Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 3.4.2017 13:40:42 |
Frábær frammistaða á lokahátíð Nótunnar

Mariann Rähni úr Tónlistarskóla Bolungarvíkur stóð sig frábærlega á lokahátið Nótunnar sem fram fór í Eldborgarsal Hörpu í gær. Flutningur Mariann á valsi í e-moll eftir Frederic Chopin var eitt af 10 framúrskarandi atriðum sem fengu sérstaka viðurkenningu og verðlaunagrip Nótunnar í ár. Mariann er 11 ára gömul og hafði áður hlotið fyrsta sætið á svæðistónleikum Nótunnar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð-Vesturlandi. Nótan er uppskeruhátið tónlistarskóla landsdins og var nú haldin í sjötta sinn. Píanókennari Mariann í Tónlistarskóla Bolungarvíkur er Tuuli Rähni.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.