Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Munnmælasögur | 30.3.2009 | Kristján Jónsson
Bolvískar munnmælasögur nr. 30

 

Hrólfur heitinn Jónsson vann lengi sem trésmiður í fyrirtæki föður míns. Var hann ráðinn fyrst í hálfan dag í kringum 1956 og vann þar næstu þrjátíu árin. Eða þar til hann mætti ekki einn daginn og hringt var í hann til að athuga hvort hann væri veikur; "Ég er orðinn sjötugur" var svarið en Hrólfur vildi ekki hafa mikið umstang í kringum sig. Á tímabili starfaði ungur maður í fyrirtækinu sem kallaður var Teddi og fannst Hrólfi hann fremur sérkennilegur. Teddi þessi vann ýmis störf meðal annars á krananum og hans helsta einkenni var linnulaus Kókdrykkja. Þegar Teddi byrjaði að þéna þá hófst hann handa við að kaupa í búið hjá sér en hann var nýbyrjaður í sambúð og átti ekkert í innbúið. Hans fyrsta verk var að kaupa sér hljómflutningsgræjur. Það fannst Hrólfi afskaplega undarleg ráðstöfun og hafði á orði að nær hefði verið að kaupa pott til þess að sjóða fiskinn í. Síðar hætti Teddi störfum hjá JFE og fór til sjós á Dagrúnu. Einn blíðvirðismorgun eru pabbi og Hrólfur mættir fyrir klukkan 8 í vinnu og eru að fylgjast með lífinu á höfninni þegar þeir sjá Dagrúnu koma í land, löngu fyrir áætlaðan tíma. Þá mælti Hrólfur: "Nú hefur Dagrúninn orðið kóklaus".

 


 

Sagnahefðin hefur í gegnum tíðina verið rík á meðal Víkara sem og annara Vestfirðinga. Kristján Jónsson hefur á undanförnum árum skrifað sögur á bloggsíðu sína sem hann hefur kallað Munnmælasögur. Víkari.is hefur nú fengið leyfi til þess að birta nokkrar af þessum sögum hér á síðunni en þær hafa allar birst áður á www.bolviskastalid.blogspot.com og eru merktar eins og þær heita á bloggsíðu Kristjáns. Vonandi hafa lesendur Víkara ánægju af þessu enda er þetta einungis til gamans gert. Lifi sagnahefðin!
Ef einhverjar athugasemdir vakna vegna þessa er hægt að senda Kristjáni póst á kris@vikari.is .

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.