
Víkara hafa borist þorrablótsvísur frá árinu 1996. Hér fer fyrst söngur bæjarstjórans Ólafs Kristjánssonar. Vísurnar eru eftir Sjöfn Kristinsdóttur og er þetta hluti af vísnasafni sem hún gerði fyrir nefndarkonur og var Kardimommubærinn viðfangsefnið í vísunum enda lögin úr samnefndum söngleik
Söngur bæjarstjórans:
Ég er bæjarstjórinn í þessum bæ
og blíður á manninn er
og bara segi það sem líkar þér.
Ég kinka kolli ef viltu já, en hristi annars haus
:svo þú ánægður sért og við áhyggjur laus:
Samt í höfuðborginni held mig oft
en hugurinn er hér
því bæjarhags að gæta einmitt er.
Ég er búinn að ger' allt hér svo snyrtilegt og fínt
: í það minnsta sem er aðkallandi og brýnt:
Fína brimbrjótinn hérna byggja lét
ég byltingu hann tel,
já hann á eftir að gagnast okkur vel,
því nú fer fólki að fjölga hér, já ég sá þetta út.
: allir komast hér inn en fáir út:
Þnú fer fólki að fjölga hér, já, það er galdurinn
: fáir komast þar út, en allir komast inn:.
