Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Munnmælasögur | 1.2.2009 | Kristján Jónsson
Bolvískar munnmælasögur nr. 14

 

Eitt sinn á mínum sokkabandsárum vorum við Ásgeir einir heima eins og stundum kom fyrir. Sat hann ásamt Dóra Magg og Einar Guðmunds á Traðarstígnum þar sem þeir gæddu sér á Guðaveigum. Þegar skyndilega vantaði bland var ég sendur af stað en gleymst hafði að gera ráð fyrir því að Einar Guðmunds blandaði alltaf í Sprite. Ásgeir lét mig hafa fimm þúsund kall, ég skutlaðist á Shell-skálann og keypti 2 lítra af Sprite. Eitthvað fórst það fyrir hjá mér að láta hann hafa afganginn, enda fannst mér þetta vera hæfileg þóknun fyrir viðvikið. Þegar líða tekur á kvöldið er ég að kjafta við vini mína Halla Pé og Ragga Ingvars fyrir framan sjónvarpið, en þremenningarnir sátu hins vegar inni í stofu. Ræddu þeir Einar, Ásgeir og Dóri landsins gagn og nauðsynjar en þegar talið barst að efnahagsmálum þá galar Ásgeir: "Vel á minnst! Kristján, kostuðu 2 lítrar af Sprite sléttar fimm þúsund?"

 


 

Sagnahefðin hefur í gegnum tíðina verið rík á meðal Víkara sem og annara Vestfirðinga. Kristján Jónsson hefur á undanförnum árum skrifað sögur á bloggsíðu sína sem hann hefur kallað Munnmælasögur. Víkari.is hefur nú fengið leyfi til þess að birta nokkrar af þessum sögum hér á síðunni en þær hafa allar birst áður á www.bolviskastalid.blogspot.com og eru merktar eins og þær heita á bloggsíðu Kristjáns. Vonandi hafa lesendur Víkara ánægju af þessu enda er þetta einungis til gamans gert. Lifi sagnahefðin!
Ef einhverjar athugasemdir vakna vegna þessa er hægt að senda Kristjáni póst á kris@vikari.is .

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.