Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 20.4.2012 16:44:05 |
Sælkerinn - Nikólína Beck Þorvaldsdóttir

Nikólína er sælkeri Víkara að þessu sinni. Uppskriftirnar sem hún deilir með okkur eru þær vinsælustu á hennar heimili. Nikólína skorar á Ylfu Mist Helgadóttur að vera næsta sælkera Víkara.

 

Svikin héri

1 kg Hakk
1-2 dl rasp
1 egg
1 dl mjólk eða rjómi ( má sleppa)
1 dl tómatsósa  ( í staðin fyrir mjólkina má sétja meiri tómatsósu)
1 laukur smátt saxaður
Ca 100 gr smátt saxað beicon

Hrært saman, sett í eldfast mót og beikon raðað ofan á.
Sett í ofn í 45 mín á 200 gr. Set smá vatn meðfram héranum eftir u.m.þ.b. 20 mín svo endin þorni ekki.

Heit ávaxtakaka

1 bolli Hveiti
1 bolli sykur
½ tsk lyftiduft
1 egg
½ dós blandaðir ávextir úr dós

Öllu hrært saman, sett í eldfast mót.
Kókosmjöl og púðursykur blandað saman (eftir smekk) og stráð yfir .
Bakað í ca 40 mín.
Borðuð heit með rjóma og ís

 

Verði ykkur að góðu.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.