Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 13.6.2015 19:30:23 |

Kvikmyndin Albatross var sýnd fyrir nánast fullu húsi á fyrri forsýningu myndarinnar í Félagsheimili Bolungarvíkur nú síðdegis í dag. Myndin hlaut góðar viðtökur og mikið lófaklapp áhorfenda í lok sýningar. Ætla má að stemmningin verði engu minni í kvöld þegar seinni sýningin verður kl. 20:00.

 

Á forsýningunni voru að sjálfsögðu mættir flestir af leikurum myndarinnar, aðstandendum hennar og að sjálfsögðu leikstjórinn Snævar Sölvi Sölvason. Hópurinn var mjög ánægður með niðurstöðuna og viðtökur áhorfenda.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn eftir fyrri sýninguna.


Menning og mannlíf | 12.6.2015 14:09:35 |

Sandra Borg er fatahönnuður og byrjaði að hanna fánapokana þegar hún var með vinnustofu sína í Bolungarvík fyrir nokkrum árum er hún bjó hjá afa sínum og ömmu þeim Ólafi Kristjánssyni og Herdísi Ágústu Eggertsdóttur. Síðan þá hefur verkefnið um fánapokana undið upp á sig og fer stækkandi en Sandra framleiðir þá á vinnustofu sinni í Kópavogi og heldur úti vefversluninni www.sandraborg.com  en þar má einnig sjá aðra hönnun. Fánapokarnir eru endurvinnsluver­kefni sem unnið er í samstarfi við Fánasmiðjuna á Ísafirði og fást þeir nú á betra verði í nokkra daga á www.hopkaup.is undir www.hopkaup.is/snadra-fjolnotapokar.


Menning og mannlíf | 10.6.2015 20:25:08 |

Bolvíska kvikmyndin Albatross kemur fyrst fyrir sjónir almennings á tveimur forsýningum í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 13. júní nk.  Forsýningarnar eru ætlaðar velunnurum Albatross og eru á laugardaginn kl. 17:00 og kl. 20:00 og geta velunnarar valið um hvora sýninguna þeir kjósa að mæta á.

 

Kvikmyndin Albatross er tekin upp í Bolungarvík og skartar einvala liði bolvískra leikara, s.s. Ævari Erni Jóhannssyni, Finnboga Degi Sigurðssyni, Birnu Hjaltalín Pálmadóttur, Guðmundi "Mugga" Kristjánssyni að ógleymdum Pálma Gestssyni. Að sjálfsögðu þarf varla að taka fram að höfundur og leikstjóri myndarinnar, Snævar Sölvi Sölvason, er einnig borinn og barnfæddur Víkari. 

 

Framleiðendur Albatross vilja koma því á framfæri að það verða ekki sendir út miðar vegna forsýninganna heldur verður gestalisti við innganginn. Einnig ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Menning og mannlíf | 9.6.2015 23:03:59
Menning og mannlíf | 3.6.2015 11:33:30
Menning og mannlíf | 2.6.2015 08:48:00
Menning og mannlíf | 1.6.2015 20:27:22
Menning og mannlíf | 29.5.2015 07:20:28
Menning og mannlíf | 27.5.2015 15:22:26
Menning og mannlíf | 22.5.2015 22:03:19
Menning og mannlíf | 21.5.2015 23:36:37
Menning og mannlíf | 21.5.2015 17:01:13
Menning og mannlíf | 4.5.2015 19:57:26
Menning og mannlíf | 20.4.2015 22:56:10
Menning og mannlíf | 13.4.2015 21:34:36 | Morgunblaðið
Menning og mannlíf | 9.4.2015 12:18:46
Menning og mannlíf | 29.3.2015 09:58:30
Menning og mannlíf | 13.3.2015 09:35:57
Menning og mannlíf | 5.3.2015 17:28:11
Næstu viðburðir
laugardagur, 25. júlí 2015
Kvöldverður með dinnertónlist í Einarshúsi

 Anna Þuríður og Aron Guðmundsson leika undir borðhaldi.

Þriggja rétta matseðill, nánar auglýst síðar. 

 

 

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni