Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 22.3.2017 22:46:14 |
Bjartmar í Félagsheimilinu 1. apríl

Bjartmar Guðlaugsson er flestum að góðu kunnur fyrir tónlist sína en hann hefur samið ógrynni af þekktum slögurum sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi. Bjartmar mun halda tónleika í Félagsheimli Bolungarvíkur laugardaginn 1. apríl nk. þar sem hann mun flytja öll sín bestu lög og verður að sjálfsögðu með lag þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn, með í farteskinu. Að loknum tónleikum, eða í kringum miðnættið mun Danstríó Vestfjarða stíga á sviðið og spila góða tónlist fram á nótt. 

Húsið opnar kl 21:00 og er miðaverð kr 2.500.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.