Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 10.3.2009 |
Bolungarvík

Ágúst Vigfússon orti óð til Bolungarvíkur þar sem hafið fríða og fjöllin eru fegurst þegar kvöldsólin skín. Hann batt tryggð við byggðina sem fóstraði gjöful börnin sín og vildi liggja í faðmi hennar þegar hann væri allur.

 

Víkin kæra, Víkin mín,
við þig hef ég tryggðir bundið,
hafið fríða, fjöllin þín,
fegurst þegar kvöldsól skín.
Eilíft vara áhrif þín,
æ það hef ég betur fundið.
Víkin kæra, Víkin mín,
við þig hef ég tryggðir bundið.

Friðarreitur, fagra Vík,
fóstran gjöful börnum sínum,
af sorg og gleði sagnarík,
sífellt gleymist minning slík.
Þegar ég er liðið lík
liggja vil í faðmi þínum.
Friðarreitur, fagra Vík,
fóstran gjöful börnum sínum.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.