Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Pistlar | 1.4.2012 22:13:15 | Berta Hrönn Einarsdóttir
Hús tómstundanna

Í nútíma samfélagi skipta tómstundir miklu máli í lífi fólks.  Þær eru mikilvægar fyrir fólk til að stytta sér stundir og láta sér líða vel. Leikfélag Bolungarvíkur frumsýndi nýverið leikritið “Að eilífu” eftir Árna Ibsen, í leikstjórn Lilju N. Þórarisndóttur.  Í leikfélaginu kemur saman fólk á öllum aldri, til þess að skemmta sér og öðrum. Þetta framtak er mikilvægur og góður liður í tómstundastarfi íbúa bæjarins eftir 17 ára hlé hjá Leikfélaginu. Uppsetning leikritsins hjá Leikfélaginu er hluti af tómstundastarfi íbúa bæjarins.

Ég flutti frá Bolungarvík til þess að sækja mér aukna menntun og stunda nú nám í tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands. Á þessari önn er ég í áfanga sem fjallar um tómstundir unglinga. Þessi grein er hluti af verkefnavinnu í áfanganum til þess að auka umræðu um mikilvægi tómstundastarfs í nútímasamfélagi. Í áfanganum hef ég kynnt mér tómstundastarf í nokkrum bæjarfélögum á Íslandi og eftir þá vinnu sé ég tækifæri í að heimfæra reynslu annarra bæjarfélaga til að efla tómstundastarf Bolvíkinga.

Á Seltjarnarnesi er hluti af starfi vinnuskólans að brjóta upp hversdagsleika unglingana með ýmsum uppákomum með eldri borgurum. Það sem unglingar á Seltjarnanesi gera með eldri borgurunum er t.d. að spila félagsvist, halda harmonikkuböll, bjóða í vöfflur og kaffi, halda tölvunámskeið, tefla, spila billjard o.s.frv. Á Seltjarnarnesi þá er nýtt aðstaða bæjarins hvort sem það er félagsmiðstöð unglinganna og félagsheimili bæjarins.

Á Sauðárkrók er samnýtt húsnæði fyrir alla bæjarbúa sem heitir ,,Hús frítímans” og þar sameinast öll starfsemi sem tengist tómstundum. Í húsnæðinu er skipulögð dagskrá allan daginn fyrir mismunandi hópa. Skipulögð dagskrá er fyrir börn, unglinga og aldraða en aðrir hópar sækja um aðgang að húsinu utan skipulagðrar dagskrár.  Starfsemin í húsinu er mjög fjölbreytt.  Þar geta eldri borgarar spilað á spil eða teflt á meðan prjónaklúbbur starfar, kór æfir og unglingar eru á veraldarvefnum eða spila billjard við afa, svo dæmi af einum raunverulegum degi sé tekið.

Það væri tilvalið fyrir Bolvíkinga að koma upp aðstöðu og skipulagi þar sem að allir bæjarbúar gætu sinnt tómstundastarfi sínu. Í húsnæðinu væri t.d. aðstaða fyrir  félagsmiðstöð barna, unglinga og aldraða, aðstaða fyrir vinnuskóla á sumrin, prjóna- og saumaklúbbar, stjórnuskoðunarklúbbar, veðurklúbbar, ferðaklúbbar, veiðiklúbbar, skákklúbbar, spilaklúbbar, billjardklúbbar, tölvuleikjaklúbbar, söngklúbbar eða kórar, félagsaðstaða íþróttafélaga, hljómsveitaraðstaða, útvarpsaðstaða, kvíkmyndaklúbbar o.s.frv.  Einnig gætu einstaklingar og fjölskyldur leigt húsnæðið um helgar fyrir afmæli og aðra afþreyingu.

,,Hús tómstundanna” væri frábær vettvangur bæjarbúa til að koma saman, styrkja tengslin og iðka tómstundir sínar, því að maður er manns gaman.Berta Hrönn Einarsdóttir nemi á örðu ári í tómstunda- og félagsmálafræði.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.