Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 29.10.2014 23:49:02 |

Jólahlaðborðin í Félagsheimili Bolungarvíkur verða laugardagana 29. nóvember og 6. desember en þar mun gleðin og glæsileikinn verða í fyrirrúmi. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir mun sjá um veislustjórn en Guðbjörg er þekkt fyrir mikinn húmor og ómeðvitaða orðheppni. Matseld verður í boði Núpsbræðanna Sigurðar og Guðmundar og verður úrval rétta á boðstólum. Þá mun Gunnar Hjörtur Hagbarðsson töfra fram ljúfa tóna yfir borðhaldi og Helgi Hjálmtýsson "prestfrú" í Bolungarvík og stúlknakórinn Englarnir munu færa gestum hinn rétta jólaanda. Síðan mun Benni Sig ásamt stórhljómsveit spila undir dansi fram á rauða nótt. Verð á jólahlaðborðin í Félagsheimili Bolungarvíkur er kr. 9.400 en fyrir hópa, þ.e. 10 manns eða fleiri, er verðið kr. 8.900.


Menning og mannlíf | 10.10.2014 18:11:53 |

Í kvöld, 10. október, klukkan 21:00 verður fyrsta spilavist vetrarins haldin í Einarshúsi. Verðlaun verða veitt fyrir flestu stigin auk skammarverðlauna í karla- og kvennaflokki.

Ákveðið hefur verið að spila einnig föstudaginn 17. október og verður svo spilavistin annan hvern föstudag eftir það.
 

Í kvöld, föstudagskvöld, verður Einarshúsið opið til 02:00


Menning og mannlíf | 26.9.2014 03:13:05 |

Snjóflóðavarnargarðarnir, Vörður og Vaki, í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september. Við garðana hefur verið komið fyrir upplýsingaskiltum um mannvirkinn sem garðarnir eru. Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vígði garðanna, séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir  gaf þeim nöfnin, Vörður og Vaki, en nöfn þeirra voru valin með rafrænni kosningu. Eftir vígslu garðanna var boðið til kaffisamsætis í Félagsheimili Bolvíkinga þar sem Tónlistarskóli Bolungarvíkur bauð uppá ljúfa tóna.

 

Hafþór Gunnarsson og fréttaritari Víkara tóku nokkrar ljósmyndir við vígslu garðanna og má skoða þær í albúmi hér til hliðar eða með því að smella hér :


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

Hlíðarstræti 8 til sölu.

Húsið er 120 m2 og áfastur 23 m2 bílskúr sem er í dag herbergi og geymsla. Samtals 4 svefnherbergi. Einnig 6 m2 garðhús. Tilboð óskast. U. 8920854

Eldra efni
Menning og mannlíf | 25.9.2014 18:55:33
Menning og mannlíf | 22.9.2014 22:30:40
Menning og mannlíf | 18.9.2014 23:21:00
Menning og mannlíf | 16.9.2014 14:51:07
Menning og mannlíf | 30.8.2014 12:41:07
Menning og mannlíf | 28.8.2014 22:45:08
Menning og mannlíf | 22.8.2014 10:00:40
Menning og mannlíf | 29.7.2014 23:15:25
Menning og mannlíf | 22.7.2014 23:25:30
Menning og mannlíf | 22.7.2014 22:21:43
Menning og mannlíf | 11.7.2014 19:17:48 | Ragna
Menning og mannlíf | 4.7.2014 00:51:55
Menning og mannlíf | 24.6.2014 23:17:23
Menning og mannlíf | 18.6.2014 15:30:22
Menning og mannlíf | 16.6.2014 22:51:28
Menning og mannlíf | 12.6.2014 15:47:21
Næstu viðburðir
sunnudagur, 2. nóvember 2014
Sunnudagaskóli í Hólskirkju

Sunnudagaskólinn hefst nú á sunnudaginn kl. 11.00 í kirkjunni. Söngur - Gleði - Gaman. Allir velkomnir.

laugardagur, 8. nóvember 2014
Jólabingó Sjálfsbjörg í Bolungarvík

Jólabingó verður haldið laugardaginn 8. nóv í sal Grunnskóla Bolungarvíkur Kl 14:00. Veitingar verða seldar í hléi. Allir velkomnir Kv stjórnin Sjálfsbjörg í Bolungarvík

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni