Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 13.11.2015 16:56:52 |

Sunnudagurinn 8. nóvember var helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í Bolungarvík var dagurinn haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. nóvember hjá grunn- og leikskóla bæjarins. Nemendur sem og starfsfólk skólanna komu saman í Íþróttamiðstöðinni Árbæ en þær Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir og Laddawan Dagbjartsson höfðu skipulagt dagskrá í tilefni dagsins.

Lagt var upp með leiki sem efla samvinnu, samskipti og vinsemd. Skiptust nemendur skólanna á vinaböndum sem þeir höfðu gert sjálfir, ásamt því að farið var í leiki með blöðrur og húllahringi að lokum voru sungin nokkur lög.

Fréttaritari Víkara gerði eftirfarandi myndband eftir vel lukkaðan dag gegn einelti hér í Bolungarvík :  https://www.youtube.com/watch?v=tGUdowXX1jE&feature=youtu.be


Menning og mannlíf | 29.10.2015 11:58:15 |

Í Bolungarvík starfa ýmis félög og er Lionsklúbbur Bolungarvíkur eitt þeirra en klúbburinn á sér 56 ára sögu. Nú er vetrarstarf klúbbsins hafið og verða fundir klúbbsins haldnir á miðvikukdagskvöldum í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

 

Góðir gestir heimsóttu bolvíska Lionsmenn á síðasta fundi þeirra en það voru þeir Stefán Jóhann Árnason, umdæmisstjóri Lions á Íslandi, og Úlfar B Thoroddsen, svæðisstjóri á Vestfjörðum. Í tilfefni heimsóknarinnar var Jónasi Guðmundssyni færð viðurkenning fyrir 25 ára starf innan Lionshreyfingarinnar en Jónas lét af störfum sem formaður Lionsklúbbs Bolungarvíkur sl. vor.

 

Núverandi stjórn Lionsklúbbs Bolungarvíkur er skipuð þeim Helga Hjálmtýssyni, formanni, Kristjáni Karli Júlíussyni og Baldri Smára Einarssyni.


Menning og mannlíf | 18.10.2015 12:00:00 |

The Voice er raunveruleikaþáttur sem hefur farið sigurför um heiminn og hóf hann göngu sína hér á Íslandi nú í haust. Í þættinum fá söngvarar tækifæri til þess að slá í gegn hjá þjálfurum þáttarins sem og landsmönnum öllum. Þjálfarar þáttarins eru þau Helgi Björnsson, Svala Björgvinsdóttir, Unnsteinn Manuel og Salka Sól og er þeirra hlutverk að finna bestu rödd Íslands.

Þátturinn er sýndur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum á föstudagskvöldum. S.l. föstudagskvöld steig Bolvíkingurinn Hjörtur Traustason á svið og var frammistaða hans sögð stórkostleg og kallaði fram gæsahúð margra. Hjörtur er sonur Trausta Bernódussarsonar og Hjördísar Jónsdóttur og er búsettur í Bolungarvík.

Á Facebook hefur verið opnuð stuðningsmannasíða Hjartar, Team Hjörtur Voice Ísland, en ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Menning og mannlíf | 9.10.2015 08:55:53
Menning og mannlíf | 30.9.2015 10:17:38
Menning og mannlíf | 24.9.2015 14:02:24
Menning og mannlíf | 9.8.2015 15:56:53
Menning og mannlíf | 1.8.2015 21:00:52
Menning og mannlíf | 24.7.2015 22:00:53
Menning og mannlíf | 7.7.2015 23:41:48
Menning og mannlíf | 7.7.2015 23:15:18
Menning og mannlíf | 13.6.2015 19:30:23
Menning og mannlíf | 12.6.2015 14:09:35
Menning og mannlíf | 10.6.2015 20:25:08
Menning og mannlíf | 9.6.2015 23:03:59
Menning og mannlíf | 3.6.2015 11:33:30
Menning og mannlíf | 2.6.2015 08:48:00
Menning og mannlíf | 1.6.2015 20:27:22
Menning og mannlíf | 29.5.2015 07:20:28
Næstu viðburðir
sunnudagur, 29. nóvember 2015
Sunnudagaskóli í Hólskirkju

Sunnudagaskóli í Hólskirkju 29. nóvember kl. 11:00.

Sögur, kirkjubrúður og mikill söngur.

Allir velkomnir

sunnudagur, 6. desember 2015
Sunnudagaskóli í Hólskirkju

Sunnudagaskóli í Hólskirkju 6. desember kl. 11:00.

Sögur, kirkjubrúður og mikill söngur.

Allir velkomnir

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni