Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Pistlar | 29.2.2012 21:54:01 |
Mér líkaði strax við Bolungarvík

Ég heiti Daria og ég er 14 ára gömul. Ég kom til Bolungarvíkur með mömmu minni og pabba þegar ég var 9 ára árið 2006. Við komum hingað vegna þess að vinur pabba míns var kominn hingað og pabbi var ekki alltaf með vinnu í Póllandi, svo það var svolítið erfitt. En mamma mín var með vinnu. Þau ákváðu samt að koma til Bolungarvíkur því þar var meiri vinna.
 
Ég fór í fyrsta sinn í flugvél þegar við flugum til Íslands og ég man hvað mér fannst skrýtið að sjá landið mitt allt í kössum þegar við vorum komin á loft. Ég vissi ekki hvaða kassar þetta voru, þeir voru í allskonar litum, grænum og brúnleitum. Núna veit ég að þetta er ræktað land þar sem bændur eru að rækta ólíkar korntegundir og fleira.

Ég var ótrúlega þreytt þegar við lentum og svo fórum við beint í flugvél til Ísafjarðar. Ég man að mamma var bara í sandölum og ég og pabbi í strigaskólm þegar við lentum en þá var tveggja stiga frost.

Ég man þegar ég kom í skólann og skildi ekki neitt og við hittum Sossu skólastjóra. Þá sagði hún að við myndum tala saman eftir svona tvo til þrjá mánuði á íslensku! Svo man ég að þegar ég kom inn í stofuna þar sem bekkurinn minn var þá voru borðin svo há að ég þurfti að horfa upp til að sjá krakkana. Ég hafði aldrei séð svona há borð áður.

Ég kynntist Rebekku fyrst því hún átti heima svo nálægt mér. Hún kom alltaf heim til mín og við vorum alltaf að leika saman. Við töluðum bara bland af ensku og íslensku og líka bara táknmál.

Ég hef sem betur fer aldrei átt erfiðan tíma hér, mér líkaði strax vel við Bolungarvík og pabba og mömmu líka, en mamma hafði heimþrá til Póllands, sérstaklega fyrst.

Ég er búin að ákveða að ég ætla að búa á Íslandi, kannski í Reykjavík eða á Akureyri. Það væri ekki gott fyrir mig að fara til Póllands því núna er ég miklu betri í íslensku heldur en í pólsku. Ég ætla samt auðvitað að halda sambandi við Pólland.

Ef ég ætti að ráðleggja krökkum sem eru að koma ný í skólann þá segi ég bara ekki hlusta á ef aðrir krakkar eru að segja eitthvað ljótt, segja til dæmis oj Pólverjar og svoleiðis. Það meiðir og særir. Ég ákvað bara að hlusta ekkert á það, og það er löngu löngu hætt, það segir enginn neitt svoleiðis við mig lengur.

Helsti munurinn á skólanum úti í Póllandi og hér er að þar er miklu erfiðaraog svo eru bara sex bekkir í grunnskólanum. Þar eru líka miklu fleiri krakkar í bekk og líka var skólinn svo stór að það voru margir bekkir í hverjum árgangi. Mér finnst miklu betra að vera í minni skóla því þá þekkir maður alla og það finnst mér mjög gott.

Nú hef ég ekkert meria að segja nema til hamingju með afmælisdaginn. Takk fyrir mig.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.