Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Munnmælasögur | 26.2.2008 |
Bolvískar munnmælasögur

 

Hagbarður Marínósson er einn af mínum uppáhalds-Bolvíkingum; einstaklega skemmtilegur maður og yfirgengilega orðheppinn. Fyrir nokkrum árum var hann staddur í Reykjavík og leigði sér bíl hjá RB bílaleigu sem rekinn var/er af Ragnari Bjarnasyni stórsöngvara. Þegar Ragnar afhendir bílinn þá segir hann Barða frá því að hann þurfi að skila bílnum á umsömdum tíma þar sem bílinn fari strax í útleigu á ný. Fer hann fremur fínt í það að nefna við Barða að mikilvægur og traustur viðskiptavinur fái bílinn á eftir honum. Viðskiptavinurinn sé utan af landi og leigi alltaf hjá sér bíl þegar hann sé í bænum. Barði segir ekkert við þessu en þá bætir Ragnar því við að það myndi nú koma sér vel ef Barði myndi nenna að skola aðeins af bílnum áður en hann skilaði honum, þrátt fyrir að það sé ekki inni í leigusamningnum. Barði svarar að bragði: "Raggi! Ertu nú endanlega búinn að syngja þig vitlausann? Ég þríf sko ekki eitt eða neitt fyrir þig". Var málið þar með útrætt.

 

 


 

Sagnahefðin hefur í gegnum tíðina verið rík á meðal Víkara sem og annara Vestfirðinga. Kristján Jónsson hefur á undanförnum árum skrifað sögur á bloggsíðu sína sem hann hefur kallað Munnmælasögur. Víkari.is hefur nú fengið leyfi til þess að birta nokkrar af þessum sögum hér á síðunni en þær hafa allar birst áður á www.bolviskastalid.blogspot.com og eru merktar eins og þær heita á bloggsíðu Kristjáns. Vonandi hafa lesendur Víkara ánægju af þessu enda er þetta einungis til gamans gert. Lifi sagnahefðin!
Ef einhverjar athugasemdir vakna vegna þessa er hægt að senda Kristjáni póst á kris@vikari.is .


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.