Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Pistlar | 18.6.2013 23:21:05 | Ylfa Mist Helgadóttir
Söfnunarreikningur vegna Ísaks Inga

Kæru bæjarbúar, vinir, velunnarar og aðrir þeir sem þekktu Ísak Inga Guðbjartsson og fjölskyldu hans.

Sagt er að það þurfi heilt bæjarfélag til að ala upp barn. Öll börn okkar litla samfélags eru á einn eða annan hátt, okkar börn. Nú höfum við orðið fyrir þeim hræðilega harmleik að þurfa að sjá á eftir einum okkar dýrmæta syni, Ísaki Inga Guðbjartssyni sem lést í liðinni viku.

Við vitum að ekkert getur linað sársauka foreldra, systkina og fjölskyldu Ísaks. Engin orð eru nógu máttug til að líkna né draga úr harmi þeirra, sorg eða söknuði.

Í mínum huga hafa margar tilfinningar bærst, líkt og í ykkar. Sorg, söknuður, þakklæti og samhugur. Og þegar kemur að samhug, þá erum við vel sett að búa í litlu og kærleiksríku samfélagi.

Foreldrar Ísaks eru ungt fólk. Ungt barnafólk sem nú stendur frammi fyrir erfiðasta verkefni lífs síns. Að kveðja barn sitt í hinsta sinn. Svo er einnig um okkur öll. Við kveðjum okkar dreng í hinsta sinn.

Stofnaður hefur verið útfararsjóður til þess að standa straum af tilkostnaði þeim sem útför og allt hennar ferli ber með sér. Þeir sem vilja og geta, fá því að leggja sitt af mörkum og ég hugsa að okkur þyki það gott. Það er svo fátt annað sem við getum gert.

Öll búum við við mismunandi fjárhag og því eru framlög fyllilega frjáls. Gildir þar gamla góða máltækið: margt smátt gerir eitt stórt.

Sparisjóðsstjórinn Ásgeir Sólbergsson er ábyrgðarmaður þessa reiknings og munu þeir peningar sem safnast verða notaðir til að greiða reikninga sem berast vegna útfararinnar.

Reikningsnúmerið er: 1176-05-400777 og kennitalan er 610269-7379
 

Með samúðarkveðjum og virðingu:

Ylfa Mist Helgadóttir.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.