Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 31.1.2015 07:57:56 |

Fyrri undankeppni fyrir Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins fer fram í kvöld, laugardagskvöld. Við Bolvíkingar eigum þar fulltrúa en Ásta Björg Björgvinsdóttir er bjó á Hanhólli er á meðal þátttakenda. Í fyrra tók Ásta Björg einnig þátt í undankeppninni í samstarfi við vinkonu sína Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur með lagið Eftir eitt lag í flutningi Gretu Salóme Samúelsdóttur.
Í ár sendir Ásta Björg inn lagið Þú leita líka að mér sem flutt er af hljómsveitinni Hinemoa, texti lagsins er eftir Bergrúnu Írisi.

 

Hljómsveitin Hinemoa var stofnuð árið 2014 og er skipuð þeim Ástu Björg, Rakel Pálsdóttur, Gísla Pál Karlssyni, Kristofer Nökkva Sigurðssyni, Sindra Magnússyni og Regínu Lilju Magnúsdóttur.

 

Um lagið segir Ásta: „Lagið var samið fyrir þó nokkru ...


Menning og mannlíf | 15.1.2015 23:11:49 |

Föstudaginn 16. janúar verður Samvest, Söngvakeppni grunnskólanna á Vestfjörðum, haldin í Félagsheimili Bolungarvíkur. Að þessu sinni sendir Grunnskóli Bolungarvíkur tvö atriði til keppni. Söngvakeppnin byrjar kl 19:30 og verður búin eigi síðar en kl 21:00. Hljómsveitin Rythmatik mun spila í hléinu. Allir eru hjartanlega velkomnir á söngvakeppnina og eru Bolvíkingar hattir til að að mæta og styðja við bakið á okkar keppendum. Aðgangseyrir er kr 1.000.  


Menning og mannlíf | 9.1.2015 14:29:37 |


Hestamannafélagið Gnýr heldur súpukvöld í félagsheimili félagsins, föstudaginn 9 janúar 2015. Húsið opnar klukkan 20:00 og verður súpan borin fram um klukkan 20:30. Allir eru hvattir til þess að mæta og gæða sér á súpu.

Súpa og brauð 1000 kr fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn sem eru yngir en 12 ára.
Drykkir ekki innifaldir í verði.

Það getur því talist góð hugmynd að taka bíltúr í hesthúsahverfið eftir Þrettándagleðina sem haldin verður í kvöld og gæða sér á heitri súpu. Skrúðgangan hefst frá Grunnskóla Bolungarvíkur klukkan 18:45 og kveikt verður í bálkestinum klukkan 19:00.
 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Menning og mannlíf | 6.1.2015 09:00:00
Menning og mannlíf | 17.12.2014 12:53:57
Menning og mannlíf | 10.12.2014 21:50:45
Menning og mannlíf | 27.11.2014 01:00:31
Menning og mannlíf | 25.11.2014 00:41:11
Menning og mannlíf | 20.11.2014 21:37:13
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:52:22
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:27:54
Menning og mannlíf | 19.11.2014 00:42:17
Menning og mannlíf | 13.11.2014 00:46:16
Menning og mannlíf | 6.11.2014 23:51:17
Menning og mannlíf | 6.11.2014 22:38:49
Menning og mannlíf | 29.10.2014 23:49:02
Menning og mannlíf | 10.10.2014 18:11:53
Menning og mannlíf | 26.9.2014 03:13:05
Menning og mannlíf | 25.9.2014 18:55:33
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni