Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 21.2.2018 09:27:05 |

Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur fer fram á morgun, fimmtudaginn 22. febrúar kl: 17:15 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Þema árshátíðarinnar er Stuðmannamyndin "Með allt á hreinu..." og er fullvíst að tónlist Stuðmanna og Grýlanna mun óma um félagsheimilið og gleðja árshátíðargesti. 

 

Aðganseyrir er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 16 ára. Nemendur í 1. - 6. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur borga þó ekki inn. Veitingar verða seldar á staðnum og verður boðið upp á hagstæð pizzu-tilboð sem afgreidd verða í hléi.

 

Bolvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á árshátíð GB og njóta veglegra skemmtiatriða nemenda grunnskólans.


Menning og mannlíf | 9.2.2018 21:05:32 |

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af geislaplötum á fjöldamörgum heimilum. Núna hefur Lottan ákveðið að dusta rykið af þessum gömlu sýningum og endurvekja þær, 10 árum síðar og nú innandyra. Leikhópurinn byrjar á byrjuninni, á Galdrakarlinum í Oz sem er fyrsta verkið sem sérstaklega var skrifað fyrir Lottu.

 

Galdrakarlinn í Oz verður sýndur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun laugardaginn 10. febrúar og hefst sýningin kl. 16:00.

 

Flestir þekkja söguna af ævintýralegu ferðalagi Kansasstúlkunnar Dórótheu og Tótó, hundinum hennar, til ævintýralandsins Oz. Þar kynnist hún ...


Menning og mannlíf | 9.2.2018 12:37:48 |

Söngakeppni félagsmiðstöðvanna á Vestfjörðum, Samvest 2018, fór fram fyrir fullu húsi í Félagsheimili Bolungarvíkur í gærkvöld. Til keppni voru skráð sjö atriði með tíu þátttakendum frá félagsmiðstöðvunum Tópaz í Bolungarvík og Djúpinu á Ísafirði.

 

Úrslit keppninngar urðu á þann veg að í 1. sæti varð Svava Rún Steingrímsdóttir frá Djúpinu sem lék á píanó og söng lagið Beatiful Lies eftir Birdy, í 2. sæti varð Ólöf Máney Ásmundsdóttir frá Tópaz sem söng lagið Watch eftir Billie Eilish og í 3. sæti varð Karólína Mist Stefánsdóttir frá Tópaz sem söng lagið Rainbow eftir Kesh en þar lék Silfá á píanó og Guðmundur spilaði á trommur. Dómnefnd veitti einnig sérstök verðlaun fyrir leikræn tilþrif og ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Menning og mannlíf | 1.2.2018 10:28:07
Menning og mannlíf | 30.1.2018 14:02:04
Menning og mannlíf | 28.6.2017 14:20:28
Menning og mannlíf | 1.6.2017 13:30:27
Menning og mannlíf | 19.4.2017 20:28:44
Menning og mannlíf | 11.4.2017 21:09:05
Menning og mannlíf | 3.4.2017 13:40:42
Menning og mannlíf | 31.3.2017 13:46:36
Menning og mannlíf | 22.3.2017 22:46:14
Menning og mannlíf | 20.3.2017 12:03:54
Menning og mannlíf | 17.3.2017 17:14:58
Menning og mannlíf | 16.3.2017 10:57:24
Menning og mannlíf | 16.3.2017 09:03:50
Menning og mannlíf | 15.3.2017 10:08:45
Menning og mannlíf | 28.2.2017 11:09:24
Menning og mannlíf | 22.2.2017 14:29:29
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar