Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Gamalt og gott | 20.8.2008 | Morgunblaðið
Skákmenn bestir í Bolungarvík 1993

Nýlega efndi Íþróttaráð Bolungarvíkur til samsætis þar sem heiðraðir voru þeir íþróttamenn sem skarað höfðu framúr á árinu 1993. Að þessu sinni ákvað íþróttaráð að sæmdarheitið Íþróttamaður ársins árið 1993 hlytu þeir fimm einstaklingar sem saman skipta 1. deildar skáksveit Bolungarvíkur. Skáksveitina skipa þeir Halldór Grétar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Magnús Sigurjónsson, Unnsteinn Sigurjónsson og Stefán Andrésson.Til grundvallar þessari útnefningu liggur m.a. góður árangur bolvískra skákmanna í keppnisliði skáksambands Vestfjarða í deildarkeppni Íslands og frammistaða á Vestfjarðamóti á sl. sumri. Þá stóðu þessir skákmenn sig sérlega vel á móti VISA-mönnum sl. haust þó ekki ynnist sigur á þeim enda við harðsnúið lið að etja. Ágúst Oddsson lýsti kjörinu og afhenti skákmönnunum sem sveitina skipa heiðursskjal og myndarlegan farandbikar en þetta er í níunda sinn sem þessi bikar er afhentur.Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í einstökum íþróttagreinum. Þeir sem viðurkenningu fengur voru 5. flokkur UMFB í knattspyrnu, Pétur Geir Svavarsson leikmaður úr þeim flokki fyrir frábæran árangur með liðinu, Linda Jónsdóttir fyrir hestaíþróttir, en hún var einmitt kjörin íþróttamaður ársins 1992, Anna Svandís Gísladóttir fyrir góða frammistöðu í körfuknattleik og Guðmundur Daðason fyrir miklar framfarir í skákíþróttinni.  Hægt er að sjá mynd af þeim með þvi að ýta á myndaflipann hér fyrir neðan.Morgunblaðið -Gunnar Hallsson.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.