Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 17.8.2012 21:39:11 |
Sælkerinn Guðfinnur Einarsson

Þvílíkur heiður!
Ég er hvorki meira né minna en sælkerinn á Víkari.is þetta skiptið. Sem leiðrétt fyrir höfðatölu er eins og að vera Pure-Ebba á mbl.is, svona fyrir utan augljósan áherslumun hjá okkur kollegunum (meira hveiti og minna spelt).


Það er ekki hægt að segja að fjölskyldan hafi samfagnað með mér við þessu merku tímamót. ,,Ég veit ekki betur en ég eldi alltaf þegar við hittumst” voru til dæmis fyrstu og einu viðbrögð Sigrúnar systur þegar ég sagði henni frá þessu. En ég get bara víst eldað og er meira að segja ágætis kokkur.

Við ætlum samt ekki að hafa þetta flókið í þetta skiptið. Eftir að hafa farið fádóma illa með tækifæri mitt til að vera Víkari vikunnar á sínum tíma ákvað ég að setja alla mína krafta í þetta og leggja ofuráherslu á framsetninguna. Ég treysti því að hátalarakerfið í tölvunum ykkar sé til fyrirmyndar, því ég kynni í fyrsta skipti í sögu Sælkerans á víkara.is, Matreiðslumyndband! Gjörið svo vel :

http://www.youtube.com/watch?v=F_ELZscUESw

Uppskrift að botni eins og lofað er í myndbandinu

Botn (þetta eru ca tvær 10 tommur ef við fletjum þetta út frekar þunnt):
2,5 dl hveiti
2,5 dl durum hveiti - Sérstakt hveiti sem hægt er að kaupa í mörgum matvöruverslunum. Til dæmis Nóatúni og Hagkaup, veit ekki með Bjarnabúð. Svona hveiti nota alvöru pizza staðir og pasta er búið til úr svona hveiti, ekki hvítu venjulegu hveiti. ÞAÐ MÁ NOTA VENJULEGT HVEITI en það er ekki alveg jafn gott.
3 tsk þurrger
1 tsk salt
1 msk olía
2 dl volgt vatn.

Aðferð: Þurrefnum blandað saman, vatni og olíu bætt við, hnoðað, látið hefast í min(30 mín). Mjög einfalt.

Að lokum er komið að mér að skora á næsta mann til að koma með uppskrift. Ég ætla að halda þessu í hverfinu og skora því á hjónin á Hjara, þau Pálma og Dillý til að koma með næstu uppskrift. Pálmi gerir reyndar lítið úr eigin hæfileikum en mærir þess heldur hana Dillý sína. En hann þykir þó með betri brauð-risturum.

 

Matreiðslumyndband Guðfinns mun einnig vera aðgengilegt undir liðnum "Myndbandið" hér á vikari.is


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.