Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 22.3.2017 22:46:14 |

Bjartmar Guðlaugsson er flestum að góðu kunnur fyrir tónlist sína en hann hefur samið ógrynni af þekktum slögurum sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi. Bjartmar mun halda tónleika í Félagsheimli Bolungarvíkur laugardaginn 1. apríl nk. þar sem hann mun flytja öll sín bestu lög og verður að sjálfsögðu með lag þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn, með í farteskinu. Að loknum tónleikum, eða í kringum miðnættið mun Danstríó Vestfjarða stíga á sviðið og spila góða tónlist fram á nótt. 

Húsið opnar kl 21:00 og er miðaverð kr 2.500.


Menning og mannlíf | 20.3.2017 12:03:54 |

Mariann Rähni úr Tónlistarskóla Bolungarvíkur varð í fyrsta sæti á svæðistónleikum Nótunnar sem haldnir voru á Akranesi um helgina. Mariann er 11 ára gömul píanónemandi og var hennar atriðið sem það eina sem kom frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur að þessu sinni. Mariann flutti vals í e-moll eftir Frederic Chopin og fékk fyrir flutning sinn fyrstu verðlaun og mun hún því spila á lokatónleikum Nótunnar sem verða í Hörpunni  2. april nk. Píanókennari hennar í Tónlistarskóla Bolungarvíkur er Tuuli Rähni.

 

Nótan sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins var haldin í sjötta sinn nú í vetur. Á svæðistónleikum Nótunnar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð-Vesturlandi siðastliðinn laugardag voru 24 atriði þar sem nemendur frá 8 tónlistarskólum komu fram. Alls voru 3 atriði valin að koma fram á ...


Menning og mannlíf | 17.3.2017 17:14:58 |

Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkur óskar eftir þátttakendum í síðustu kvöldmáltíðina í Bolungarvík en síðasta kvöldmáltíðin er þátttökuverk sem leiðir áhorfandann til móts við eigin lífsgildi og lífsstíl um leið og það beinir sjónum að samfélaginu.

 

Verkið er flutt á fjórum stöðum á Íslandi á skírdag, á Raufarhöfn, í Keflavík, á Höfn í Hornafirði og í Bolungarvík. Verkin verða opin öllum endurgjaldslaust.

Gestum er boðið í einskonar hugleiðslugöngu eða ratleik þar sem þeir ganga í hugleiðslu á milli 12 stöðva.

 

Þeim sem búa á Vestfjörðum og Vesturlandi og hafa áhuga á þátttöku er bent á að hafa samband við Ólínu Öddu Sigurðardóttir, olda86@gmail.com.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Menning og mannlíf | 16.3.2017 10:57:24
Menning og mannlíf | 16.3.2017 09:03:50
Menning og mannlíf | 15.3.2017 10:08:45
Menning og mannlíf | 28.2.2017 11:09:24
Menning og mannlíf | 22.2.2017 14:29:29
Menning og mannlíf | 18.2.2017 12:00:00
Menning og mannlíf | 17.2.2017 11:44:07
Menning og mannlíf | 22.10.2016 17:17:11
Menning og mannlíf | 12.10.2016 22:47:30
Menning og mannlíf | 8.9.2016 12:57:12
Menning og mannlíf | 12.5.2016 20:22:20
Menning og mannlíf | 28.4.2016 11:56:19
Menning og mannlíf | 12.1.2016 22:40:03
Menning og mannlíf | 22.12.2015 13:30:41
Menning og mannlíf | 17.12.2015 20:47:50
Menning og mannlíf | 13.11.2015 16:56:52
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.