrös (söxuð)
1 bolli sólblómafræ (gott að leggja þau í bleyti en ekki nauðsinlegt)

Þessi uppskrift passar í 3 stór form. Bakist í 1 klukkustund við 200 gráður.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.