Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 26.2.2019 23:45:10 |
Hangikjétsveisla Björgunarsveitarinnar Ernis

Björgunarsveitin Ernir stendur fyrir hangikjétsveislu í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 2. mars næstkomandi. Veislan er haldin til fjáröflunar fyrir björgunarsveitina og er því kjörið tækifæri fyrir velunnara björgunarsveitarinnar að mæta á viðburðinn og njóta ljúffengra veitinga og eiga góða kvöldstund saman. Veislustjóri verður Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og boðið verður upp á hangikjét, grænar baunir, rauðkál og jafning auk þess sem ís, ávextir og rjómi og kaffi verða í eftirrétt. Einnig verður boðið upp á vegleg skemmtiatriði og happdrætti með glæsilegum vinningum úr heimabyggð.

 

Velunnarar björgunarsveitarinnar Ernis eru hvattir til að tryggja sér miða í hangikjétsveisluna sem fyrst enda frábær skemmtun í vændum. Miðapantanir eru í síma 849-8619 (Martha Karen Guðrúnardóttir).

 

Nánari upplýsingar um hangikjétsveislu Björgunarsveitarinnar Ernis:

 

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

Miðaverð kr. 4.500
Hæppdrættismiði kr. 1.000
18 ára aldurstakmark


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.