Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 25.11.2014 00:41:11 |

Lionsklúbbur Bolungarvíkur færði Sigurði Gíslasyni nýverið Melvin Jones viðurkenningu sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar og er veitt fyrir mikið og fórnfúst starf í þágu hreyfingarinnar. Það var Jónas Guðmundssson, formaður Lionsklúbbs Bolungarvíkur, sem færði Sigurði viðurkenninguna á fundi klúbbsins fyrr í þessum mánuði.

 

Sigurður Gíslason á að baki starfsferil sem spannar nokkra áratugi í Lionshreyfingunni og hefur komið að mörgum góðum framfraramálum í gegnum tíðina. Hann var einn stofnenda og fyrsti formaður Lionsklúbbs Borgarness og var um nokkurt skeið formaður Lionsklúbbs Reykjavíkur en síðustu árin hefur hann starfað í Lionsklúbbi Bolungarvíkur þar sem hann hefur látið líknarmálin sig sérstaklega varða.


Menning og mannlíf | 20.11.2014 21:37:13 |

Ætli séu til foreldrar sem eru vondir við börnin sín? Eru til mæður og feður sem lemja og hæðast að sonum sínum og dætrum? Slíkar spurningar koma upp í huga Gumma eftir að hafa hort á mömmu Bjálfa lemja hann með drumbi. Áleitnar og erfiðar spurningar, en nauðsynlegar engu að síður.

 

Bókin Gummi fer í fjallgöngu er fjórða bók Bolvíkingsins Dagbjartar Ásgeirsdóttur og jafnframt fjórða bókin í bókaröðinni um félagana Gumma og Rebba. Í bókinni kynnist Gummi dvergunum Alreki og Báreki og einnig tröllkarlinum Bjálfa, sem dvergarnir leggja í einelti. Þegar móðir Bjálfa, illskeytt skessa sem svífst einskis, hremmir Gumma með klóm sínum er voðinn vís.

 

Fyrri bækur Dagbjartar hafa hlotið góða dóma og lof gagnrýnenda sem og kennara enda eru þær talsvert notaðar í leik-og grunnskólum þegar unnið er með ...


Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:52:22 |

Það verður mikið um dýrðir í Félagsheimili Bolungarvíkur næstkomandi sunnudag 23. nóvember þegar Töfrahetjurnar Einar Mikael og Eyrún Anna og sýna listir sínar á sannkallaðri fjölskylduskemmtun. Töframaðurinn Einar Mikael er einn færasti töframaður og skemmtikraftur á Íslandi í dag. Einar Mikael er snillingur í að koma fólki á óvart með mögnuðum sjónhverfingum og drepfyndnum göldrum. Sýningin sem boðið verður upp á í Félagsheimilinu er einstök upplifun fyrir unga jafnt sem aldna og verða trúðar við innganginn sem sprella í krökkunum.

 

Töfrasýningin hefst kl. 14:00 en húsið/miðasala opnar kl 13:00. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og inn í því verði eru innifaldar veitingar. Hægt er að panta miða í forsölu í síma 690 2303.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

Hlíðarstræti 8 til sölu.

Húsið er 120 m2 og áfastur 23 m2 bílskúr sem er í dag herbergi og geymsla. Samtals 4 svefnherbergi. Einnig 6 m2 garðhús. Tilboð óskast. U. 8920854

Eldra efni
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:27:54
Menning og mannlíf | 19.11.2014 00:42:17
Menning og mannlíf | 13.11.2014 00:46:16
Menning og mannlíf | 6.11.2014 23:51:17
Menning og mannlíf | 6.11.2014 22:38:49
Menning og mannlíf | 29.10.2014 23:49:02
Menning og mannlíf | 10.10.2014 18:11:53
Menning og mannlíf | 26.9.2014 03:13:05
Menning og mannlíf | 25.9.2014 18:55:33
Menning og mannlíf | 22.9.2014 22:30:40
Menning og mannlíf | 18.9.2014 23:21:00
Menning og mannlíf | 16.9.2014 14:51:07
Menning og mannlíf | 30.8.2014 12:41:07
Menning og mannlíf | 28.8.2014 22:45:08
Menning og mannlíf | 22.8.2014 10:00:40
Menning og mannlíf | 29.7.2014 23:15:25
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni