Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Munnmælasögur | 17.3.2009 | Kristján Jónsson
Bolvískar munnmælasögur nr. 21

 

Frændi minn Elías Jónatansson hefur í gegnum tíðina verið maður margra vegtyllna. Eitt sinn var verið að gera símakönnun í Bolungarvík þar sem fólk var spurt um hvað því fyndist um frammistöðu hinna og þessara fyrirtækja og stofnana. Elías lenti í úrtakinu en á þeim tíma hafði hann mörgum hnöppum að hneppa, í vinnu og félagastörfum. Fékk hann meðal annars eftirtaldar þrjár spurningar; ,,Hvernig honum líkaði störf Bæjarstjórnar“. Mun hann hafa sagt að sér líkaði þau ágætlega. Því næst var spurt um starfssemi Lífeyrissjóðsins í Bolungarvík, og svarið var á sömu lund. Enn fremur var spurt um hvort hann væri sáttur við dreifingu og þjónustu Íslandsspósts á svæðinu. Sagðist hann vera alveg ágætlega sáttur við hana. Þess má geta að á þessum tíma var Elías, Forseti Bæjarstjórnar, sat í stjórn Lífeyrissjóðsins og var einnig stjórnarmaður í Íslandspósti.

 

 


 

Sagnahefðin hefur í gegnum tíðina verið rík á meðal Víkara sem og annara Vestfirðinga. Kristján Jónsson hefur á undanförnum árum skrifað sögur á bloggsíðu sína sem hann hefur kallað Munnmælasögur. Víkari.is hefur nú fengið leyfi til þess að birta nokkrar af þessum sögum hér á síðunni en þær hafa allar birst áður á www.bolviskastalid.blogspot.com og eru merktar eins og þær heita á bloggsíðu Kristjáns. Vonandi hafa lesendur Víkara ánægju af þessu enda er þetta einungis til gamans gert. Lifi sagnahefðin!
Ef einhverjar athugasemdir vakna vegna þessa er hægt að senda Kristjáni póst á kris@vikari.is .


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.