Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Munnmælasögur | 7.1.2009 | Kristján Jónsson
Bolvískar munnmælasögur nr. 13

 

Hagbarður Marínósson er maður orðheppinn með eindæmum eins og sjá má í Munnmælasögu nr. 1. Eitt sinn var ég staddur með Barða á golfvellinum í Bolungarvík á sólríkum sunnudegi á Jónsmessu 2003. Á Jónsmessunni var ákveðið að á laugardagskvöldi yrði miðnæturganga upp á Bolafjall og var það auglýst með áberandi hætti. Ég spurði því Barða daginn eftir hvort hann hefði skellt sér í gönguna og ekki stóð á svarinu: ,,Stjáni, er ekki örugglega allt í lagi með þig? Ég ætti ekki annað eftir en að eyða heilu kvöldi í príla upp á einhvern hól sem ég get komist á 5 mínútum á bíl. Ég fæ hausverk bara af því að hugsa um þetta."

 


 

Sagnahefðin hefur í gegnum tíðina verið rík á meðal Víkara sem og annara Vestfirðinga. Kristján Jónsson hefur á undanförnum árum skrifað sögur á bloggsíðu sína sem hann hefur kallað Munnmælasögur. Víkari.is hefur nú fengið leyfi til þess að birta nokkrar af þessum sögum hér á síðunni en þær hafa allar birst áður á www.bolviskastalid.blogspot.com og eru merktar eins og þær heita á bloggsíðu Kristjáns. Vonandi hafa lesendur Víkara ánægju af þessu enda er þetta einungis til gamans gert. Lifi sagnahefðin!
Ef einhverjar athugasemdir vakna vegna þessa er hægt að senda Kristjáni póst á kris@vikari.is .


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.