Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 22.2.2017 14:29:29 |

Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur fer fram á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar kl: 17:15 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Þema árshátíðarinnar er kvikmyndin / söngleikurinn Grease sem notið hefur mikilla vinsælla í gegnum tíðina.

 

Hér má sjá myndband frá undirbúningi við skemmtiatriði árshátíðarinnar (https://www.youtube.com/watch?v=f8ibTW6g6Ik)

 

Aðganseyrir er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 16 ára. Nemendur í 1. - 6. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur borga þó ekki inn. Veitingar verða seldar á staðnum og verður boðið upp á hagstæð pizzu-tilboð sem afgreidd verða í hléi.

 

Bolvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á árshátíð GB og njóta veglegra skemmtiatriða nemenda grunnskólans.


Menning og mannlíf | 18.2.2017 12:00:00 |

Mánudaginn 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn í tíunda sinn. Dagur leikskólans er meðal annars samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

 

Leikskólar landsins hafa haldið uppá dag leikskólans með margbreytilegum hætt í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Í leikskólanum Glaðheimar í Bolungarvík voru gerð fimm kynningarmyndbönd í þeim tilgangi að gefa fólki smá innsýn í það starf sem unnið er í leikskólanum okkar. Myndböndin sýna almennt starf í skólanum sem og hvernig  unnið er að námsþáttum skólans sem eru fjórir; Læsi og samskipti, Heilbrigði og vellíðan, Sjálfbærni og vísindi sem og Sköpun og ...


Menning og mannlíf | 17.2.2017 11:44:07 |

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í Grunnskóla Bolungarvíkur fyrr í þessari viku. Nemendur þóttu standa sig einstaklega vel í upplestrinum en þau lásu í fyrri umferð kafla úr sögu en í seinni umferð var ljóðalestur. Það var því erfitt verk fyrir dómnefnd að velja hvaða nemendur færu áfram í lokakeppnina sem haldin verður á Ísafirði í byrjun mars.

 

Niður staða dómnefndar var að þau Jón Karl Karlsson og Íris Embla Stefánsdóttir verða fulltrúar Grunnskóla Bolungarvíkur í lokakeppninni en til til vara eru þær Andrea Ósk Óskarsdóttir og Marín Ómarsdóttir. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Menning og mannlíf | 22.10.2016 17:17:11
Menning og mannlíf | 12.10.2016 22:47:30
Menning og mannlíf | 8.9.2016 12:57:12
Menning og mannlíf | 12.5.2016 20:22:20
Menning og mannlíf | 28.4.2016 11:56:19
Menning og mannlíf | 12.1.2016 22:40:03
Menning og mannlíf | 22.12.2015 13:30:41
Menning og mannlíf | 17.12.2015 20:47:50
Menning og mannlíf | 13.11.2015 16:56:52
Menning og mannlíf | 29.10.2015 11:58:15
Menning og mannlíf | 18.10.2015 12:00:00
Menning og mannlíf | 9.10.2015 08:55:53
Menning og mannlíf | 30.9.2015 10:17:38
Menning og mannlíf | 24.9.2015 14:02:24
Menning og mannlíf | 9.8.2015 15:56:53
Menning og mannlíf | 1.8.2015 21:00:52
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Hvað skal kjósa? Opið bréf til frambjóðenda
20.10.2016 17:24:40

Ágæti frambjóðandi

 

Nú styttist óðum í kjördag og kosningaloforðin þeytast fram á völlinn sem aldrei fyrr. Umræðan virðist snúast að stóru leyti um hver geti ...

Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Myndbandið
Nýleg virkni