Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 31.3.2017 13:46:36 |
Fjölskylduhátíð og sumaropnun Einarshússins

Formleg sumaropnun Einarshússins verður þann 1. apríl nk. og af því tilefni verður slegið upp veglegri hátíð fyrir alla fjölskylduna.

Húsið opnar kl 11:30 og verður opið til kl 21:00, eins og verður framvegis í sumar.  Hápunktur dagsins verður á milli 15:00-17:00 þar sem hr. Níels og Tóti trúður munu mæta og gleðja börnin. Snuddutré vestfjarða verður vígt kl 16:00 með formlegum hætti og hinn eini sanni Bjartmar Guðlaugsson mun taka lagið. 

 

Kynntur verður matseðill Einarshúss með formlegum hætti og gefst gestum að sjálfsögðu kostur á að panta sér mat af matseðli allan daginn. Ýmsar veitingar verða að auki í boði fyrir gesti.  

Veisluþjónusta Einarshúss ætlar að bjóða fram framúrskarandi veisluþjónustu og matsölu allt árið um kring. Engin veisla of stór og engin of lítil. Við getum boðið þér þína veislu bæði í Einarshúsi, Félagsheimilinu í Bolungarvík og svo er minnsta málið að koma með veisluna til þín.  

Fyrirtækjaþjónusta verður í boði, m.a. með þeim hætti að bjóða fyrirtækjum áskrift í heimilismat, sem og af matseðli, í hádeginu alla virka daga.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.