Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 16.4.2012 20:42:19 |
Sælkerinn - Jóna Guðmunda Hreinsdóttir

Jóna Guðmunda Hreinsdóttir er sælkeri víkara að þessu sinni. Systa eins og hún er oftast kölluð deilir hér með okkur þremur mismunandi uppskriftum sem allar koma úr sitthvorri áttinni:" Fyrsta uppskriftin er af fylltum kjúkling en er upprunalega uppskrift að fylltum kalkún sem hefur verið aðlöguð að smærri fugli og einfaldari matseld. Næst kemur uppskrift að tertu sem hentar einnig sérstaklega vel sem eftirréttur en þessa uppskrift hef ég átt svo lengi að ég man engan vegin hvaðan hún er komin. Síðasta uppskriftin er að kanilsnúðum og var fyrsta uppskriftin sem ég skrifaði upp frá mömmu þegar ég flutti að heiman, en hefur þó tekið örlitlum breytingum síðan. Þeir eru sérstaklega góðir og mjög vinsælir hjá börnunum. Ég skora á nágrannakonu mína hana Nikólínu Þorvaldsdóttur að koma með næstu uppskrift."


Fylltur kjúklingur.

Heill kjúklingur
1/2 hveitibrauð
½ laukur
1 egg
30g brætt smjör
Salt
½ paprika (helst rauð)
100g sveppir
50-100g beikon
Beikon, sveppir og paprika léttsteikt í potti. Öllu hinu blandað saman við og hrært vel. Snyrtið fuglinn og troðið fyllingunni í hann. Penslið fuglinn með smjöri og kryddið með salti og pipar. Bakið fuglinn við 175°C  í u.þ.b. 1 ½ - 2 klst. Með þessu ber ég fram sveppasósu, salat og brúnaðar kartöflur.

Bounty terta

Botn:   4 eggjahvítur
       140 g kókosmjöl
       140 g flórsykur
Eggjahvítur og flórsykur stífþeytt. Kókosmjöli blandað varlega saman við. Sett í vel smurt form og bakað við 130-150 °c í 20-30 mín.

Krem:   100 g smjör
       100 g suðusúkkulaði
       60 g flórsykur
       4 eggjarauður
Smjör og súkkulaði brætt yfir vatnsbaði. Flórsykri blandað saman við og kælt vel. Eggjarauðum bætt í og þeytt vel þar til kremið verður ljóst og þykkt. Smurt yfir kaldan botninn og geymt í kæli fram að framreiðslu.
Frystið einn pela af þeyttum rjóma í sama formi og kakan var bökuð í og leggið ofan á kremið rétt áður en kakan er borin fram.

Kanilsnúðar

1 bréf þurrger
50 g sykur
150 g mjúkt smjörlíki
1 egg
1 dl mjólk
1 ½ dl volgt vatn
Kanilsykur eftir þörfum (blanda af kanil og sykri)

Blandið saman vatni og mjólk. Bætið gerinu út í vökvann ásamt sykrinum. Bætið öllu saman og hnoðið. Látið deigið hefast í hálftíma áður en það er flatt út. Penslið útflatt degið með volgu vatni og stráið kanilsykrinum yfir. Rúllið deginu upp og skerið rúlluna í sneiðar. Raðið snúðunum á bökunarplötu og látið hefast í klukkustund, bakið þá við 200°C í u.þ.b. 15 mín.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.