Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Pistlar | 7.1.2014 11:24:12 |
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson

Á árunum 1987 til 1989 tóku sig saman liðsmenn björgunarsveitarinnar Skutuls á Ísafirði og björgunarsveitarinnar Tinda í Hnífsdal og söfnuðu fyrir stórum yfirbyggðum björgunarbát. Árið 1989 kom svo til Ísafjarðar norskur álbátur sem fékk nafnið Daníel Sigumundsson og var hann rekin af þessum sveitum til ársins 1997. Árið 1997 kemur svo þýskt björgunarskip til Ísafjarðar fyrir tilstuðlan slysavarnarfélags Íslands og var Daníels Sigmundsson afhendur SVFÍ sem framlag heimamann í þessari endurnýjun, þá var Björguarnbátasjóður Vestfjarða stofnaður um reksturinn á sama tíma. Björgunarsveitinn Skutull og síðar Björgunarfélag Ísafjarðar sem varð til við sameiningu Skutuls og Hjálparsveitar skáta á Ísafirði, hefur alfarið borið ábyrgð á rekstir björgunarbátasjóðs Vestfjarða frá stofnun hans. Árið 2003 var þýska skipinu skipt út fyrir breskan bát af Arun gerð. Árið 2008 var svo Arun báturinn endurnýjaður með nýrri bát af sömu gerð. En Arun bátar þessir eru smíðaðir og hannaðir af bresku sjóbjörgunarsamtökunum RNLI.

 

Skipið

Gunnar Friðriksson er skráður 14,80m langur og 40,73 tonn. Hann er byggður úr trefjaplasti en stýrishúsið er úr áli. Í skipinu eru 2 catipillar vélar, hvor um sig skráð 500 hp. Á skipinu er 6 til 7 manna áhöfn og skal hún skipuð hið minnsta skipstjóra og vélstjóra auk 2 háseta.Um borð er aðstaða fyrir 3 sjúkrabörur og sæti með beltum fyrir 20 manns. Í skipinu er meðal annars öflugur fjarskipta og siglingabúnaður, fystuhjálpar búnaður, bruna dæla og slöngur, laus lensidæla og öflugdráttar tóg. Skip sambærilegt Gunnari Friðrikssyni dró til hafnar full lestað 2000 tonna mjölflutningarskip í vonskuveðri í Grindavík svo togkrafturinn er þónokkur.

 

Áhöfn skipsins

Í áhöfn skipsins eru eingöngnu fólk  sem mætta þar af áhuga. Áhafnarmeðlimir fá ekki borgað fyrir sína vinnu við skipið. Eina vinnan sem greitt er fyrir í Gunnari Friðriksyni er vinna iðnaðarmanna sem fengnir eru í vinnutíma sínum. Reynsla og réttindi þeirra sem koma að B.s. Gunnari Friðrikssyni er eins misjöfn og einstaklingarnir eru margir. Við höfum í okkar hópi skipstjóra sem hafa réttindi til að stjórna farþegaferjum og vélstjóra sem eru vélfræðingar. Menn sem hafa starfað í áratugi til sjós og niður í að hafa aldrei farið til sjós. Innan okkar raða eru starfandi sjómenn og menn sem komnir eru í land en einnig fólk sem aldrei hefur starfað til sjós. Við höfum fjölmarga iðnaðarmenn og þúsundþjala smiði, verkamenn, sjúkraflutningamenn og fljölmarga aðra. Allir þeir sem á skipinu fara hafa lokið eða eru í sérstakri þjálfun í notkun búnaðar skipsins.

 

Fjármögnunin

Við fáum rekstrarstyrk frá ríkinu og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, samtals að upphæð kr. 3.000.000- á árinu 2014. Þá fáum við einstaka gjafir frá góðum aðilum í samfélaginu okkar hér. Við fáum greitt sérstaklega fyrir sjúkraflutninga og þjónustuferðir. En við eigum ekki rétt á neinum greiðslum fyrir björgunaraðgerðir líkar þeim sem voru um síðast liðna helgi. Rekstur svona skips er gífurlega kostnaðarsamur og okkur er þröngur stakkur skorinn. Til þess að spara við kostnað erum við ekki með starsmann í hlutastarfi líkt og flestir hinna bátasjóðanna  á landinu og eiðum því mun meiri tíma í sjálfboðavinna til að reksturinn gangi upp.

 

Lokaorð

Við sem að rekstir Gunnari Friðrikssonar stöndum erum stöðugt að leita okkur að góðu fólki sem vill hjálpa okkur við að bæta starf okkar.  Hjá okkur er hægt að finna verkefni sem henta öllum þó ekki séu allir sem geti farið í erfið útköll, það er mikil vinna sem fram fer milli útkalla. Hafir þú lesandi góður áhuga á að starfa með okkur þá endilega settu þig í samband við mig eða aðra áhafnarmeðlimi og láttu vita af þér. Hafir þú þörf fyrir að gagnrýna starf okkar þá bið ég aðeins og að þú gerir það á málefnalegum forsendum.

 

Kær kveðja

Jóhann Bæring Pálmason

Formaður Björgunarbátasjóðs Vestfjarða


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.