Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Virkjum Víkara | 21.12.2008 |
Veronica M. Jarosz.

Ég taldi Einar Þór vera vin minn en svo lætur hann sér detta í hug að skora á mig að skrifa á Víkari.is. Nú sit ég og rifja upp árin frá 1972 til 1984 þegar ég var búsett í Bolungarvík. Yfir 20 ár eru liðin og margt skemmtilegt hefur gerst síðan. Ég er til dæmis orðin amma, Ingibjörg mín á tvo drengi, Högna Gunnar og Ásbjörn Thor. Björn Ólafur á þrjú börn, Sólveigu Blæ, Unni Elísabet og Þorgeir Loga. Þau veita mér mikla ánægju og alltaf nóg að gera í kringum þau og áhugamál þeirra.

Eftir við fluttumst suður vann ég lengst af hjá Verslunarráði Íslands, svo aukalega kvölds- og helgarvinnu hjá Hagkaup í Kringlunni og þar hitti ég oft Bolvíkinga og fékk að fylgjast með. Svo fyrir nokkrum árum skipti ég um gír, fór í KHÍ og útskrífaðist sem þroskaþjálfi. Vegna breytrra aðstæðna er orðið langt síðan ég hef fengið fréttir að vestan.

Enn man ég fyrst þegar ég kom til Bolungarvíkur hvað allir tóku vel á móti okkur og hvað umhverfið hreif við mér og var magnað. Fjallahringurinn sem umlukkti bæjarstæðið eins og verjandi hönd fyrir norðanátt og sjórinn, þetta óútreiknanlega afl sem gat bæði gefið og tekið.

Ég fann strax hlýju frá bæjarbúum sem opnaði hjarta sitt og heimili fyrir okkur. Börnin gengu á milli og voru alls staðar velkomin, já þetta voru góð ár, bærinn var í mikilli uppbyggingu á þessum árum og ég man þegar göturnar voru málbikðar og ráðhúsið reist. Svo með þúsundasta íbúanum fengum við kaupstaðaréttindi.

Mér er minnistætt fyrstu sumrin okkar þegar Gunnar sat úti í apríl við að semja próf. Líka þá vetur þegar maður gekk á snjósköflum yfir girðinguna kringum prestbústaðinn sem þá var við Miðstræti. Eins að moka bílinn út úr miklum snjó á veturnar. Það voru eitthvað svo miklar andstæður milli sumars og veturs en kannski leikur minnið þannig á okkur þegar við hörfum um öxl.

Marga góða vini


Ég eignaðist marga góða vini bæði í frystihúsinu og í hestamennskunni og líka í kringum kirkjustarfið og ég á margar mjög góðar minningar. Fyrst þegar ég kynntist Einari Þór í ferminguveislu hans var eins og ég hefði alltaf þekkt hann og höfum við verið góðir vinir síðan. Þetta gildir líka um aðra sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, saumaklúbbskonur, samstarfsfólk úr frystihúsinu og skólanum, já ég hef verið mjög heppin.

Við vorum lengst af í gamla prestsbústaðnum í Miðstræti og þar æfði Gunnar karlarkórinn. Við keyptum flygillinn og menn úr kórnum hjálpaðu við að bera þetta ferlíki inn. Svona man ég hvað allir voru alltaf tilbúnir að hjálpast að. Líka þegar við fluttum yfir í Ella-húsið á Hlíðarvegi og nágranarnir voru reiðubúnir að hjálpa og hvað allt gekk vel og snurðulaust fyrir sig.

Eins þegar við fengum hestana og þurftum að fá húspláss handa þeim. Það var gott að fá inni hjá Simma, Jóni Guðna og Valda og svo loks uppi á Hóli í gamla fjósinu hjá Guðmundi. Ég man líka reiðtúrana í góðum félagsskap og þessar fínu veitingar sem manni var boðið þegar við komum í hús.

Það hefur verið hægt að rifja upp og hlæja af þessu síðan.


Þetta var líka gott og vingjarnlegt samfélag því þar þekktu allir alla og í Bolungarvík þá þurfti t.d. ekki að læsa útidyrum. Satt að segja læstum við aldrei á nóttunni fyrr en ég vaknaði eina nótt við að einhver hafði lagt sig til fóta í hjónarúminu okkar og þurfti ég að drössla honum á fætur og keyra heim því ekki gat hann gengið svona á sig kominn. Upp úr þessu fórum við að læsa.

Muniði eftir Matta Karels, hann var tónlistamaður, spílaði á harmoniku, og var líka rakkari. Ég for til hans í klippingu sem er kannski ekki frásögu færandi. Settist saklaus í stólinn, tók ofan gleraugun og Matti byrjaði að klippa. Svo þurfti hann að skreppa afsíðis þó nokkuð oft, kom alltaf til baka og hélt áfram sinni iðju og ég spurði hvort hann væri ekki að verða búinn því mér fannst ég hefði setið nokkuð lengi. Loks var hann búinn og hann dustuði af mér og ég setti upp gleraugun. Ég leit út eins og nýkomin úr geislameðferð, hárið aðeins nokkrir sentimetrar. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, verið svona stutthærð. Löngu seinna varð þessi hárgreiðsla að tísku en hún var alls ekki í tísku þá.

Eitt sinn for ég í nýjan sumarkjól sem mamma hafði sent mér og gekk fram hjá búðinni hans Jóns Friðgeirs, Tani stoð í gættinni því veðrið var dæmalaust fínnt þennan dag. Ég var ánægð með mig í nýjustu tiskuflík en Tani horfði fast á mig og spurði mig svo:“Veronica mín, gleymdir þú að klæða þig úr náttkjólnum elskan ?”. Ég notaði auðvita ekki kjólinn aftur nema heima.

Málfar og misskilningur.

Það var fljotlega eftir við fluttum vestur að ég var að tala mitt bjagaða mál og lýsti því yfir að ég ætti vingott við sérstakann einstakling. Tók ég þá eftir því hvernig horft var einkennilega á mig, og bætti ég því fljótt við að ég ætti líka vingott við konu hans. Þurfti ég að útskýra fyrir einnhverjum þá átti ég við að við værum orðin ágætis vinir.

Seinna lærði ég um tvískílning í málfari en þá var auðvita of seint að bjarga mér úr vandræðum.

Sagt er að oft kunni maður ekki að meta það sem maður á fyrr en misst hefur. Ég verð að segja að þegar ég lít til baka verð ég mjög þakklát þessum árum í svona frábærum félagsskap vestfirskra víkinga og því aðkomufólki sem þá var búsett fyrir vestan.

Loks vil ég nota tækifærið og óska öllum Bolvíkingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Veronica M. Jarosz.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.