Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 19.4.2017 20:28:44 |

Fjölskyldudagur Björgunarsveitarinnar Ernis verður haldinn á morgun 20. apríl en fjölskyldudagurinn er alla jafna haldinn á sumardaginn fyrsta. Björgunarsveitin Ernir býður íbúum Bolungarvíkur að koma með fjölskyldur sínar upp á Skálavíkurheiði til að renna sér og hafa gaman. Fjörið hefst kl. 12:00 og verður fram eftir degi eftir því hve mæting verður góð.

 

Ungir sem aldnir eru hvattir til að hittast hressir upp á Skálavíkurheiði og fagna sumri og sól og hafa gaman saman. Hafa þarf skíði, sleða, þotur, bretti og góða skapið meðferðis og svo auðvitað nestið.

 

Björgunarsveitarin Ernir heldur fjölskyldudaginn á hverju ári til að þakka bæjarbúum fyrir stuðninginn á liðnu ári.


Menning og mannlíf | 11.4.2017 21:09:05 |

Á skírdag verður sviðslistaverkið Síðasta kvöldmáltíðin flutt í Bolungarvík. Síðasta kvöldmáltíðin er ekki leiksýning heldur upplifunarganga í formi gönguferðar, sem leiðir áhorfandann, - einn í einu - til móts við eigin lífsgildi og lífsstíl um leið og það beinir sjónum að samfélagslegum álitamálum. Hvað er gott líf? Hvað skiptir mestu máli í lífinu?

 

Víkin fagra er sviðið sem leiðir þig í gegnum upplifanir, farið er í gegnum nokkrar stöðvar eins og ratleik og notað er meðalannars við lifandi tónlist, náttúruna, eld, vatn, sögur, ljóðalestur og þögn. Ferðalagið tekur um rúma klukkustund frá upphafi til enda.

 

Nokkuð fleiri sæti eru í boði á síðustu kvöldmáltíðina í Bolungarvík um páskana en voru í boði í síðustu ...


Menning og mannlíf | 3.4.2017 13:40:42 |

Mariann Rähni úr Tónlistarskóla Bolungarvíkur stóð sig frábærlega á lokahátið Nótunnar sem fram fór í Eldborgarsal Hörpu í gær. Flutningur Mariann á valsi í e-moll eftir Frederic Chopin var eitt af 10 framúrskarandi atriðum sem fengu sérstaka viðurkenningu og verðlaunagrip Nótunnar í ár. Mariann er 11 ára gömul og hafði áður hlotið fyrsta sætið á svæðistónleikum Nótunnar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð-Vesturlandi. Nótan er uppskeruhátið tónlistarskóla landsdins og var nú haldin í sjötta sinn. Píanókennari Mariann í Tónlistarskóla Bolungarvíkur er Tuuli Rähni.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Menning og mannlíf | 31.3.2017 13:46:36
Menning og mannlíf | 22.3.2017 22:46:14
Menning og mannlíf | 20.3.2017 12:03:54
Menning og mannlíf | 17.3.2017 17:14:58
Menning og mannlíf | 16.3.2017 10:57:24
Menning og mannlíf | 16.3.2017 09:03:50
Menning og mannlíf | 15.3.2017 10:08:45
Menning og mannlíf | 28.2.2017 11:09:24
Menning og mannlíf | 22.2.2017 14:29:29
Menning og mannlíf | 18.2.2017 12:00:00
Menning og mannlíf | 17.2.2017 11:44:07
Menning og mannlíf | 22.10.2016 17:17:11
Menning og mannlíf | 12.10.2016 22:47:30
Menning og mannlíf | 8.9.2016 12:57:12
Menning og mannlíf | 12.5.2016 20:22:20
Menning og mannlíf | 28.4.2016 11:56:19
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.