Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Gamalt og gott | 16.9.2009 | DV
Bolvíkingar ekki á flæðiskeri staddir

"Þetta hefur gengið allvel síðan á áramótum og við erum búnir að fá um 2000 tonn. Síðustu fimm vikur erum við búnir að fá um 550 tonn af þorski og hásetahluturinn er á bilinu 2,5 til 3 milljónir þá e.t.v. sé ekki rétt að segja frá því í fjölmiðlum," sagði Víðir Jónsson, 24 ára gamall sjómaður í Bolungarvík, sem var að koma úr sínum fyrsta túr, sem skipstjóri á skuttogaranum Heiðrúnu er blaðamaður DV hitti hann að máli í síðustu viku.

 

"Við erum aðeins þrettán á og þetta er líklega bezti gangurinn á árinu þannig að ekki má lesa of mikið út úr þessum tölum. Næsti túr hjá okkur verður til dæmis skrap þannig að þá minnka tekjurnar".

 

Víðir er sonur Jóns Eggerst Sigurgeirssonar skipstjóra í Bolungarvík og byrjaði til sjós fimmtán ára gamall og fór átján ára gamall í Stýrimannaskólann.

 

"Þessi fyrsta veiðiferð mín sem skipstjóri stóð í viku og gekk þokkalega. Við fengum um 110 tonn á Halasvæðinu og austur af því. Venjulega er ég 1. stýrimaður en fór sem skipstjóri í þessum túr og pabbi var stýrimaður hjá mér.

 

Það eru miklar útilegur í þessu og góðar tekjur því nauðsynlegar til að hægt sé að taka sér frí annað slagið", segir þessi ungi skipstjóri.

 

Birtist í DV árið 1980 og greinina er að finna í úrklippusafni Kristnýjar Pálmadóttur


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.