Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Munnmælasögur | 29.12.2008 | Kristján Jónsson
Bolvískar munnmælasögur nr. 8

 

Muggi (Papamug), vinsælasti karókísöngvari í suðaustur-Asíu, lenti í því sumarið 2003 að yfir hann rigndi tölvupóstum utan úr heimi. Þá var Öddi (Mugison) sonur hans orðinn töluvert vinsæll í ákveðnum kreðsum erlendis og vefurinn mugison.com með mikla aðsókn. Á vefnum var gefið upp tölvupóstfang Papamug þar sem stóð: For all your Mugiworries. Muggi sýndi mér tölvupósta sem hann var að fá frá aðdáendum erlendis og svaraði þeim eftir bestu getu að ég held. Dag einn fékk hann tölvupóst frá miklum aðdáanda í London sem sagðist verða að eignast upprunalegu útgáfuna af Lonely Montain disknum sem þá var ekki kominn út í stóru upplagi. Muggi átti slatta af þessu heima hjá sér og ákvað að láta reyna á hvort maðurinn væri jafn mikill aðdáandi og hann vildi vera að láta. Uppáhaldsbíómynd Mugga að eigin sögn er; The Comitments sem hann hafði leitað að á DVD úti um allan heim en án árangurs. Hann sendi því manninum póst þar sem hann sagðist eiga örfá eintök af Lonely Mountain, alger raritet sem hann mætti illa missa, en Englendingurinn gæti nælt sér í eintak ef hann myndi senda sér The Comitments á DVD til Ísafjarðar á Íslandi. Nokkrum dögum síðar sýndi Papamug mér tölvupóst frá þessum sama aðdáanda þar sem stóð: „The DVD The Comitments is on its way to your doorstep...please send me the CD!“

 

 


 

Sagnahefðin hefur í gegnum tíðina verið rík á meðal Víkara sem og annara Vestfirðinga. Kristján Jónsson hefur á undanförnum árum skrifað sögur á bloggsíðu sína sem hann hefur kallað Munnmælasögur. Víkari.is hefur nú fengið leyfi til þess að birta nokkrar af þessum sögum hér á síðunni en þær hafa allar birst áður á www.bolviskastalid.blogspot.com og eru merktar eins og þær heita á bloggsíðu Kristjáns. Vonandi hafa lesendur Víkara ánægju af þessu enda er þetta einungis til gamans gert. Lifi sagnahefðin!
Ef einhverjar athugasemdir vakna vegna þessa er hægt að senda Kristjáni póst á kris@vikari.is .

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.