Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 8.9.2016 12:57:12 |

Í tilefni af Bókasafnadeginum 8. september 2016 verður fróðleg dagskrá á Bókasafni Bolungarvíkur í dag. Dagskráin hefst kl 15 með spurningaleik og sýningu á gömlum bókum en kl 16 verður fjallað um Jens E. Níelsson og hans fjölrituðu og handskrifuðu blöð.

 

Að öllu jöfnu lánar bókasafnið bækur en á Bókasafnadaginn ætlar bókasafnið líka að gefa og selja bækur. 

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á Bókasafn Bolungarvíkur á Bókasafnadaginn.

 


Menning og mannlíf | 12.5.2016 20:22:20 |

Í gær fengu börnin á Kisudeild leikskólans Glaðheima í Bolungarvík góða gesti í heimsókn. Þetta voru félagarnir Haukur og Lúlli en Haukur er starfandi lögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum og starfar Lúlli  þar sömuleiðis sem lögreglubangsi.

 

Lúlli og Haukur spjölluðu við börnin og fóru yfir það hve mikilvægt það er að nota reiðhjólahjálma, öryggisbelti og bílstóla í bíl. Haukur sýndi börnunum bláu ljósin á lögreglubílnum og leyfði þeim að heyra í sírenunum. Áður en þeir Haukur og Lúlli héldu af stað á lögreglustöðina fengu börnin að sjá Lúlla sitjandi á bílsessu með beltið spennt aftur í lögreglubílnum - vel gert!

 


Menning og mannlíf | 28.4.2016 11:56:19 |

Nemendur í Grunnskóla Bolungarvíkur eru nú þátttakendur í sínu þriðja evrópska skóla samstarfsverkefni.

 

Fyrstu tvö verkefnin voru viðskiptatengd þar sem nemendur fræddust um Fair trade og frumkvöðla. Þriðja verkefnið er af allt öðrum toga og reynir á leiklistarhæfileika nemenda. Einnig er unnið með sjálfstraust, framkomu og fleira. Verkefnið heitir Looking for a universal language by means of performing arts eða ULPA.

 

Emil Uni Elvarsson, Svanhildur Helgadóttir, Karolína Sif Benediktsdóttir og Kristjana Berglind Finnbogadóttir taka þátt í verkefninu og fara þau öll til Luxemborgar í næstu viku.  Þar munu þau taka þátt í ströngum leiklistaræfingum ásamt krökkum frá samstarfslöndunum fjórum og endar vinnan á sameiginlegri leiksýningu þar úti.

 

Þetta er fjórða ferð hópsins, en þau hafa farið til Alicante, Catania ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Óska eftir

Óska eftir íbúð helst með húsgögnum til leigu í 1-2 mánuði. Vinsamlegast hafið samband í síma 8466383

Eldra efni
Menning og mannlíf | 12.1.2016 22:40:03
Menning og mannlíf | 22.12.2015 13:30:41
Menning og mannlíf | 17.12.2015 20:47:50
Menning og mannlíf | 13.11.2015 16:56:52
Menning og mannlíf | 29.10.2015 11:58:15
Menning og mannlíf | 18.10.2015 12:00:00
Menning og mannlíf | 9.10.2015 08:55:53
Menning og mannlíf | 30.9.2015 10:17:38
Menning og mannlíf | 24.9.2015 14:02:24
Menning og mannlíf | 9.8.2015 15:56:53
Menning og mannlíf | 1.8.2015 21:00:52
Menning og mannlíf | 24.7.2015 22:00:53
Menning og mannlíf | 7.7.2015 23:41:48
Menning og mannlíf | 7.7.2015 23:15:18
Menning og mannlíf | 13.6.2015 19:30:23
Menning og mannlíf | 12.6.2015 14:09:35
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Smelltu til að skoða Endurskoðandi á villigötum
26.1.2016 22:38:05

Jón Þorgeir Einarsson, endurskoðandi í Bolungavík er með  nokkar ásakanir í minn garð í grein á bb.is í gær. Þeim er nauðsynlegt að svara. Fyrst er til að taka að endurskoðandinn ...

Myndbandið
Nýleg virkni