Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Örnefnasögur | 21.11.2007 | Heima í Bolungarvík
Pyrrapyttur

Pyrrapyttur er hjá Gilsodda í Syðridal. Um hann eru þessi ummæli:
Maður nokkur, sem ekki er nafngreindur, átti sér auknefnið Pyrri. Átti haan heima niðri í Bolungarvík. Eitt sinn, er vötn og mýrar voru ísi lögð, fór hann að nóttu til fram að Gili og stal þar hangikjötsrofi úr útihúsi. Fór hann með það sem leið liggur út Eyrar. Fennt hafði um nóttina. Þegar hann kom að pyttinum, féll hann í hann og druknaði. En þýfið fannst á bakkanum, Síðan er pytturinn kenndur við manninn og nefndur Pyrrapyttur.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.