Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Örnefnasögur | 20.11.2007 | Heima í Bolungarvík
Mannafallsskál

Á meðan Skálavík var fullbyggð, var allmargt fólk og samgöngur tíðar við Bolungarvík um Skálavíkurheiði. Í hríðarveðrum að vetrinum kom það stundum fyrir, að menn villtust á heiðinni, þó stutt sé. Í stað þess að fara austur og niður af miðri heiðinni, villtust þeir of langt til suðurs og lentu þá í stórri skál, sem þar er innan til við heiðina, Tungumegin. Þegar þangað var komið, fundu þeir enga leið út úr skálinni aftur og urðu þar úti. Sagt er að eitt sinn hafi 18 menn verið á ferð inn yfir heiðina. Villtust þeir inn í skálina og urðu þar til. Af þessu á nafn skálarinnar að vera dregið. Sögð hafa verið þau ummæli forn, að í skálinni ættu að týnast 20 menn, og síðan ekki fleiri. Afar langt er síðan þarna hafa farist menn, svo ætla má, að máttur þessara ummæla sé nú þorrinn.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.