Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 20.7.2012 13:47:39 |
Sælkerinn - Pálína Jóhannsdóttir

Guðbjörg setti mig í vanda þegar hún bað mig um henda í sig uppskriftum. Á stútfullu heimili er ekki mikið um flókna matargerð. En já flestir dagar byrja á "þeyting" og þeir eru allskonar á litinn grænir, rauðir, bleikir, brúnir og fjólubláir. Fyrstu þeytingarnir voru gerðir með því markmiði að koma þeim niður og því bragðið nr1. Núna er þetta bara orðið svona hmm bara hvaða næringarefni ég er að leita eftir og hvað er til ... því eru þetta orðnir hálfgerðir ógeðisdrykkir hérna af og til en hérna er 1 grænn sem er svona ágætur fyrir byrjendur:

1 bolli frosið mangó
1 dverg avacado eða 1/2 venjulegt
1 bolli spínat
einhver safi eða vatn, jafnvel kókosvatn.

1 fallega rauður

1/2 bolli rabbarbari frosinn
1 bolli kókosvatn
1/2 bolli frosin jarðarber
rísmjólk/sojamjólk/fjörmjólk
1 banani
nokkur gojiber eða gojisafi
vatn eða safi

1 tsk tahini eða möndlumauk til að fá meira kalk og prótein einnig hægt að setja hakkaðar möndlur.
(mjög gott að sjóða rabbarbarann í kókosvatninu í 10 mín og leyfa því að kólna svo áður en sett er í blandarann)

Regnboga kjúklingasalat
    2 kjúklingabringur (eldaðar)
    2 bollar sveppir (niðurskornir)
    1 bolli rifin gulrót
    1 bolli rifið kínakál
    1 bolli rifið rauðkál
    1 bolli agúrka skorin í strimla
    1 bolli mandarínur/appelsínur
    1 stilkur vorlaukur
    2 msk brotnar hnetur (að eigin vali

    Dressing:
    2 tsk sesamolía
    4 tsk hrísgrjónaedik
    3/4 tsk svartur pipar
    1 tsk sojasósa
    1 hvítlauksgeiri pressaður
    1 tsk dijon sinnep
    1 1/2 tsk hunang

Svo er það óhollustan sem er ekki síður mikilvæg ...
Í þennan eftirrétt nota ég döðlurabbarbarasultu – uppskriftina að sultunni fékk ég á cafesigrun.is
    *Döðlurabbarbarasulta
    350 gr rabbarbari
    100 gr döðlur
    60 ml sýróp (má sleppa)
    0,5 tsk kanill
    1 tsk sítrónusafi

Aðferð: saxa gróft rabbarbara og döðlur, allt sett í pott og sjóða við vægan hita í 20 mín. Gott að nota töfrasprauta til að mauka og setja í krukkur.

    Rabbabaradessert
    400 gr rabbarbari
    1/2 dl hveiti (spelt ef þið viljið)
    2 egg
    2 1/2 dl sykur ( 100 gr sykur og 150 gr döðlurabbabarasulta*)

Aðferð: Hita ofn í 200°C. Þvo rabbarbara og skera gróft, blanda saman rabbarbara, hveiti, sykri/sultu og eggjum. Setja í smurt eldfast mót.

    ofan á:

    1 og 3/4 dl hveiti
    1 og 1/2 dl púðursykur (hrásykur ef þið viljið)
    50 gr smjörlíki eða smjör
    mylja saman í skál og dreifa yfir fyllinguna.
    Bakið í 45 mín og berið fram með ís, rjóma eða tofukremi**

    **Tofukrem
    140 gr tofu
    4-6 msk hnetusmjör
    hnífsoddur salt
    1/2-1 tsk vanilla (hvaða sem þið viljið dropa eða eitthvað annað)
    sætuefni ... sykur/steviu,hrásykur, agave bara það sem er í uppáhaldi.

    aðferð: allt í skál og töfrasprotann á þetta ... gott að gera þetta áður og geyma aðeins í ísskáp.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.