Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 11.4.2017 21:09:05 |
Síðasta kvöldmáltíðin - ókeypis upplifunarganga um Bolungarvík

Á skírdag verður sviðslistaverkið Síðasta kvöldmáltíðin flutt í Bolungarvík. Síðasta kvöldmáltíðin er ekki leiksýning heldur upplifunarganga í formi gönguferðar, sem leiðir áhorfandann, - einn í einu - til móts við eigin lífsgildi og lífsstíl um leið og það beinir sjónum að samfélagslegum álitamálum. Hvað er gott líf? Hvað skiptir mestu máli í lífinu?

 

Víkin fagra er sviðið sem leiðir þig í gegnum upplifanir, farið er í gegnum nokkrar stöðvar eins og ratleik og notað er meðalannars við lifandi tónlist, náttúruna, eld, vatn, sögur, ljóðalestur og þögn. Ferðalagið tekur um rúma klukkustund frá upphafi til enda.

 

Nokkuð fleiri sæti eru í boði á síðustu kvöldmáltíðina í Bolungarvík um páskana en voru í boði í síðustu kvöldmáltíðinni í Jerúsalem forðum daga en takmarkaður fjöldi kemst þó að í Bolungarvík og eru áhugasamir hvattir til að panta sér miða fyrr en síðar í síma 868 3040.

 

Verkið verður flutt á fjórum stöðum á landinu á skírdag, á Raufarhöfn, í Keflavík, á Höfn í Hornafirði og í Bolungarvík.
 

Aðgangur er ókeypis

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.