Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 22.10.2016 17:17:11 |

Vestfirskir tónlistarunnendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því engir jólatónleikar verði við Djúp á aðventunni. Benni Sig - Viðburðir kynna nú jólatónleikana "Hátíðartónar" sem haldnir verða í Ísafjarðarkirkju 19. desember nk. Á tónleikunum koma fram Gissur Páll Gissurarson, Sigrún Pálmadóttir og Halldór Smárason en auk þessara frábæru listamanna verður óvænt atriði á tónleikunum sem mun færa gæsahúðarmómentið upp á hæsta level.

 

Tónleikarnir verða nánar auglýstir fljótlega.


Menning og mannlíf | 12.10.2016 22:47:30 |

Þórhallur Sigurðsson eða Laddi hefur í gegnum tíðina verið okkar ástsælasti skemmtikraftur. Hann hefur gefið okkur fjöldan allan af persónum sem við höfum fengið að njóta og elska, hann hefur samið og flutt mörg af þekktustu lögum íslenskrar tónlistarsögu og komið fram í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Nú er tækifærið að hitta Ladda í návígi, skyggnast á bak við grímuna og heyra hann segja frá ferlinum. Hann mun koma fram ásamt undirleikaranum Hirti Howser, fara yfir persónurnar og lögin, segja frá tilurð þeirra og segja sögurnar sem fæstir hafa heyrt frá honum sjálfum.
Sýningin verður laugardaginn 15. okt. og byrjar kl 21:00 en húsið opnar kl 20:00.

Miðaverð kr 3.900 við hurð en kr 2.900 í forsölu í Einarshúsi frá 12:00 á hádegi til kl 20:00 á laugardeginum þann 15. okt.


Menning og mannlíf | 8.9.2016 12:57:12 |

Í tilefni af Bókasafnadeginum 8. september 2016 verður fróðleg dagskrá á Bókasafni Bolungarvíkur í dag. Dagskráin hefst kl 15 með spurningaleik og sýningu á gömlum bókum en kl 16 verður fjallað um Jens E. Níelsson og hans fjölrituðu og handskrifuðu blöð.

 

Að öllu jöfnu lánar bókasafnið bækur en á Bókasafnadaginn ætlar bókasafnið líka að gefa og selja bækur. 

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á Bókasafn Bolungarvíkur á Bókasafnadaginn.

 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Óska eftir

Óska eftir íbúð helst með húsgögnum til leigu í 1-2 mánuði. Vinsamlegast hafið samband í síma 8466383

Eldra efni
Menning og mannlíf | 12.5.2016 20:22:20
Menning og mannlíf | 28.4.2016 11:56:19
Menning og mannlíf | 12.1.2016 22:40:03
Menning og mannlíf | 22.12.2015 13:30:41
Menning og mannlíf | 17.12.2015 20:47:50
Menning og mannlíf | 13.11.2015 16:56:52
Menning og mannlíf | 29.10.2015 11:58:15
Menning og mannlíf | 18.10.2015 12:00:00
Menning og mannlíf | 9.10.2015 08:55:53
Menning og mannlíf | 30.9.2015 10:17:38
Menning og mannlíf | 24.9.2015 14:02:24
Menning og mannlíf | 9.8.2015 15:56:53
Menning og mannlíf | 1.8.2015 21:00:52
Menning og mannlíf | 24.7.2015 22:00:53
Menning og mannlíf | 7.7.2015 23:41:48
Menning og mannlíf | 7.7.2015 23:15:18
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Hvað skal kjósa? Opið bréf til frambjóðenda
20.10.2016 17:24:40

Ágæti frambjóðandi

 

Nú styttist óðum í kjördag og kosningaloforðin þeytast fram á völlinn sem aldrei fyrr. Umræðan virðist snúast að stóru leyti um hver geti ...

Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Myndbandið
Nýleg virkni