

Hlutafélagið Völusteinn, sem var dótturfyrirtæki Einars Guðfinnssonar hf, lét smíða skuttogarinn Heiðrúnu ÍS-4 fyrir sig hjá Skipasmíðastöð M. Bernharðssonar hf á Ísfirði árið 1978. Heiðrúnin var lengi vel gerð út frá Bolungarvík og voru þeir Einar Hálfdánsson og Jón Eggert Sigurgeirsson lengstum skipstjórar á skipinu. Síðar komst skipið í eigu Þorbjörns - Fiskaness hf og hét þá Heiðrún GK og eftir það Ingimundur SH og loks Skúmur HF. Árið 2005 var skipið selt til Rússlands og heitir nú Skumur M-0266 og er gerður út frá Murmansk. Í sumar fréttist af skipinu á krabbaveiðum við Rússland þar sem Bragi Már Valgeirsson náði af skipinu meðfylgjandi mynd. Eins og sjá má er gamla Heiðrúnin nú orðin blá en á meðan skipið var í eigu Einars Guðfinnssonar var það að sjálfsögðu í ...

"Trillan mín er eitt tonn og sextíu kíló, minnsta trillan í flotanum hér, sagði Ingólfur Þorleifsson trillukarl í Bolungarvík," ég er búinn að eiga hana í átta ár og hef alltaf verið á sjó á sumrin. Þetta hefur gengið þokkalega, en ég fer nú ekki langt á þessu, það var mikill fiskur hérna rétt fyrir framan eldhúsgluggann í fyrra, mokfirkerí, en það verður ekki núna, snurvoðabátarnir sjá fyrir því . Já það var mikið í fyrra, ég fékk níu tonn í október, aðeins fimm mínútna siglingu, en það er ekki einn einasti fiskur þar nú, það er dragnótin maður.
Já, ég verð 65 ára í september, en hef verið meira og minna á trillum allt mitt líf, fæddur og uppalinn hér og hér hef ég alltaf verið. Við áttum fjórir trillu sem Marselíus smíðaði, ...


Allt var ísilagt í Bolungarvíkurhöfn árið 1968 eins og sjá má á myndum þeim sem birtast með þessari fréttahugleiðingu. Aftakaveður geysuðu á því ári og margir skipsskaðar urðu ma. í Ísafjarðardjúpi sem höfðu í för með sér manntjón. Myndirnar sem í boði er með þessari frétt eru þó teknar í blíðuveðri þar sem sólin varpar geislum sínum á bátana við brjótinn er hin ólgandi dröfn lætur lítið fyrir sér fara.

Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Íbúð óskast.
Óska eftir stúdíó eða 2 herb íbúð frá 1 maí til 1 sept. Gott væri ef einhver húsgögn fylgdu með. Uppl í síma 8658093 eða lbrynjarsson@gmail.com

