Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Virkjum Víkara | 29.11.2009 | Þjóðólfur
Þjóðólfur

Þjóðólfur heiti ég og er bróðir Þuríðar sundafyllis sem kunn fyrir að hafa numið landi í Bolungarvík. Ég bað Þuríði systur mína að fá land í Bolungarvík og hún leyfði mér svo mikið land sem ég gæti girt fyrir á einum degi. Ég lagði því garð frá Stiga og vildi girða fyrir Hlíðardal og Tungudal, en komst ekki lengra en í miðjan Tungudal um daginn og sjást þess enn merki hvar ég lagði garðinn. Ég kastaði því eign minni á báða dalina, en Þuríður þóttist eiga þann dalinn sem eigi var girt fyrir til fulls og varð svo að vera sem hún vildi. Þetta líkaði mér stórilla og vildi hefna mín og stal yxni sem Þuríður átti á Stigahlíð. Hún varð vör við er ég gekk á hlíðina og fór þegar á eftir mér, en ég tók yxnið og vildi leiða heim.

Við systkinin mættust þar sem heitir Ófæra, innst í hlíðinni. Hún réðst þegar á mig og vildi taka yxnið, en fékk ekki að gjört. Varð hún þá svo reið að hún lagði það á mig að ég yrði að steini, þar sem flestir fuglar á mig skitu. En ég lét þá svo um mælt á móti, að hún yrði að kletti þar sem vindur nauðaði hvað mest og stendur hún síðan efst á norðurhorninu á Óshlíð, svo sem glöggt má sjá.

 

Ég varð að kletti og valt fram í sjóinn og lenti þar á klöpp sem upp úr stóð. Sá klettur var jafnan alþakinn fugli og nefndist Þjóðólfur. Stóð kletturinn þarna alla tíð samfleytt þangað til um haustið 1936, er hann hvarf í logni og ládeyðu um nótt eina, svo að enginn vissi hvað af honum varð. Lengi mundu Bolvíkingar eftir Þjóðólfi og vissu gjörla hvar hann stóð, því að hann var stakur og var róið fram hjá honum í hvert sinn sem á sjó var farið. Fullyrða þeir að svo grunnt sé kringum klöppina sem hann stóð á að hann geti þar hvergi legið, án þess að hann sæist. Vilja menn trúa því að hann hafi horfið af því að þá var álagatíminn úti. Gjörla sjást þess merki hvar hann stóð á skerinu og hefur hann verið rúmir fimm faðmar á þann veginn sem niður sneri.

 

Og lýkur hér að segja frá mér og systur minni og Þuríði sundafylli og álögum okkar. Ég skora á Kristínu Unu Sæmundsdóttur að vera næsti " Virkjaði Víkari"

 

Edda útgáfa


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.